Þræðir hagsmunanna fléttast og dreifast víða.

Engum þarf að koma á óvart þótt leyniþjónustur Bandaríkjamanna og Breta hafi átt í samvinnu við hina illræmdu leyniþjónustu Gaddafis, sem var ein af undirstöðum harðstjórnar hans.

Þegar valda- eða fjármállegir hagsmunir eru annars vegar sýnir reynslan að ekkert þarf að vera heilagt ef svo ber undir. 

Þannig höfðu vopnaframleiðendur beggja vegna víglínunnar samvinnu og viðskipti í Fyrri heimsstyrjöldinni og sama var uppi á teningnum í þeirri síðari.  Svo seint sem 1943, þegar Bandaríkjamenn höfðu verið í stríði við nasista í meira en ár, átti GM viðskipti við Þjóðverja sem báðir aðilar högnuðust á.

Gaddafi og Chausescu í Rúmeníu áttu það sameiginlegt að fara eins langt og þeir þorðu út á gráa svæðið í heimsstjórnmálunum til þess eins að halda völdum sínum, og þá var ekkert heilagt, hvorki hjá þeim né viðsemjendum þeirra.
mbl.is Náin samskipti við CIA og MI-6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá krydd í þetta:

Yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar, Abwehr, Wilhelm Canaris að nafni, snérist gegn Hitler svo snemma sem 1939. Það komst upp um eitthvað af hans bralli 1945, og var hann hengdur af nasistum rétt við vestur-víglínuna 1945. Ennþá er skjalaleynd yfir hans málum, - mig minnir að hún sé 75 ár!

Og talandi um vopnaframleiðendur, þá má nefna Svía í seinna stríði. Bofors......

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband