Værum við enn í svart-hvítu ?

Það, að sjónvarpsútsendingar náist ekki á 80 sveitabæjum leiðir hugann að því þegar ákveðið var að fara úr svart-hvítri dagskrárgerð og fréttamyndum í litasjónvarp fyrir um 35 árum.

Þetta vakti mótmæli margra, sem töldu að hér væri röng forgangsröðun viðhöfð, - fyrst ætti að klára að koma útsendingum sjónvarpsins til allra sveitabæja á landinu áður en farið væri út í litvæðinguna.

Einnig heyrðust þau rök að litasjónvarp gerði fólk afkáralega rautt og fjólublátt í framan.

Hið síðarnefnda byggðist á misskilningi varðandi litasamsetninguna, því að alþingismaðurinn, sem hélt þessu fram, miðaði við sjónvarpssendingar í Bandaríkjunum í upphafi sjónvarps þar, en ekki við litasamsetninguna í PAL-kerfinu, sem við þekkjum vel að er í góðu lagi. 

Í byrjun notuðu Bandaríkjamenn hárrauðan lit sem einn af þremur grunnlitum útsendingarinnar en í PAL-kerfinu er rauði grunnliturinn heldur ljósari af því að það gefur betri möguleika á að ná fram réttum húðlit fólks þótt hann geti gert erfitt að skila hárrauðum lit í örfáum tilfellum. 

Gaman er að spila aftur rökræðurnar um þetta í Kastljósi á sínum tíma. Þá kom fram hjá framkvæmdastjóra Sjónvarpsins að svo firna dýrt yrði að setja upp sendistöðvar sem næðu öllum sveitabæjunum að það væri ekki raunhæft. 

Sú spurning vaknar því hvort við værum ennþá með svart-hvítar útsendingar ef kröfum þeirra hefði verið sinnt, sem ekki vildu litasjónvarp fyrr en sjónvarpssendingum á alla sveitabæi landsins.

Það hefur nefnilega ekki tekst enn. 

Hitt hlýtur að vera sanngirnismál að þeir, sem eiga lögheimili og búa á þessum 80 sveitabæjum sleppi við að borga fyrir þjónustu sem þeir geta sannanlega ekki fengið. 

 


mbl.is Um 80 sveitabæir ekki með RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Sammála þér að þeir sem ekki ná RÚV-inu banka-mafíurænda, eiga samkvæmt réttlætinu og sanngirninni ekki að borga fyrir það.  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.12.2011 kl. 18:34

2 identicon

Hreint fáránlegt að fólk skuli þurfa að borga afnotagjald af þjónustu sem stendur því ekki til boðs.

Þetta er mál sem þarf að leysa með forgangshraða og þá meina ég að sjálfsögðu að endurgreiða  þarf greiðslur fyrir þjónustu sem ekki var veitt.

Agla (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 19:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg mundi halda að etta væru fleiri bæir. Fer ´þó eftir skilgreiningu. Hvenær nær maður útsendingu RUV og hvenær nær maður ekki útsendingu RUV. það er að segja að það er hægt að ná henni nokkurnveginn - en enganvegin skýrt.

Eg er fæddur og uppalinn í sveit og það minnistæðasta í sónvarpinu í æsku var snjókoman. Á stórum tímabilum náðist ekkert sjónvarp. Jú jú, rétt mótaði fyrir einhverjum útlínum stundum í gegnum snjókomuna.

Mér finnst lélegt að íslenska ríki að hafa aldrei komið almennilegum sjónvapsendingum um allt landið. Eg veit dæmi þar sem stöð 2, þegar hún fór að senda út, náðist miklu betur en RUV.

Ennfremur í dag, úr því sem komið er, á ríkið að sjá til þess að háhraða internet náist um allt land. Fá styrk frá EU til þess ef annað duar ekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2011 kl. 23:08

4 identicon

Er ekki ein af réttmætingunum fyrir skattstuðningi RUV að það sé öryggisatriði vegna mögulegra hamfara.

Í Suðurlandsskjálftunum 2000 voru það aðrar útvarpsstöðvar sem vöktu landann. RUV var upptekið við útsendingu á fótboltaleik ef ég man rétt. Alla vega það rétt að það leið þó nokkur stund þar til útvarp allra landsmanna kom sér inn með fréttir allra síðast í halarófunni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 08:38

5 identicon

Það sem mér er minnistæðast um RÚV, er að mest af útsendingunum var ótímabært og gersamlega ónýtt rusl.  Fréttir, Ómar, Halli og Laddi, Spaugstofan ... jú, vissulega var eitthvað að horfa á.  Það má þó segja að sjónvarpið á Íslandi er skömminni skárra en sjónvarpið í Danmörku og Noregi, að eilítið skárra en ruslið í Svíþjóð.

Mikið andsk. eru Norrænt fólk leiðinlegt annars ... ef dæma má af sjónvarpsútsendinunum.

Ég vil sjá "Túttí Frúttí"

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 08:57

6 identicon

Fréttir: allstaðar.

Ómar: á sér ekki hliðstæðu.

Halli & Laddi: Snillingar.

Spaugstofan: Ekki lengur hjá RUV, en tímalaus snilld.

Og sjónvarpið í Svíþjóð, - skelfilegt ef maður hugsar t.a.m. til efnahagsástands og mannfjölda. Bjó aðeins í Svíþjóð, og það fyrsta sem maður gat verið viss um var að á Kanal 1 & 2 var ekki á fengsæl mið að róa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 14:56

7 identicon

Ríkið á að sjá sóma sinn og gef þessu fólki gerfihnattadiska og mótakara til að  ná rúv það er framtíðin hvort sem er

gaui (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband