Nýr handhafi titilsins "umhverfismildasti bíll heims?"

Nýlega var gerð úttekt á því hver væri umhverfismildasti bíll heims, þegar tillit væri ekki aðeins tekið til beinnar eldsneytiseyðslu bílsins sjálfs, heldur einnig til þeirra umhverfisáhrifa sem allt smíða- og förgunarferli bílsins hefði í för með sér svo kerfið sem þyrfti í kringum hann.

Kom í ljós að hreinn rafbíll, sem ekið væri jafnt innan bæjar sem utan væri ekki umhverfismildastur, heldur tvinnbíll. 

Ég hef beðið spenntur í mörg ár eftir því að þrýstiloftsbíll liti dagsins ljós, ekki bara síðustu árin síðan fréttist af Frakka einum, sem væri að þróa slíkan bíl, heldur allar götur frá því að hugvitsmaður á Suðurnesjum setti fram hugmynd um loftbíl. 

Nú virðist slíkur franskur bíll vera í burðarllið, sjá tengda frétt á mbl.is

Kosturinn við þrýstilofts-tvinnbíl hlýtur að vera sá að þrýstiloftsbúnaðurinn skilur ekki eftir sig þann vanda sem þarf að leysa varðandi förgun rafgeyma og flókins búnaðar þeim tengdan. Hreint andrúmsloft sýnist vera miklu umhverfismildara en lithium eða blý á rafgeymum.  

Síðan sér maður fyrir sér þróun í átt að því að hægt yrði að nota rafmagn til að setja þrýstiloftshleðslu á bílinn í "heimahöfn" eða á sérstökum stöðvum með slíkan búnað.  


mbl.is Citroen kynnir bíl knúinn þrýstilofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er spennandi dæmi og fróðlegt væri að fá að vita hvernig þeir láta þetta virka. Hvernig þeir knýja bílinn áfram með loftinu. Það eru margar aðferðir til til þess og fróðlegt að vita hverja Frakkar hafa snúið sér að.

En það er auðvitað erfitt að koma fram með nýjungar á þessu sviði, einkum þar sem aðrir framleiðendur eru þegar komnir með bíla með hefðbundnu sniði sem menga lítið meira en þessi bíll frá Frökkum og eyða jafnvel minna eldsneyti. Má þar t.d. nefna VW Up!, en sá bíll eyðir svipað og mengun lítið meiri. Jafnvel á næsta ári mun VW Up! koma með díselvél sem eyðir enn minna, talað um að hann geti jafnvel farið undir líterinn. Þetta er hefðbundinn bíll með hefðbundnum drifbúnaði.

Það sem þrýstiloftsbíll gæti þó haft umfram hefðbundna bíla er einfaldari drifbúnaður. Þar er kannski helsta framrásin, en það mun þó verða erfitt verk að koma því til skila við kaupendur.

Það verður gaman að fylgjast með þessum nýja bíl frá Citroen.

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2013 kl. 00:02

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég hef sennilega verið 11 ára þegar ég setti fram hugmynd um tvinnbíl. Það var um 1967 að ég fékk hugmyndina eftir að Gauti heitinn Hannesson smíðakennari og snillingur kenndi okkur að búa til dynamó og sýndi okkur hvernig hann gat búið til rafmagn með því að taka orkuna úr tannhjólinu sem við hann var fest.

Skúli Guðbjarnarson, 24.1.2013 kl. 06:09

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek undir með Gunnari Hreiðarssyni varðandi það að umhverfismildast hljóti að vera að vera með einfaldan, lítiinn og léttan en þó nógu rúmgóðan bíl með aðeins einni driflínu og engum aukabúnaði. Framleðisla slíks bíls og umgerðin um hann frá smíði til förgunar hlýtur að vera umhverfismildust.

En það hugtak, sem verður æ mikilvægara á 21. öldinni, naumhyggjan, er ekki vel séð og þegar ég reyni að fara sjálfur eftir henni, er litið á það sem asnalega sérvisku. 

Nýtnis- og naumhyggjan truflar trúarsetninguna um hinn eilífa hagvöxt með veldishraða sem er að leiða mannkynið inn í mestu vandræði sín hinar síðustu aldir. 

Ómar Ragnarsson, 24.1.2013 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband