Oft er ekki allt sem sýnist.

Þótt við lifum á öld internetsins, facebook og stórkostlegra framfara í fjarskiptum og samskiptum, fer því fjarri að allt sé sem sýnist.

Öflugir valdahópar víða um lönd og einvaldar og harðstjórar í einstökum ríkjum nota öll brögð til að þess að hagræða fjölmiðlun, veitingu upplýsinga og miðlun mismunandi sjónarmiða eftir því sem þeim hentar.

Um allan heim er að vísu vitneskja um hið raunverulega ástandi í Norður-Kóreu, - en á hinn bóginn fá 23 milljónir landsmanna þess lands lítið að vita um annað en að allir verði társtokknir næstu ellefu daga sem þjóðarsorgin skal ríkja þar vegna fráfalls hins mikla leiðtoga og mannvinar, Kim Jong-il.

Vísa í því efni í næsta bloggpistil minn á undan þessum þar sem þess er minnst, að einhver grimmasti harðstjóri sögunnar var mærður við andlátið sem stórmenni sem "var elskaður og dáður meira en flestir menn í mannkynssögunni..." og "...mat manngildið ofar öllu öðru". 

Í Rússlandi er nýlega búið að ryðja úr vegi einum af helstu upplýsingamiðlum í hópi blaðamanna þar í landi, og í okkar vestrænu upplýsingasamfélögumgeta valdhafar, ráðamenn og stórfyrirtæki oft á tíðum haft mikil áhrif á fjölmiðla. 

Þess vegna er svo brýn þörf á aðhaldi óháðra fjölmiðla. Hún hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir alla samskiptatæknina.

Þess vegna er starfsemi uppljóstrara, allt frá Washington Post á tímum Watergate málsins til Wikileaks í dag svo mikilvæg. 

Uppdiktaðar ástæður fyrir Írakstríðinu á sínum tíma voru dæmi um hagræðingu og tilbúning staðreynda sem valdhafar komust upp með og verða víti til varnaðar. 


mbl.is Kim Jong-il látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband