Dolly og Bruce, jólin komin !

Vinur minn, Andri Freyr Viðarsson, hefur að mínum dómi aldeilis yndislegan tónlistarsmekk og kunnáttu sem plötusnúður.

Nú rétt áðan, þegar ég er að leggja í hann til Akueyrar, spilar hann í röð þau tvö lög, sem ég verð að heyra áður en jólin ganga í garð: Here comes Santa Claus með Bruce Springsteen og syrpu tveggja jólalaga með Dolly Parton, þar sem "Walking in the Winter Wonderland" er aðallagið. 

Flutningur Springsteen hefur ekkert með að gera fallega rödd eða flutning á margþvældu jólalagi, sem ég sauð við fyrsta jólatextann sem ég gerði fyrir aðra en mig sjálfan. Nei, það er þessi vetrarhráa, sanna og barnalega stemning sem Bruce tekst að fanga sem er svo einstök.

Maður verður barn í annað sinn og lifir sig inn í þetta lag eins og krakki og hugsar til minninga um föður sinn frá barnæsku. 

En Dolly Parton og flutningur hennar er síðan saga út fyrir sig. Ef það er eitthvað eitt jólalag sem ég bókstaflega verð að heyra fyrir jólin, þá er það þetta lag sem í flutningi Dollyjar, sem er hreint óborganlegur, verður að einstakri blöndu af gleði barnsins í bland við það yfirbragð sem mér finnst gera þetta lag í flutningi hennar að mest sexý jólalagi allra tíma. 

Í flutningi sínum finnst mér Dolly Paton komast nálægt sjálfri Marilyn Monroe hvað snertir einstæða blöndu af sakleysi og kvenlegum töfrum. 

Og svo kemur Andri Freyr og spilar tvö af allra helstu jólalögunum mínum tvö saman í rykk! 

Algert æði!  Jólin eru að koma! Takk og gleðilega hátíð, Andri Freyr! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dolly Parton ... jólasveinninn ... kné ... faðmlög ... sexy ... jólalag ...

Við skiljum þig alveg Ómar, við erum bara menn ...

Gleðileg Jól.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband