Já, hann gat það, - en hvað svo?

"Já, við getum það!"  (Yes, we can!) var fleyga slagorðið sem dugði Barack Obama svo vel í forsetakosningunum 2008. Slík slagorð geta verið beitt ef vel gengur, en líka virkað eins og bjúgfleygur og hitt hinn sama fyrir ef erfiðleikar koma í bakið á honum.

Og því fleiri loforð, sem gefin eru, því fleiri loforð er hætta á að ekki verði uppfyllt.

Þetta kostaði Obama næstum því sigurinn, sem varð miklu tæpari en 2008.

Honum tókst að koma lagasetningu sinni í heilbrigðistmálum að mestu leyti í framkvæmd, en á eftir að fylgja því betur eftir og klára það mál.

Verður það að teljast helsta afrek hans í embætti. En um það var ekki kosið nú heldur um efnahagsmálin, þar sem ekki hefur gengið eins vel, enda hamraði keppinautur hans á því.

Obama hefði tapað eins og Carter 1980 ef hann hefði lenti í svipuðu og sá góðviljaði forseti, en í lok kjörtímabils síns mátti Carter horfa upp á irönsku byltinguna og eldsneytiskreppuna af hennar völdum sem algerlega óvæntum atburði og þar á ofan misheppnaðan leiðangur til að frelsa bandaríska gísla, auk þess sem sjarmatröllið Ronald Reagan heillaði kjósendur og var í sumu býsna ósvífinn í loforðum sínum varðandi orkumál landsins. .

Obama slapp við svona hrakfarir og gat þvert á móti gumað af "vel heppnuðum" leiðangri til að fella Osaama bin Laden, en enginn óvinur Bandaríkjanna hefur verið jafn hataður þar í landi síðan Hitler var upp á sitt besta (versta).

Þótt Obama segist bjartsýnn í stíl við "já, við getum það!" frá 2008 blasir svokallað fjárlagaþverhnípi við honum þar sem tíminn er að renna út, geigvænlegur fjárlagahalli, þar sem honum mistókst að uppfylla loforð um að vinna bug á honum, og sömuleiðis mikil skuldasöfnun.

Hugsanlega verður það erfiðasta áskorunin á öllum ferli hans að ráða fram úr því vandamáli og afleiðingunum af efnahagsvanda heimsins, sem hefur áhrif á Bandaríkin eins og allar aðrar þjóðir.

Obama sigraði að vísu núna, en enda þótt kjörmannafjöldinn væri öruggur var afar mjött á mununum varðandi heildar atkvæðafylgið og kosningarnar að því leyti betri stökkpallur fyrir Mitt Romney en 2008 kosningnar fyrir hinn miklu eldri McCain.

Nixon tapaði naumlega 1960 en kom síðan aftur og sá og sigraði 1968.

Bandaríkst þjóðfélag er í umbreytingu hvað samsetningu þess varðar og það mun ráða miklu um úrsltin eftir fjögur ár hvernig stóru flokkarnir tveir spila úr sínum spilum við breyttar aðstæður og hverjir verða í framboði þá.


mbl.is Obama segist bjartsýnn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Takk fyrir þessa yfirferð yfir söguna, skemmtilegt að lesa þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.11.2012 kl. 08:51

2 identicon

Sæll.

Sigur Obama þýðir það einfaldlega að Bandaríkjamenn eru búnir að vera sem efnahagslegt stórveldi :-(

Helgi (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:00

3 identicon

Málið er einfalt, trúin felldi Romney, trúin og viðhorf republicana til nauðgaða og mannréttinda.
Helgi þvaðrar út í eitt eins og honum er von og vísa, alveg eing og republikanar :)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 12:49

4 identicon

Mig grunar nú að viðhorf hans til þeirra sem minna mega sín, bæði efnahagslega og af öðrum ástæðum, hafi vegið nokk líka.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 14:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stuðningsmenn Obama, konur, samkynhneigðir, blökkumenn og fólk frá rómönsku Ameríku, þetta segir all mikið um umburðarlyndi og góðmennsku.  Kjósendur Romney hvítir miðaldra karlmenn segir líka sína sögu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 14:41

6 identicon

Sæll.

Vandamálið við þessa kosningabaráttu var að Demókratar komust upp með rangfærslur t.d. að segja að MR vildi banna fóstureyðingar. Slíkt er rangt, fjölmiðlar og Demókratar komust upp með að gera MR upp skoðanir. Lengst gekk þetta þegar honum var kennt um andlát konu nokkurrar úr krabba. Þetta með lækka skatta á ríka er líka rangfærsla, ein af mörgum. Annars var merkilegt að sjá að Obama söðlaði algerlega um í þessari kosningabaráttu, hann vílaði ekki fyrir sér að kasta skít og ljúga (Benghazi) en slíkt er ólíkt 2008 þemanu: Hope and change.

@DoctorE: Trúin felldi ekki MR, munurinn á mill þeirra var afskaplega lítill og það munar miklu að hafa nánast alla fjölmiðla með sér og ljúga upp á andstæðinginn í fjölmiðlum. Biden skammaði Ryan fyrir að samþykkja stríðsreksturinn í Afganistan en gleymdi alveg að nefna að hann studdi það stríð líka. Demókratar voru afar ómálefnalegir. Þegar 98% Íslendinga styðja Obama segir það ekkert annað en fólk hafi látið blekkja sig. Annars máttu líka alveg rökstyðja þínar fullyrðingar, þú sleppir því alltaf og bregst síðan illa við þegar bent er á holur í þínum málflutningi.

@ÁCÞ: Þá vitum við hverjir bera ábyrgð á því þegar enn verri kreppa skellur á í USA eftir 2-4 ár. Kanarnir eru því miður búnir að vera sem efnahagslegt stórveldi.

Helgi (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 21:32

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir voru ansi langt komnir niður í kreppu þegar Obama tók við.  Hann og hans fólk hefur snúið því við, og eiga eftir að gera ennþá betur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband