Játning: Örlagaríkasta bókin í lífi mínu var símaskráin 1947-48.

Ţađ er ekki fyrr en nú, meira en 60 árum síđar, sem ég uppgötva hvađa bók hafi haft mest áhrif á mig og lífshlaup mitt um dagana. Ég hélt lengi vel ađ ţrjár bćkur kćmu einkum til greina, Biblían, Vesalingar Victors Hugos eđa Profiles in courage eftir John F. Kennedy.

En svo uppgötvađi ég, kominn á áttrćđisaldur, ađ ţetta vćri símaskráin 1947-48.

Ég hélt raunar fyrst ţegar ég skrifađi ţennan pistil, ađ ţetta vćri símaskráin ţar á undan, en nánari upplýsingar varđandi efni símaskránna leiđa í ljós ađ ţetta var skráin sem merkt var heitinu 1947-48.

Ţú ert ađ grínast, segir einhver.

Nei, ţetta er rammasta alvara. Ég var nýbúinn ađ lćra ađ lesa ţegar afi Finnur og amma Ólöf fengu sér síma. Ţá voru ekki allir međ síma, til dćmis ekki foreldrar mínir, og ţetta var mikiđ undratćki í augum sex ára patta.

En símaskráin var ţó enn merkilegri en síminn sjálfur . Ekki vegna rununnar yfir símaeigendurna og númerin, heldur vegna kortsins, sem var í skránni, af Íslandi og helstu símalínum landsins og símstöđvum.  

Spurningar mínar dundu á afa og ömmu. Ég hafđi aldrei fyrr skođađ Íslandskort og fannst ţađ stórmerkilegt, - í raun einstök upplifun. Frá fyrstu stundu međ kortinu í símaskránni varđ ég landafrćđinörd eins og ţađ myndi verđa kallađ nú.

Ég var stundum veikur og rúmfastur á ţessum árum og ţađ besta sem pabbi gat gefiđ mér til ađ skođa, eftir ađ ég uppgötvađi töfra Íslandskortsins, var landakort.

Ţegar ég var í Kaldárseli heil ţrjú sumur var ţađ besta skemmtun mín ađ grandskođa kortiđ af nćsta nágrenni Selsins, sem hékk uppi í "Foringjaherberginu" og var í mćlikvarđanum 1:50.000.

Smám saman safnađi ég öllu landinu í kvarđanum 1:250.000, notađi peninga sem ég fékk fyrir blađsölu og blađburđ til ţess, og fór í kjölfariđ ađ safna kortum í mćlikvarđanum 1:100.000.

Og árbćkur Ferđafélagsins urđu ţađ eftirsóknarverđasta, sem ég gat hugsađ mér.

Ţegar ég fór níu ára gamall međ Norđurleiđarútunni í fyrsta skipti norđur í land í sveit í Langadalnum sat ég frammi í viđ hliđina á bílstjóranum, sem var vinur pabba míns og ég hafđi lćrt öll bćjarnöfnin á leiđinni og kunni ţau utanbókar auk fjalla, dala, áa, fjarđa og víkna, Garđari Ţormari ("Gći gas") til mikillar undrunar.

Hćđartölur á fjöllum urđu ađ sérgrein sem og ađ teikna landiđ fríhendis eftir minni. Á ţeim tíma og lengi vel var ţetta ađ sjálfsögđu gagnslaus fróđleikur (ćttarfylgja úr ćtt Sigurlaugar, föđurömmu minnar) en varđ síđan gagnlegur fróđleikur ţegar ég gerđist flugmađur.

Ţessi sjúklegi og ástríđufulli landafrćđiáhugi leiddi mig smám saman inn á ţćr brautir, sem lífsstarf mitt hefur byggst á. Ţetta sé ég fyrst núna, löngu síđar og geri ţví ţessa játningu: Bókin sem breytti öllu var símaskráin 1947-48.

Og nú, ţegar ég hripa ţetta niđur, sé ég hvađ er nćsta verkefni: Ađ vita hvort ég geti komist yfir eintak af símaskránni 1947-48 eđa endurriti af henni og hengt hana upp á vegg eins og hún hékk hjá afa og ömmu fyrir 65 árum.  


mbl.is Íslenska símaskráin vekur athygli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Heimisson

Amma mín er stórskemmtileg persóna og gerđi ţađ reglulega ađ svćfa mig međ ţví ađ lesa upp úr símaskránni. Ég man nú ekki hvađ kom upp úr henni ţótt hún héldi á skránni um leiđ og hún las upp úr henni, en ég átti ţađ til ađ vćna hana um ađ lesningin vćri ekki spennandi. Henni tókst samt alltaf ađ sannfćra mig um ađ "núna kćmi sko spennandi partur" og alltaf sofnađi ég vćrt. Ég á mínar minningar ţ.a.l. um símaskrána en sökum aldurs er ég líklega ađ tala um símaskrána um 1980 eđa ţar um bil. Amma á ţó líklega heiđurinn ţótt sagan sé góđ.

Frosti Heimisson, 12.11.2012 kl. 02:04

2 Smámynd: Hörđur Halldórsson

Margir útlendingar héldu ađ Seltjarnarnes vćri eyja.

Hörđur Halldórsson, 12.11.2012 kl. 07:33

3 identicon

Sćll Ómar,

Viđ hjá Já eigum safn af Símaskrám frá 1905. Ţađ er okkur ljúft og skylt ađ kanna hvort viđ eigum ekki eintakiđ sem ţú skrifar um. Viđ verđum í sambandi.

Kćr kveđja,

Sigríđur Margrét, forstjóri Já

Sigríđur Margrét Oddsdóttir (IP-tala skráđ) 12.11.2012 kl. 07:48

4 Smámynd: Helgi Hermann Hannesson

Sćll Ómar!

Takk fyrir ţessa áhugaverđa fćrslu! Í byrjuninni segir ţú ađ ţađ hafi veriđ símaskráin 1946, en í lokin segir ţú 1947. Hvort er ţađ?

Kveđja,

Helgi

Helgi Hermann Hannesson, 12.11.2012 kl. 09:09

5 identicon

Heh, ţetta var einmitt ţađ sem Baltasar leikstjóri talađi um í Kastljósi um daginn, ţ.e. ađ viđ vćrum svo óttalega upptekin af ţví hvađ útlendingum fyndist um okkur. Og hér er ein birtingarmynd ţess sem hann var ađ meina; ţađ er gert ađ fréttaefni ađ einhver nonsensari tali um símaskrána í ţćttinum sínum.

Steini (IP-tala skráđ) 12.11.2012 kl. 09:10

6 identicon

P.s:

Hann missir annars af safaríkasta tímabilinu í sagnfrćđi símaskrárinnar. Vitleysis- og vandrćđagangurinn varđandi símaskrána í fyrra + límmiđarnir hefđu dugađ honum í tvo heila ţćtti.

Steini (IP-tala skráđ) 12.11.2012 kl. 09:17

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţetta átti fyrst ađ vera 1946 í bloggpistlinum, en ég er ekki viss, vegna ţess hve langt er um liđiđ. En nú hefur komiđ í ljós samkvćmt upplýsingum frá Símanum ađ ţetta var símaskráin 1947-48, ţví ađ ţađ var fyrst í ţeirri símaskrá sem birtust kort yfir kerfi helstu símalína og símstöđva á Íslandi og kort, sem sýndi fjarskipti viđ útlönd.

Ţess vegna verđ ég ađ uppfćra pistilinn í samrćmi viđ ţessar nýju upplýsingar.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2012 kl. 10:22

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sćll Ómar, skemmtileg fćrsla og vekur upp góđar minningar frá Landssímanum forđum!

Ţótt ég hvetji ţig til ađ taka góđu bođi forstjóra Já, vil ég minna á ađ ţađ fyrirtćki er ekki skylt gamla, góđa LANDSSÍMA ÍSLANDS.

Kv.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.11.2012 kl. 18:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband