Ég féll fyrir Winter Wonderlandi Dollýjar.

Bandarísk sveitatónlist og bandarísk sveitatónlist geta veriđ tveir ólíkir hlutir. Ţegar Kanaútvarpiđ byrjađi ađ senda út 1951 fór mađur ađ heyra ţessa tónlist í fyrsta sinn ađ einhverju marki.

Mér fannst hún í fyrstu ekki merkileg og afar flatneskjuleg og alltof mikiđ spilađ af henni.  Fram ađ ţví hafđi ađeins eitt og eitt lag úr ţessari átt heyrst í íslensku útvarpi, og ţá helst ef stórsöngvarar eins og Bing Crosby fluttu kántrílög. 

Lagiđ "Don´t fence me in" varđ líkast til fyrst slíkar laga til ađ ná vinsćldum hér og um svipađ leyti mátti heyra "Back in the saddle again" sem ég hef reyndar ekki heyrt aftur í meira en sextíu ár. 

Lagiđ "Tenessee walts" er líka minnsstćtt frá bernskuárunum. 

En međ Kanaútvarpinu voru allar flóđgáttir opnađar og smám saman fór mađur ađ heyra nokkur gersemislög, sem sýndu, ađ góđ tónlist ţarf ekki ađ vera bundin viđ tónlistarstefnur. 

Ţegar ég heyrđi fyrst góđa útgáfu af laginu "O, lonesom me" greip ţađ mig afar vel og ţetta varđ fyrsti alvöru kántrísmellurinn sem náđi í gegn hér á landi. 

Dolly Parton leiđ í raun og veru fyrir vöxt sinn og útlit sem listamađur, ţví ađ ég lét lengi vel blekkjast af ţví og hafđi lítiđ álit á henni vegna ţessara fordóma minna. 

En ţegar ég heyrđi hana fyrst blanda saman laginu "Winter wonderland og öđru jólalagi, sem ég man ekki hvađ heitir, opnađist alveg ný sýn hjá mér á hana sem listamann. 

Hvílík gargandi snilld einfaldleikans, hinnar ómótstćđilegu blöndu af barnslegri gleđi og kynţokka! 

Síđan ég heyrđi ţetta fyrst eru bara ekki komin jól nema ég fái ađ hlusta á ţennan söng Dollyjar og nú hlusta ég á ýmis lög í flutningin hennar á annan hátt en áđur og átta mig á ţví ađ hún hefur margt gert stórvel. 

Á mörgum ferđum í bíl um vesturríki Bandaríkjanna gefst fćri á ađ velja úr mörgum útvarpsstöđvum, sem sérhćfa sig í ákveđnum tegundum tónlistar. 

Ţađ er alger unun ađ ferđast á ţennan hátt og geta valiđ á milli ţess ađ hlusta á besta kántrí í heimi, bestu bandarísku söngleikjatónlistina, bestu fifities- eđa sixtieslögin o. s. frv. 

Viđ slíka hlustun skilst manni ađ innan kántrítónlistar rúmast allur regnboginn í gćđum og sama er ađ segja um ađrar tegundir tónlistar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búandi á vinstri strönd Bandaríkjanna get ég alveg tekiđ undir ţetta međ ţér. Hins vegar má búast viđ á viđ fáum bágt fyrir ţessa skođun ţví ađ ţađ er grundvallarregla á Íslandi ađ kántrítónlist sé alls óferjandi og ţađ séu einungis feitir, heimskir og illa uppaldir suđurríkjamenn sem hafa gaman af henni.

Erlendur (IP-tala skráđ) 24.8.2011 kl. 15:49

2 identicon

Ţiđ fáiđ ekki bágt frá mér, ég hlusta helst ekki a neitt annađ en kántrí,og tek undir međ Ómari ađ ţađ er dásamlegt ađ endalausar vegalengdir í miđ og vesturríkjunum međ góđa kántrístöđ til ađ stytta sér stundir.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 24.8.2011 kl. 18:55

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég hlusta á báđar tegundir tónlistar, country og western.

Pétur Kristinsson, 24.8.2011 kl. 21:33

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég játa reyndar ađ ég myndi ekki hafa enst til ađ aka alla ţessa tugţúsundir kílómetra međ kántrítónlistan eingöngu í eyrunum, en ţá var bara ađ svissa yfir á ţađ besta af öllum hinum tónlistarstefnunum, jafnvel ţá klassísku og ţá "latnesku."

Ómar Ragnarsson, 24.8.2011 kl. 21:55

5 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Öll músikk er góđ, svo lengi einhver nennir ađ hlusta.

Halldór Egill Guđnason, 25.8.2011 kl. 04:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband