Aldur getur verið bæði jákvæður og neikvæður.

Eitt af þeim atriðum, sem var Ásgeiri Ásgeirssyni til framdráttar í forsetakosningunum 1952 var það að hann var yngstur og glæsilegastur frambjóðendanna.

Þó vó það ekki þyngst heldur kjörorð fylgismanna hans: "Fólkið velur forsetann!" Var þá höfðað til þess að séra Bjarni Jónsson var frambjóðandi, sem forystumenn stjórnarflokkanna höfðu sérvalið og síðan þá hafa flokkarnir forðast að spyrða forsetaefnin við sig.

Hár aldur getur stundum verið til trafala en þó ekki alltaf þegar forystumenn þjóða eiga í hlut. Þar getur "andlegur aldur" verið mun lægri en hinn líkamlegi og ef líkamlegt ástand er þar að auki gott getur þetta verið býsna góð blanda.

Það má nefna mörg nöfn: Nelson Mandela, Konrad Adenauer, Winston Churchill, Gunnar Thorodsen.

Einnig geta kornungir stjórnmálamenn verið það hæfir, snjallir og lærðir, að þeir valdi æðstu embættum vel og betur en keppinautar þeirra.  

John F. Kennedy var aðeins 42ja ára þegar hann varð forseti og líkast til hefði Robert yngri bróðir hans orðið enn betri forseti.


mbl.is 35 ár á milli elsta og yngsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er ekki alltaf níræður
og ástæða til að nota tímann vel!

Húsari. (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband