Leitið og þér munuð finna?

Eftir því sem jarðefnaeldsneyti þrýtur á jörðinni mun herðast leitinn að nýjum orkugjöfum.

Engan grunaði í upphafi kreppunnar á síðustu öld að eftir aðeins rúman áratug væri búið að beisla kjarnorkuna. 

Þá töldu margir hana framtíðarlausnina en annað kom í ljós. 

Þegar lífefnaeldsneyti kom upp á borðið töldu margir það vera lausnina en ræktunin, sem stendur undir henni er svo landfrek að leggja þyrfti heilu fylkin undir hana og á sama tíma er þörfin fyrir matvælaframleiðslu sífellt brýnni.

Komið hefur fram að að jarðvarmaorka heimssins sé svo tryllingslega mikil að hún geti gefið mannkyninu miklu meiri orku en það þarf. 

En með núverandi tækni er hins vegar aðeins hægt að nýta brotabrot af henni og oft alls ekki á sjálfbæran hátt. 

Segja mætti að samanlögð orka í öllum haföldunum kringum Ísland gæti leyst orkuvanda Evrópu en tæknina til að nýta hana vantar. 

En leitin heldur áfram að og verður að halda áfram því að ef ekki er leitað finnst ekki neitt. 

Á meðan vex þörfin á byltingu í hugarfari hvað varðar það að sóa og bruðla með verðmæti jarðarinnar líkt og gert er. 


mbl.is Framleiða eldsneyti úr sól, vatni og koldíoxíði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Er ekki millivegur t.d fyrir okkur íslendinga, að blanda metanóli í bensínið og taka smátt og smátt upp rafmagnsbíla með metanólhverfli til að auka langdrægnina.

Metanól getum við unnið hérna heima í stórum stíl og komið upp stöðvum víða um landið, þá þurfum við ekki að vera svo háð því að geta stungið bílnum í samband heldur látið hverfilinn ganga til að hlaða rafhlöðurnar t.d yfir nótt.

Ég tel að framtíðin sé rafmagn, og kannski sjá menn ljósið í framleiðslu rafmags með kjarnorku aftur ef viðunandi lausn fæst á förgun eða eyðingu úrgangsefna. Sennilega er rafmagn búið til með kjarnorku,ódýrasta og jafnvel hreinasta aðferðin við orkuvanda heimsins. sjáum t.d allt jarðraskið við stórar stíflur og eiturefnin sem sleppa út í andrúmsloftið við jarðvarmavirkjun, svo ekki sé talað um nýtinguna c.a 20 %.

Ef hægt væri að finna lausn á úrgangsvanda kjarnorkunnar, þá tel ég að orkuvandinn leysist.

Helgi Jónsson, 4.3.2011 kl. 16:06

2 identicon

Hérlendis er til nóg af orku til að raf-væða eða tvinn-væða allan bílaflotann meira og minna, og restin gæti næstum gengið á repjuolíu, metani og bíó.

Bara ef við verðum ekki búin að semja þetta afl af okkur bara si-svona.

Það er til mikið af óvirkjuðu metani á landinu, og bara umhverfisvænt að vinna það. Ég er ekki að átta mig á metanól hugmyndinni, en margir eiga það til að ruglast á þessu tvennu. 

Það þarf ekki mikla breytingu á bensínvél til að hún gangi á metanóli eða etanóli, en það er ekkert ódýrara en bensín svo best ég veit. Það er svo hægt að breyta vélum svo að þær gangi á metangasi, en það er meira mál. Verður svo eftirleiðis miklu ódýrara á km skilst mér.

Rafmagn er svo toppurinn, eða þá tvinn. 70 ha. vél í 100% afli getur nefnilega ekki eytt nema 660 kr á klst á rafmagnstaxta landsbyggðarinnar með dreifingu og alles, - það er mun dýrara en í borginni. En, því miður er ekkert stoðkerfi fyrir batterí og metan á landsbyggðinni, þannig að svona æfingar myndu helst byrja í Reykjavíkinni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 16:53

3 identicon

Hugsið og þér munið finna.

"Á meðan vex þörfin á byltingu í hugarfari hvað varðar það að sóa og bruðla með verðmæti jarðarinnar líkt og gert er". 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 19:02

4 Smámynd: Offari

Allar hugmyndir eru vel þegnar.  Vetni og raforka held ég að verði orka framtíðarinar. Hvernig það þróast er erfitt að spá.  En hvor leiðin sem þaðverður þarf alltaf að framleiða rafmagnið.  Sjávarfallavirkjanir gætu hentað vel til vetnisframleiðslu en spurningin er hinsvegar hvernig hægt er að breyta vetninu í fljótandi vökva?

Offari, 5.3.2011 kl. 23:11

5 identicon

Vetni og rafmagn eru frekar flutnings-og notkunarform orku heldur en orkulind, ath það!

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:02

6 identicon

Ómar það er ekki alveg rétt hjá þér að jarðefnaeldsneyti sé á þrotum , sennilega er til nægur forði af því til næstu 10 -20 alda , ´það er í raun bara einhver hluti af því sem finnst í nátturlega fljótandi formi sem er af full skornum skammti því það er sá hlutinn sem núverandi tækni til að  að flytja fólk og hluti milli staða.

Helgi í raun eru að öllum líkindum til lausnir á nokkun kjarnakleyfra efna til rafmagnsframleiðslu, sem gera bæði úrgangsvandamálið og hættuna af útbreiðslu kjarnavopna að frekar litlu máli og sumt af því hefur verið þekkt í hálfa öld, en var ekki valið sem lausn vegna þess að ekki var hægt að nota  aukaafurðir slíkra kjarnaofna í vopnaframleiðslu, þessi tækni gerir sennilega í raun líka mögulegt að eyða megninu af þeim kjarnakleyfa úrgangi sem hefur safnast upp, með því að nota hann sem eldsneyti í slík ver. Gúgglaðu " Thorium Reactor Technology" ef þú vilt vita meira um hvað er að ræða. Og ef eitthvað er að marka þá sem spá í þetta þá er þetta hugsanlega sú aðferð sem getur framleitt raforkuna á ver'ði sem engin önnur orkuframleiðsla gæti keppt við ( 2-4 mills/KwKslt við stöðvarvegg). Á sliku verði myndi margborga sig fyrir okkur hérna að loka vatnsafls og gufuvirkjunum og byggja 10- 20 miniver ( c.a 100 Mw per stykki ) af þessari tegund og setja þau niður í samræmi við hvar eftirspurnin er, m.ö.o minnka dreifikerfið  verulega líka.

Jón Logi, Helgi er sennilega til lengri tíma litið að hugsa um efnahverfla ( fuel cells )  sem ganga fyrir methanóli, ekki að hugsa um að brenna því í hefðbundnum sprengjuheyflum, álls ólík tækni, og það má í raun líta á slík apparöt sem metanóláfyllanleg batterí , þar eð efnorkuinnihaldi metanólsins er breytt í rafmagn beint en ekki í varmaorku fyrst sem síðan er ummynduð í hreyfiorku, þetta getur allavega fræðilega séð sennilega þrefaldað  orkuskilvirkni ( úr efnorku í hjól ) methanólsins miðað við brennslu í sprengihreyfli. Þetta er sama tækni og var í vetnisstrætóunum sem voru  á götunum í Reykjavík fyrir nokkru. Bara metanól en ekki vetni í tönkunum, það er ekki eins orkuríkt, en mun auðveldara í  meðförum vegna þess að það er fljótandi en ekki lofttegund við normal aðstæður ( 100 hektópaskal eða svo  )  , svo hefðbundnar bensínstöðvar gætu séð um dreyfinguna án þess það þyrfti að kosta miklu til. Gallinn er bara að það er svolítið í það að þetta geti staðið undir sér sjálft í verði til notanda per orkueiningu en miðar þó vel  í áttina , sem sé helst spurning um framþróun, tíma og verð  frekar  hvenær þetta er orðið nothæf lausn . 

Nú og þessi tækni sem greinin fjallar ,  ef  hún skilar því sem upp er lagt með , getur orðið allvígaleg bylting , hún byggir á einslags gróðurhúsræktun , þar sem afkastageta per flatareininingu er  einhverstað á milli 50 og 500 sinnum hærri en í þessari  "Tréspíra/Vodka/Viskí  á tankinn" framleiðslunni sem er í gangi í dag. En forsvarsmennirnnir eiga eftir að sýna fram á að hún gangi, þetta er bara 5 - 6 hektara prófunardæmi sem þeir eru að setja upp , og ætla að vera komnir með í fulla framleiðslu eftir c.a . Ef þeir eru á réttu róli með sitt mál ætti  ársframleiðsa þess að geta orðið um  5-8 hundruð þúsund lítrar af lífdísil á verði sem svarar til að það fengjust 30-50$ á hráolíutunnu í hefðbundnu vinnslunni. Ef þetta gengur eftir þá er þetta bara hrikabomba ekkert annað.

Bjössi (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband