"Við eigum jú heima á Íslandi", - en sumir stikkfrí að geðþótta?

Setningin "við eigum jú heima á Íslandi" varð fleyg í fyrravetur þegar fólk kvartaði yfir lélegri þjónustu í margra daga flughálku sem kostaði tugi milljóna vegna slysa. Í orðunum fólst að fólk ætti að sætta sig við þetta af því að landið héti Ísland.

En þettar röng nálgun og þarf að snúa þessu við:  Þeir sem veita eiga nauðsynlega þjónustu vegna hálku og ófærðar eiga að sætta sig við að eiga heima á landi sem heitir Ísland og leitast við að veita þjónustu í samræmi við það. 

Ég eyddi til dæmis drjúgum tíma á gamlarárskvöld við að hjálpa ökumönnum, sem lentu í vandræðum vegna þess að ekki var mokað af stórum bílastæðum við Kennaraháskólann og tvær kirkjur efst á Rauðarárholti.

Í öllum þessum þremur húsum geta verið hundruð bíla á ferð. 

Snjóruðningsmenn ruddu göturnar þannig að hrúga upp háum ruðningum sem lokuðu innkeyrslum í þessi bílastæði til þess að gera ástandið enn verra. 

Þeir sem að svona standa eiga að átta sig á því að þeir eiga heima á Íslandi og geta ekki færst undan því að eigin geðþótta. 

Allt fram til vetursins í vetur voru ekki mokaðir tveir botnlangar út úr norðanverðri Háaleitisbraut þar sem búa um 700 manns. 

Það þætti saga til næsta bæjar ef aldrei væri mokað á leiðunum til Patreksfjarðar eða Seyðisfjarðar.

Oft er nauðsynlegt að trúnaðarmenn á viðkomandi stöðum hafi eitthvað um málin að segja.

Ég minnist þess til dæmis þegar kalt loft lagðist að nóttu til frá Héraðsflóa inn eftir Fljótsdalshéraði og myndaði hálku í frosti, sem aðeins var niðri við jörð en náði ekki nema upp í hundrað metra hæð.

Morgunin eftir var sent tæki til þess að salta hringveginn og ók ég á eftir þessu tæki aka alla leið frá Egilsstöðum suður í Reyðarfjörð og salta marauðan og þurran veg, sem var svona þurr vegna þess að þar var loftið 3-4 stiga heitt og því engin ísing.

Engin hætta var á ísingu þar vegna þess að um leið og septembersólin var komin upp var bæði hægt að treysta því að það hlýnaði á þessari leið og að ísing á götum á Egilsstöðum myndi hverfa.  


mbl.is „Þetta er mjög skrítið dæmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar oft með grín og glens,
góður er í common sense,
aldrei kallinn alveg lens,
afar margir fá hans skens.

Þorsteinn Briem, 6.1.2013 kl. 03:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var borgarstjórinn sem sagði þessa setngu á annari hverri sjónvarpsstöðinni,eftir að fundið var að slaklegri frammistöðu borgaryfirvalda í að moka göturnar. Sjálfsagt er þetta máltæki sem fests hefur í málinu. Nema mig minnir að hann segði við búum nú á Íslandi.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2013 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband