Mesti framúrakstur í heimi.

Hvern hefði órað fyrir því fyrir 20 árum að stærsti markaður fyrir bíla í heiminum yrði í Kína? 

Hver hefði getað séð það fyrir miklu fleiri Buick bílar yrðu framleiddir þar en í heimalandi þess eðalmerkis, í Ameríku? 

Kínverjar bruna nú fram úr helstu efnahagsveldum Vesturlanda, - að hluta til með stórfelldari vexti bílaframleiðslu en sagan kann frá að greina. Þetta er mesti framúrakstur í heimi í bókstaflegri merkingu.

Uppgangurinn í Kína er reyndar ein helsta ógnunin við ástandið í heimsmálunum til lengri tíma litið. 

Neysluæði Vesturlandabúa hefur valdið því að á næstu áratugum fer að ganga á helstu auðlindir og hráefni jarðarinnar auk of hraðrar og mikillar hlýnunar loftslags. 

Nú koma Kínverjar og gera þá sanngirniskröfu að þeir fái að taka þátt í rányrkjunni, - því annað væri mismunun, - og segja sem svo: Úr því að þið leyfðuð ykkur þetta, þá megum við líka. 


mbl.is Bílasala í Kína upp um 23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

70/23 er sá tími sem að "constant" þarf til tvöföldunar, - í þessu tilfelli bara ca 3 ár ef þessi tala stendur svo lengi.

Þannig að....þetta á eftir að falla. Ekki bölsýnisspá, ekki svartagallsraus, bara einföld stærðfræði.

Takið töluna 70 og deilið upp í hana stöðugri vaxtatölu, og þá er útkoman sú tímalengd í sömu einingu sem þarf til tvöföldunar. Bara formúla eins og a2 + b2 = c2.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 15:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt, Jón Logi, - þess vegna er uppgangurinn í Kína mesta ógnin við efnahag heimsins.

Ómar Ragnarsson, 13.6.2012 kl. 21:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hárrétt, Jón Logi, veldisvöxtur af þessu tagi endar með ósköpum- þess vegna er uppgangurinn í Kína mesta ógnin við efnahag heimsins ásamt meðvirkni annarra þjóða sem trúa á hinn endalausa veldisvöxt í trúarbrögðunum í kringum hagvöxtinn.  

Ómar Ragnarsson, 13.6.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband