Margt ágætisfólk býður sig fram.

Það sést á nafnalistanum um frambjóðendur til stjórnlagaþings að margt ágætisfólk býður sig fram og lumar vafalaust á mörgum góðum hugmyndum.

Nú er bara að vona að ekki komi upp slíkir erfiðleikar vegna fjölda frambjóðendanna og framkvæmdar kosninganna að þessar mikilvægu kosningar og þingið, sem kemur í kjölfarið nái ekki þeim árangri sem hlýtur að vera keppikefli þjóðarinnar.


mbl.is Nafnalisti frambjóðenda birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er mjög ánægður með að sjá nafnið þitt meðal frambjóðenda Ómar. Á tímabili var ég farinn að óttast að allt of fáir gæfu kost á sér og sumir þeirra ekki beint efnilegir.

Sigurður Hrellir, 29.10.2010 kl. 23:37

2 identicon

Satt að segja á ekki margt af þessu fólki nokkurt erindi á stjórnlagaþing og það sem verra er:  Mjög margir fara þangað reiðir.  Og örlagaþrungnar ákvarðanir sem teknar eru í reiði verða sjaldnast happadrjúgar. 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 08:21

3 identicon

Mér segir hugur að í hópi frambjóðenda séu of margir sem hafi að markmiði að koma í veg fyrir breytingar, eða breyta eins litlu og kostur er.

Þeir eru fulltrúar íhaldsafla þjóðfélagsins, sem núna kallast tepokarnir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 10:18

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Margt af þessu fólki á ekkert erindi á stjórnlagaþing" segir Þorvaldur Sigurðsson.

Það er hans mat en benda verður á að aðeins brot af þessum 523 frambjóðendum verður fyrir valinu í komandi kosningum.

Ómar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 11:04

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gaman að sjá tvö öndverð sjónarmið koma fram í samliggjandi athugasemdum við pistli þínum, Ómar. Fullyrðingin um að margir fari í framboð reiðir er kannski ekki alveg án raka.

Svo kemur hitt sjónarmiðið: að stór hópur sækist eftir því að beita áhrifum sínum til að halda status quo. Það er alveg jafn vont og hefnigirnin.

En hópurinn er stór og fjölbreyttur. Við skulum vona að bæði tréhestar og "heitupotta-vitringar" nái að láta ljós sitt skína, en að mestan part verði það vandað fólk, vel meinandi og með gott jarðsamband sem velst á stjórnlagaþing!

Flosi Kristjánsson, 30.10.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband