Frá árum einvaldanna.

Á árum einvaldanna Davíðs og Halldórs var annar hvor þeirra utanríkisráðherra lengst af. Um samvinnu þeirra gilti bandaríska máltækið, "ef þú klórar mér á bakinu skal ég klóra þér."

Þennan tíma fékk utanríkisráðuneytið frítt spil hvað varðaði útgjöld og fjárfestingar í lúxusvillum fyrir sendiráðin.

Salan á húsnæðinu í London sýnir eitt dæmi þess. 

Ég hef komið í sendiráð Indlands í Reykjavík. Indverjar eru 3000 sinnum stærri þjóð en Íslendingar en láta sér nægja skrifstofuhúsnæði í blokk við Sæbraut. 


mbl.is 900 milljóna gróði af sölu sendiherrabústaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þegar tveir einræðisherrar fara, feta tveir einræðisherrar þeirra spor.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Annar "einræðisherranna" sem þú átt líklega við, hefur ekki meiri járnaga á eigin þingflokki en að talað er um að hér sitji minnihlutastjórn í mörgum málum.

Davíð og Halldór fóru hins vegar létt með það að láta okkur fara í ólöglegt stríð við fjarlæga þjóð án þess að bera það undir nokkurn mann. 

Ómar Ragnarsson, 16.10.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband