FRAMTÍÐARLANDIÐ LIFIR, FRAMBOÐ ÁFRAM Á DAGSKRÁ

Fundur Framtíðarlandsins í kvöld fjallaði að mínu mati ekki um það hvort, heldur hvernig hægt væri að standa að nýju og fersku framboði umhverfisverndarfólks í kosningunum í vor. Líkurnar á slíku framboði hafa ekki minnkað heldur jafnvel vaxið.

Mér fannst óþarfi að sundra Framtíðarlandinu vegna málsins þegar hægt er að ná árangri á annan hátt, með algerlega óháðu og frjálsu framboði sem gæti meðal annars nýtt sér þá frábæru vinnu sem hópur fólks í Framtíðarlandinu hefur unnið vegna hugsanlegs framboðs og laðað til sín krafta fólks sem stendur utan Framtíðarlandsins en hefur sömu hugsjónir.

Nú liggur þetta fyrir og baráttuhugur þeirra sem vilja reyna að breikka fylkingu grænna frambjóðenda er mikill. Það verður vandaverk hvernig að því verður staðið því aðalatriðið í mínum huga er að þegar talið verði upp úr kjörkössunum í vor fjölgi grænum þingmönnum en fækki ekki.

Fundurinn var öllum til sóma og til fyrirmyndar hvernig að þessu var staðið. Ef einhverjir hafa afskrifað grænt framboð rétt hægra megin við miðjuna vegna fundarins þá held ég að það sé mikill misskilningur. Áfram grænir, hvar sem þið eruð í pólitíska litrófinu!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Með fyllstu virðingu fyrir þinum sjónarmiðum þá skal ég lofa þér því að sérframboð um þessi mál án undirbyggingar af öðrum toga í viðara samhengi skilar ekki tilkostnaði.

Til okkar í Frjálslynda flokknum flykkist fólk þótt nokkrir hafi horfið með Margréti og mér best vitanlega ert þú velkominn eins og allir aðrir.

Sjálf tel ég lífríki sjávar og umgengni á fiskimiðum sem matarforðabúri þjóða í framtíðinni ofar baráttu gegn vatnsaflsvirkjunum, þótt magn og umfang slíkra framkvæmda sé eðlilega eitthvað sem skoða þarf hverju sinni.

Því til viðbótar sjálfbært samfélag frá a til ö í formi aðferða við landbúnað , við sjávarútveg, við skipulag samgangna , við atvinnustefnumótun alla er það sem koma skal.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.2.2007 kl. 01:46

2 identicon

Þótt það hljómi furðulega þá er ég að mörgu leiti hlyntari framboði ykkar vegna efnahagshugmyndanna sem Jón Baldvin lagði fram í Silfri Egils um daginn, fyrir mér er umhverfisstefnan bara mjög góður bónus á gáfulega stefnu í efnahagsmálum.

Atli (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 01:57

3 identicon

Frjálslyndi flokkurinn er dauður. Jarðarförin verður auglýst síðar.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 08:43

4 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Þarf þetta ekki að fara að koma úr kafinu og upp á borð? Maður er spenntur að sjá hverju fram vindur.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 8.2.2007 kl. 11:20

5 identicon

Sjálfur var ég á fundi Framtíðarlandsins í gær og verð að segja að ég veðraðist allur upp við þær stórskemmtilegu umræður sem þar fóru fram. Ég var sérstaklega ánægður með að sjá raunverulegar lýðræðisumræður um þarft málefni.

Framtíðarlandið hefur komið af stað umræðu sem ég vona að fæði af sér stjórnmálaafl sem er raunverulegur kostur fyrir umhverfissinnaðan og hógværan hægrimann eins og sjálfan mig. Vonandi verður þetta allt saman til þess að ég þurfi ekki að skila inn auðu í vor. Áfram blágrænt framboð.

Arnar Fells (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:37

6 identicon

því megum við ekki nýta okkar auðlind, maður fer að vona að það finnist eitthvað ljótt landslag þar sem rennur vatn svo við getum nýtt það til raforkuframleiðslu. og ef ekki má nýta auðlindir okkar verður landið okkar varla framtíðarlandið, eftir nokkur ár verður ferðamennska mesta umhverfisspjöll. þoturnar skilja eftir mikla mengun eftir í háloftunum sem hvergi brotna niður

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 23:51

7 identicon

Flugvélar eyða hér minna eldsneyti en bílar og fiskiskip og erlendir ferðamenn ferðast hér yfirleitt um í rútum en ekki einn í hverjum fólksbíl. Við erum að nýta auðlindina með því að fá hingað erlenda ferðamenn og það er hægt að gera það á skipulagðan hátt. Evrópusambandið ætlar að setja mengunarkvóta á allt flug til og frá Evrópu. Kvaðir og kvótar verða settir á alla flugstarfsemi innan Evrópu vegna loftmengunar. Frá og með árinu 2011 verður mengunargjald sett á allt flug til og frá evrópskum flugvöllum. Erlend flugfélög utan ESB eiga með sama hætti að greiða gjaldið. Búist er við að það verði að meðaltali um 25 pund á hvern farþega í flugi yfir Atlantshafið en færi eftir því hvað hvert flugfélag þarf að kaupa af aukamengunarkvóta.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:36

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jú vissulega má fara að hrista svolítið upp í þessu

G.Helga Ingadóttir, 9.2.2007 kl. 09:39

9 identicon

Fortunately many people understand that:

1) Icelandic right-wing parties do not want a strong
knowledge-based businesses in Iceland (they have been leading
the country for decades, they could follow the Irish strategy,
but they preferred and still prefere large-heavy industry)

2) Icelandic right-wing parties do not want diversification of
medium-small hi-tech businesses in Iceland (they preferred and
still prefere large-heavy industry). The policy produced by the
government, in fact produced many Icelandic company to move
away from Iceland.

3) Icelandic right-wing parties do not plan to internalise
social and environmental costs. They promote economic and
environmental policies based on one criterium only: short-term
economic profits.

4) Icelandic right-wing parties do not attract highly qualified
workers, but rather low-wage workers, which are first exploited
(payed below the minimum wage), and seen as a "social problem"
as soon as they finish to build Kárahnjúkavirkjun.

5) Every economist in the world knows that a sustainable,
long-lasting and environmental-friendly economy, needs a strong
policy of conservation of natural resources. This necessary
policy clashes with the policy of blind and greedy exploitation
of natural resources which Icelandic right-wing parties are
still insisting on, and will insist on.

6) Icelandic right-wing parties are against any necessary state
interventions in issues which can benefit the environment and
the Icelandic community, such as a strong subsidy of public
transport (which, in order to be competitive with private
transport needs to double its services - double the routes and
frequencies, and to reduce the fares). This can be done by
investing in public transport 5 kronur per liter of fuel used
in private transport.

7) Icelandic right-wing parties basically take political
decisions focusing mainly on the benefits of big oil and energy
companies, construction companies, heavy industry companies, in
spite of the real benefits of the Icelandic community, which
lives today in a situation of high inflation, low currency
value, and foreign debts which has reached 100% of the
Icelandic GDP, caused specifically by this type of policy.

8) Icelandic right-wing parties are somehow oblidged by foreign
financial institutions, through Landsvirkjun (not everyone
knows that Landsvirkjun works first of all for the World Bank
and IMF), to carry out big projects, whether they are necessary
or not, so the Icelandic foreign debts would never be reduced,
rather increased even more.

How can we trust a "right-oriented" Framtíðarlandið (which do not even
openly objects the enlargment of Strausmvík) in facing strongly
the above mentionned policy issues?
People understand that the only solution to have a
better future in Iceland is not to have a right-wing goverment.

foreigner living in iceland who cares (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:09

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Seigðu mér er grænir þingmenn ekki Framsóknar menn.

Leifur Þorsteinsson, 9.2.2007 kl. 12:15

11 identicon

Framsókn með sitt græna merki setur 19 milljarða í vegarollurnar, sem vinna hratt og örugglega að því að stækka rofabörðin, og nú er hún græn af öfund út í Vinstri græna.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:50

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef ég væri ósammála flestu sem kemur fram í málflutningi Framtíðarlandsins og vildi veg ykkar sem minnstan...þá hvetti ég ykkur til að bjóða fram til Alþingis. Ég hvet ykkur til að bjóða fram til Alþingis

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband