Lýsi eftir 40 hestafla vél.

Fyrir þremur árum var glænýjum 40 hestafla utanborðsmótor stolið af báti mínum, Örkinni, þar sem hann stóð rétt hjá vinnubúðunum við Kárahnjúka.

Þetta olli mér miklum vandræðum því málið upplýstist ekki. 

Mér tókst að vísu að afla mér 9 hestafla mótors en í blankheitum síðasta vetrar þegar ég sá að ég neyddist til að selja bátinn, gat ég það ekki, því að hugsanlegir kaupendur vildu að almennilegur mótor fylgdi honum.

Nú sé ég í frétt á mbl.is að grænlenskan sjómann vantar slíkan mótor. 

Ég vil því gera þeim, sem stal mótornum mínum þetta tilboð:

Ef þú skilar mér mótornum mun ég láta það mál niður falla, heita þér nafnleynd og sömuleiðis því að gefa grænlenska föðurnum mótorinn.

Þú getur hringt í mig eða gert mér skilaboð á annan hátt og sagt mér hvar mótorinn er að finna og ég myndi þá sækja hann án þess að reka málið neitt frekar. 

Það myndi verða þér til mikils sóma, hver sem þú ert, ef þú tekur þessu tilboði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Af hvaða tegud og gerð var þessi mótor?

Hrólfur Þ Hraundal, 29.8.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta var tvígengismótor, að mig minnir af ítalskri gerð, sem ég keypti í lítilli verslun með svona hluti sem var þá í sama húsi og lítil kaffisjoppa við innkeyrsluna inn til syðri hluta Hafnarfjarðarhafnar norðan Hvaleyrar.

Þarf að hringja til útlanda til að fá nánari upplýsingar. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2010 kl. 12:53

3 identicon

Þetta hefur væntanlega verið mótor að gerðinni Selva, en þeir eru ítalskir og voru til sölu hjá Bátalandi ehf. , en þeir voru við hliðina á veitingastofunni Kænunni við Hafnarfjarðarhöfn.

sjá: http://www.selvamarine.com

Nils (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband