Kílómetrar og mínútur.

Mörg athyglisverð dæmi má nefna varðandi hraða og tíma. Til dæmis kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær umtalaðar styttingar á hringveginum, að 16 kílómetra stytting með Vaðlaheiðargöngum styttir ökutímann minna heldur en 14 kílómetra stytting við Blönduós sem auk þess er hugsanlega allt að 7-10 sinnum ódýrari.

Ástæðan er sú að 70 km hámarkshraði verður í Vaðlaheiðargöngunum en 90 km hámarkshraði á hugsanlegri Húnavallaleið. 

Þar að auki myndi Húnavallaleið væntanlega verða lögð þannig framhjá hugsanlegum nýjum þjónustustað við innann landamerkja Blönduósbæjar við Fagranes í Langadal að ekki þyrfti að hægja á sér frekar en gert er þegar ekið er framhjá Staðarskála. 

Hins vegar er 50 kílómetra hámarkshraði á meira en kílómeters kafla á núverandi kafla hringvegarins þar sem hann liggur í gegnum Blönduós. 

Lagning hringvegarins á nýjum stað um land Blönduósbæjar er líklega hagkvæmasta vegaframkvæmd, sem nokkurn tíma hefur verið hægt að framkvæma á Íslandi.

En auðvitað lítur út fyrir það að aldrei verði hægt að hrinda því þjóðþrifaverki í verk !Gasp 

 


mbl.is Vilja lækka hámarkshraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála Ómar. Sorglegt að ekki megi gera veg um Húnavallaleið.          Blön-dósingar mega alveg kalla veginn í gegnum þorpið sitt, "þjóðveg 1" áfram. Algjörlega sársaukalaust af minni hálfu.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 16:09

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Ég er algerlega ósammála. Ég vil ekki fórna 900 manna byggð á Blönduósi fyrir nokkra km. Þetta er alger snarvitlaus hugmynd. Akureyringar eru ekki heldur nafli alheimsins. Blönduósingar meiga ekki við því að missa ferðamenn til sín. Það er margt mikilvægara í vegamálum en þessi leið. t.d. að laga vegina um sunnanverða Vestfirði. Held líka að Sveitarfélög í Húnavatnssýslu séu á móti þessarri hugmynd enda arfavitlaus.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 19.11.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Hörður Jónasson

ps. vildi láta ykkur vita að ég hef skrifað 2 greinar um þessi mál á bloggsíðu minni. www.hordurj.blog.is

Hörður Jónasson, 19.11.2011 kl. 17:13

4 identicon

Fyrst verið er að ræða aðkallandi vegaframkvæmdir, ætla ég að benda þér, Ómar, á 7 k. langan kafla hringvegarins í botni Berufjarðar sem er enn með malarslitlagi. Þú getur ekið hringinn í kring um Ísland á bundnu slitlagi, allan ..........nema þessa 7 kílómetra.

Ég skora á þig, sem og alla aðra góða menn að knýja á um að þarna komi varanlegur vegur hið allra fyrsta. Þarna er um að ræða grundvallarkröfu og átti ekki hringvegurinn að klárast árið 2000 ?

Ólafur Eggertsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 17:55

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú telur að líf þorpsins hangi á því að bílar bruni þarna í gegn en það er auðvitað regin firra. Þorpsbúar ofmeta gildi þjóðvegarins þarna í gegn. Þetta á að vera auðvelt að reikna út. Hefur það verið gert?

Vissulega mun vegasjoppan missa hluta viðskiptavina sinna sinna ef eigendur hennar bregðast ekki við breyttum aðstæðum. Þeir gera það auðvitað með því að færa sjoppuna að vegamótum þjóðvegar 1 og Húnavallaleiðar. Engin missir þá vinnuna og tekjutap Blönduóss verður ekkert.

Þetta er einhver tilfinningasemi í þorpsbúum. Þeir halda að þorpið gleymist landsmönnum ef þeir eru ekki neyddir til að þræða þennan þéttbýliskjarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 18:04

6 identicon

Hef ferðast víða um heimin í flestum löndum er aðalvegi lagðir framhjá þorpum og bæjum

Stebbi Gísla (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 18:26

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hringdi áðan í frænda minn sem býr á Blönduósi. Hann sagði mér að mun meira væri í húfi en ein vegasjoppa ef hringvegurinn færi ekki þarna í gegn. Að hans sögn hefur margskonar ferðaþjónusta verið byggð upp á staðnum, m.a. í vinsælu tjaldsvæði og um 20 sumarhús eru þarna til leigu og frekari uppbygging sé í burðarliðnum.

Maður spyr sig: Er þetta í hættu? Og kannski enn frekar: Þarf þetta að vera í hættu, ef Húnavallaleið verður að veruleika? Er þetta ekki bara ágætt verkefni fyrir markaðsfræðinga að skoða hvað sé til ráða?

Annað sem hann nefndi og kemur mér á óvart. Landsvæðið sem Húnavallaleið liggur um, er veðravíti og snjóþungt. Hann benti einnig á að mörg önnur verkefni í þjóðvegakerfi landsins ætti að vera mun framar í forgangsröðinni en Húnavallaleið.

Það er algjörlega réttmæt skoðun þó ekki séu allir sammála henni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 18:53

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Malbikum bara Kjalveg.  2 akreinar í hvora átt, með bili á milli eins og tíðkast í hinum siðmenntaða heimi.  Setjum lágmarkshraða á hann, og hvíldaraðstöðu á 15-20 km millibili.

Við getum ekki verið villimenn að eilífu, eða hvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2011 kl. 19:08

9 identicon

Alveg er ég sammála Gunnari þegar hann segir:

"Þú telur að líf þorpsins hangi á því að bílar bruni þarna í gegn en það er auðvitað regin firra"

 Þetta er marg-þvælt viðfangsefni, og til dæmis heitt loft í þessu á Selfossi, - þar er jú umræða um annað brúarstæði.

Maður hefur tekið bensínstopp á Blönduósi margoft, en erindið var öðru tilheyrandi. Mér finnst reyndar alltaf leiðinlegt að þurfa að troðast í gegnum kauptún til að komast eitthvað annað.

Svo eru til horsvelt kauptún eins og Hvammstangi, sem hlýtur að vera í köku vegna nokkurra km. fjarlægðar frá no 1? Ég held ekki.

Tjaldsvæðið á Blönduósi er svo almennt rómað. Hef heyrt af því.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 19:27

10 identicon

Það ævri þjóðþrifamál ef þessi vegur fengi að bíða næstu tuttugu árin. Ástæðan er einföld. Fleiri og brýnni verkefni þarf að vinna á þjóðveginum til Akureyrar og víðar. Nefna má til dæmis veginn á Holtavörðuheiði. Það væri þjóðþrifamál ef fengist að færa hann af háheiðinni og vestur fyrir vötnin þar sem er snjóléttara og minni hætta á ísingu en uppi. Þetta færst hins vegar aldrei rætt.

Annað má nefna og það er að gera veginn ökufæran, slétta hann út og fækka stórhættulegum beygjum. Hann þarf nauðsynlega að vera tvíbreiður eða að minnsta kosti þannig á kafla. ónefndar eru nauðsynlegar lagfæringar og breytingar á þjóðvegi nr. 1 um allt land sem og vegir á Vestfjörðum.

Að bera saman Vaðalaheiðargöng við mýrarveginn norðan við Húnavelli er ekki skynsamlegt. Göngin eru gríðarlegt hagsmunamál fyrir ferðaþjónustu og íbúa á Akureyri og þar fyrir austan. Mýrargatan er bara lúxus sem skiptir ekki nokkru máli.

Fleiri atvinnugreinar en ferðaþjónustan á Blönduósi skiptir það máli að þjóðvegurinn breytist ekki. Nefna má matvöruverslun og fleiri fyrirtæki sem á sinn þátt í að gera byggðina í Austur- Húnavatnssýslu lífvænlega. Eigendur þessara fyrirtækja vita að veltuminnkun vegna fækkunnar ferðamanna kann að hafa þær afleiðingar að draga þurfi úr þjónustu. Þá eru dómínóáhrifin skammt undan.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 20:22

11 Smámynd: Landfari

Ómar, Blönduósstyttingin gæti kostað 1/7 eða tíundapart af Vaðlaheiðargöngunum en hún getur aldrei verið 7-10 sinnum ódýrari.

Landfari, 19.11.2011 kl. 22:14

12 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ólafur Eggertsson (athugasemd no. 4): Það er ekki rétt hjá þér að þú getir keyrt hringinn í kringum Ísland á malbiki fyrir utan 7 kílómetra í botni Berufjarðar. Mér vitandi er Vestfjarðarkjálkinn að stórum hluta ómalbikaður, og ófær reyndar meira en hálft árið ef út í það er farið. En sumum hentar nú að hafa það sem hljómar betur.

Sigríður Jósefsdóttir, 20.11.2011 kl. 00:39

13 identicon

Menn verða að fara að horfast í augu við það að byggðin milli Vaðlaheiðar og Holtavörðuheiðar er deyjandi, hvað sem vegum líður. Þessvegna þarf að stytta leiðina milli Akureyrar og Suðurlands eins og hægt er. Það er kominn ágætu vegur núna upp fyrir Hrauneyjar og Sprengisandsleiðin er mjög þægileg til vegagerðar, efnið allt til í vegstæðinu og ekkert sérstaklega margar brýr sem þarf að byggja. Jú, það yrðu efalítið 2 - 5 dagar á ári, sem vegurinn yrði ófær, en sama má segja um Holtavörðuheiðina, Línakradalinn, Langadalinn, Vatnsskarðið og Öxnadalsheiðina, sem menn þurfa þræða á leiðinni um þessar tilvonandi eyðibyggðir. Best væri auðvitað varðandi veg um Sprengisandsleið að gera jarðgöng sunnan frá Fjórðungakvísl og koma út innst í Eyjafjarðardalnum, en það má líklega ekki minnast á jarðgöng eins og nú er komið málum.

Dagfari (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 07:07

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Dagfari, Væri kjalvegurinn uppbygður vegur með bundnu slitlagi núna þá væri hann illfær í dag. Fyrir tveim vikum voru(/hefðu) um 150 km verið ófærir og 100 illfærir. Þarna á milli blönduvirkunn og gullfoss er enginn bóndabær, ekkert þorp ekkert hús og aðeins einn slysavarðsskáli, ef þarna gerir óveður í júní eða júlí að þá ertu með 200 km sem er vonlítið að sækja fólk og enn erfiðara ef byggðirnar sem eiga að sækja yarisanna eru "deyjandi". Í vor varð ekki fært yfir kjöl fyrr en í Júlí. Þarna eru allt önnur veðrakerfi en niðri á lálendinu. Í góðu árferði yrði kjölur fær 150 daga max. Annað, "Menn verða að fara að horfast í augu við það að byggðin milli Vaðlaheiðar og Holtavörðuheiðar er deyjandi," er eyjafjörður ekki þarna á milli? Hver er þá tilgangurinn á bak við það að tengja Akureyri við Reykjavík? Einnig, í hvaða fjall ætlar þú að gera göng hjá Fjórðungakvísl?(Fjórðungakvísl er á milli Hofsjölulls, tungnafellsjökull og fjórðungsöldu).

 Landfari og ómar, áætlaður kosnaður við Húnavallaleið(skv fundi sem vegargerðin hélt á Blönduósi vorið 2010 og haustið 2010) þá er kosnaður við húnavallaleið 3.2 miljarðar og því 1/3 af vaðlaheiðagöngum. Það mætti bora tvenn stutt göng fyrir vestan fyrir þennan pening. Könnun sem vegagerðin lét framkvæma í haust gaf til kynna að 80% af umferðinni sem fer þarna um(húnavallarleið) er heimamenn eða á leiðinni á sauðárkrók og geta því ekki nýtt þessar vegsamgöngur. Auk þess á að taka veg sem er að mestu beinn og setja 4 90° vinkla á veginn. Við þetta dettur enginn slysagildra út né heldur hættulegur kafli því norðurlandsvegurinn(Blönduós) hefur hættustuðulinn 0.3 en meðaltalið er 1. Vegkaflinn frá þeim punti þar sem húnavssleið byrjar og þar sem hún endar(þ.a.s. núverandi leið um Blönduós hefur hættustuðulin  0.1en langidalurinn eftir hvamm(þar sem húnavatnsleið kemur inn á) hefur stuðullinn 3.Frá því þegar Leið ehf hóf að berjast (aftur) fyrir þessari leið 2009 hefur ekkert banaslys né alvarlegt slys orði á kaflanum sem sem dettur út. Öll banaslysin hafa skeð sit hvoru megnn við en það hefur hinsvegar gerst á svínavatnsleið. Þetta er ekki í fyrsta né annað sinn sem menn reyna að fá þessa leið í gegn. Alltaf stoppar veðrið þarna uppi draumóramenn sem vilja þessa leið í gegn. Þar fyrir utan, hvernig ætlar vegagerðin að fjármagna þessa veglangingu, þau svör hafa altaf borist að sunnan að ekki sé til fjármagn til að halda vegum þessarar sýslu við, hvað þá það sem á við að bætast

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.11.2011 kl. 10:47

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt Húnavallaleið verði að veruleika hafa Blönduósingar eftir sem áður rúmlega þriggja kílómetra kafla nýs hringvegar innan sinna bæjarmarka og geta raðað á hann vegasjoppum og hvers kyns þjónustu.

Ef menn á annað borð hafa áhuga á það skoða söfn eða nýta sér útivistarsvæði á Blönduósi þekki ég ekki þá ferðamenn sem eru að slappa af, sem láta sjö mínútna akstur frá Stóru-Giljá aftra sér til að fara þangað.

Þeir sem eru á leið til Sauðárkróks og Siglufjarðar munu eftir sem áður aka þar í gegn.

Það er alrangt að veður séu verri á Húnavallaleið en á núverandi hringvegi yzt í Langadal.

Þetta er þveröfugt; vegarkaflinn yst í Langadal annars verst kaflinn á Norðurleiðinni, næst á eftir Öxnadalsheiði.

Ég kannast við sönginn um að "fórna 900 manna byggð."

Hann var líka sunginn þegar brúin yfir Ytri-Rangá var færð suður fyrir þorpið fyrir tæpri hálfri öld og látin liggja yfir ána "í óbyggð."

Áður hafði maður orðið að hægja á sér til að fara yfir hina gömlu og mjóu brú og aka löturhægt um krókaleið í gegnum þorpið.

Því var haldið fram að með því að gera ökumönnum kleift að bruna á fullum hraða yfir ána án þess að svo miki sem sjá Helluþorp myndi það leggjast í eyði.

Í dag er komin byggð í kringum nýju brúna og meira að segja hringtorg þar. Líkast tl miklu meiri tekjur af þjónustu við vegfarendur en var í gamla daga.

Hellubúar fengu opinberan stuðning til að aðlaga sig að nýjum aðstæðum, sem var að vísu umdeilt en mér fannst sjálfsagt mál, því að sá stuðningur var aðeins brot af þeim mikla þjóðfélagslega hagnaði að skapa greiða og styttri leið.

Ef menn reiknuðu út þann mikla hagnað sem yrði af Húnavallaleið yrðu fróðlegt að sjá hve stór sú upphæð gæti orðið, sem hægt yrði að nota til að auðvelda Blöndósingum uppbyggingu í tengslum við nýrri og betri samgöngur í svipuðum dúr og gert var við Hellu á sínum tíma.

Ég hef heyrt það sjónarmið að enginn Blöndósingur myndi fást til að vinna á nýjum þjónustustöðum í Langadal af því að það yrði svo langt í vinnuna.

Langt í vinnuna! Tíu mínútna akstur, mun styttri tími en tugþúsundir fólks á höfuðborgarsvæðinu sættir sig vel við.

Ómar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 11:16

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ómar Ragnasson, "Það er alrangt að veður séu verri á Húnavallaleið en á núverandi hringvegi yzt í Langadal." Ertu alveg viss um að þú hafir verið hér þegar veður er vont. Þar fyrir utan, hvernig ætlar þú að rétlaæta 3.2 milæjarða kosnað? Það er ekki til peningar til að halda núverandi vegu við, hvað þá að bæta við nokkrum kílómeturm til viðbótar sem munu kosta meira í viðhaldi á hverju ári en bæði austur og verstursílurnar þurfa í viðhald á sínum? Mig langar að fá svarið við því.

Með arðsemina, þá reka háskólæanemar í fjölmiðlafræði HA blað, (veist þú hvað það heitir, er það ekki?), en þeir hafa verið duglegir að fjalla um þennan veg."

Starfsmenn flutningafyrirtækja hafa efasemdir um að vöruverð muni lækka þar sem olíueyðsla muni ekki minnka vegna hæðabreytinga á veginum. Ef gert er ráð fyrir að enginn sparnaður fengist vegna vöruflutninga, hvernig lítur þá leiðin út fyrir aðra ferðalanga?

Stytting leiðarinnar eru um það bil 14 kílómetrar. Nýji vegurinn yrði sléttur, breiður og undir eftirliti lögreglunnar á Blönduósi, þannig að stytting ferðatímans yrði um það bil 7 mínútur."

Annað, þarna bætast við 4 90° vinklar sem þú svarar engu með. Ómar, þú kallar þig náttúruvendarsinna en ert samt fylgjandi þessum vegi, svínavatnsleið= minni náttúra og meira af vegum. Þú ert ekki náttúru unandi fyrir fimm aura, hvað þá nátúruvendarsinni.

Þessi vegur þjónar ekki heimamönnum, þvert á móti, þetta skerðir lífskjör bænda í sýslunni svo um munar. "...og geta raðað á hann vegasjoppum og hvers kyns þjónustu." og hver á að borga fyrir það. Það vill enginn heilvitamaður á norðvesturlandi fá umferðina þarna í gegn. Öll sveitarfélögin á svæðinu hafa mælst gegn þessu. Hvernig gengur framleiðslufyrirtækjum á hvammstanga eða skagaströnd VS Blönduósi? Á Blönduósi eru hin ýmsu framleiðslufyrtækjum og í þeim geira eru hundruðir starfa sem mynda bakbein svæðisinns í atvinnumálum. Hvað eru mörg framleiðslufyrirtæki á skagaströnd(11 km) eða hvammstanga(4km)?Plastpokafyrtækið pálm fór í þrot  þar sem þeir gátu ekki komið vörum sínum á markað og manstu eftir eyrnapinnafyrirtækinu? Þeir komu pinnunum ekki suður, hvað þá til útlanda. Á Blönduósi stoppa tugir bíla sem taka vörur héðan og hingað.

2009 átti að setja upp digital mæli á loftpressuna upp á N1 en var sett í bið vegna m.a. leið EHF. Mælirinn lá í geymslu þar til Ögmundur Jónason sagði að ekkert yrði úr þessum vegi. 

"Langt í vinnuna! Tíu mínútna akstur, mun styttri tími en tugþúsundir fólks á höfuðborgarsvæðinu sættir sig vel við." Gott hjá þér að gera lítið úr fólki að ástæðulausu, sínir bara hvernig mann þú hefur að geyma Ómar

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.11.2011 kl. 17:38

17 identicon

„Annað, þarna bætast við 4 90° vinklar sem þú svarar engu með.“

Ágæti Brynjar!  Hefurðu ekið nýlega hannaðan veg?  Sé svo, þá veistu vitaskuld að á vegum úti tíðkast ekki lengur, og hefur ekki í nokkra áratugi, að hafa vinkilbeygjur.  Allir nútímavegir  eru hannaðir með 90 km hraða í huga, þeas. að þá má aka á hámarkshraða án þess að nokkur hluti vegarins eigi að verða hættulegri en annar.

Og hvernig gerir það annars lítið úr fólki að benda á að það þyki ekki mikið að vera 10 mínútur að aka til vinnu?  Og hvort sláturhúsið er nú aftur stærra, á Hvammstanga eða Blönduósi?  Og á hvorum staðnum er aftur meiri fiskvinnsla?  Og heldurðu að flutningabílarnir af Króknum hætti að fara um Blönduós ef nýr vegur yrði lagður?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 19:02

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Þorvaldi S

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 20:42

19 identicon

Hvað snertir fiskvinnsluna var meiningin að bera saman Skagaströnd og Blönduós en ekki Hvammstanga og Bl.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:24

20 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þorvaldur S. "Hefurðu ekið nýlega hannaðan veg?  Sé svo, þá veistu vitaskuld að á vegum úti tíðkast ekki lengur, og hefur ekki í nokkra áratugi," Ef það tíðkast ekki lengur hlýtur þessi vegur að vera draumsýn því þarna koma tveir vinklar við hvamm og tveir við stóru giljá(á báðum stöðum verður einn fyrir þá sem fara á blönduós og einn fyrir þá sem halda svínvetningabrautina. Ég fann ekki teikningarnar af hinni nýju veglagningu en þær hef ég séð á opnum íbúafundi með vegagerðinni.).

SAH afurðir slátruðu 106.000 fjár á meðan SKHV slátraði um 80.000 og voru viku lengur.

 "Og á hvorum staðnum er aftur meiri fiskvinnsla?"Á Blönduósi byggðist upp hvalveiðar og voru stundaðar í atvinnuskini frá 1740-1986. eftir 1990 kom særúr(rækjuvinnsla) en það er rúmur áratugur síðan það lagðist af. Á skagaströnd er svo til engin útgerð, nokkrir bátar en ekkert miðað við fyrir 5-6 árum en það var allt flutt á krókinn enda koma Skagstrendingar nú á Blönduós og sauðárkrók að vinna að megninu til. Eftir hverju ertu að fiska? Við hér treystum ekki lengur Ríkinu, allt sem það hefur gefið hefur það tekið til baka ári seinna.

"Og heldurðu að flutningabílarnir af Króknum hætti að fara um Blönduós ef nýr vegur yrði lagður?" Það dettu ekki nokkrum manni í hug að ræna farþegaflugvélum og flúa á skíjaklúfra né heldur að reka bankanna í þessu landi þannig að þeir gætu hrunið en gerist samt. Hvoru tveggja fannst mér ólíklegt að gæti gerst. Hér á blönduósi þrífst Iðnaður en samskonar fyrirtæki gerðu það ekki á skagaströnd eða hvammstanga

"Og hvernig gerir það annars lítið úr fólki að benda á að það þyki ekki mikið að vera 10 mínútur að aka til vinnu?" Ég man ekki eftir að hafa sagt að enginn nennti að keyra 10 mínútur, hinsvegar hefur fólk sagt af hverju viðkomandi legi að leggja á sig 10 en hver heldurðu að komi til með að borga fyrir þennan veg? Tökum lauslega á umræðuni í þjóðfélaginu með héðinsfjaragöng eða bolungurvíkurgöng, þessar framkvæmd(svínvetningarbraut) á eftir að valda skaða á samfélaginu og við þurfum að boga fyrir það og í þokkabót mun þetta ekki þjóna okkur. Eins og ef siglfyrðingar fengu göng frá skagafyrði yfir í eyjafjörð sem kæmi ekki nálagt siglufyrði og yrði refsað fyrir það. Reyndin er akkúrat þver öfug, þeir fengu göng til ólafsfjarðar og okkur blönduósingum er refsað fyrir það með því að færa tröllaskagaleið aftur um 50 ár. Þegar farið var að berjast fyrir tröllaskagaleið fyrir akureyringa kom vaðlaheiargöng inn en þaðmun (samkvæmt vegagerðinn á Íbúafundi haustið 2010) stytta Reykjarvík-akureyri um 55-80 km(eftir hvaða leið er farinn, 40 en kostar 10-15 miljarða.Eftir 40 ár þegar farið verur í það, hver var þá tilgangurinn með svínvetningabraut og þeim 3.2 miljörðum sem þar fóru?

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.11.2011 kl. 07:04

21 identicon

Heimsmynd Blönduósinga er sérstök.

Í Mývatnssveit láta heimamenn sig dreyma um nýjan þjóðveg 1, norðan Vindbelgjar og austan flugvallar og þéttbýlis.

Þar telja menn einfaldlega að mannlíf og ferðaþjónusta þrífist betur án trukkaumferðar og gegnumstreymis þeirra sem eru ekki á höttunum eftir ferðaþjónustu.

Sennilega snýst þetta um sjálfstraust. Mývetningarnir vita að þar í sveit er ein merkasta náttúra landsins og sveitin er eftirsóttur áfangastaður. Blönduósingar virðast hinsvegar telja að þangað leggi enginn leið sína ótilneyddur...

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 08:25

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Brynjar, innlegg þitt er illskiljanlegt, þú ættir ekki að flýta þér svona mikið.

Sigurður Sunnanvindur, góður punktur

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband