Minnir á gamlan Kaldastríðsbrandara.

Umræður um orðbragð í garð ráðamanna eru ekki nýjar af nálinni, samanber gamlan Kaldastríðsbrandara sem hann Baddi heitinn Jún á Akureyri sagði mér. Hann elskaði slíka brandara og safnaði þeim, einkum um metinginn á milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna. Einn þeirra var þessi:

Bandaríkjamaður hitti Rússa í samkvæmi í Washington og þeir fóru að metast um þjóðfélagskerfi sín. Kaninn sagði við Rússann: "Í okkar landi er tjáningar- og málfrelsi svo mikið, að ég get staðið á götunni við Hvíta húsið og hrópað: Forsetabjáninn Reagan! Forsetabjáninn Reagan!"

Rússinn var fljótur til svars og sagði. "Þetta er nú ekkert merkilegt. Svona lagað er líka hægt að gera fyrir utan skrifstofu forseta Rússlands í Kreml." 

"Það getur ekki verið", sagði Bandaríkjamaðurinn. "Ég hélt að þetta væri harðbannað hjá ykkur. Á ég að trúa því að þú getir staðið fyrir framan Kreml og hrópað svonalagað án þess að vera handtekinn?"

"Já," svaraði Rússinn. "Ég get líka stillt mér upp fyrir utan Kreml og hrópað: Forsetabjáninn Reagan! Forsetabjáninn Reagan!" 


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hádegismóri með sitt "skítlega eðli" mærir nú "Húrra punktinn" á Bessastöðum, sem raðar þar í sig rúsínum og graðgar í sig nýsoðna ýsu á kostnað íslensku þjóðarinnar, öldum saman.

Þorsteinn Briem, 6.1.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband