Allra bragða er neytt.

Þar sem hagsmunir stórra auðfyrirtækja og valdamanna eru miklir finna þessir aðilar ævinlega leiðir til að fara sínu fram.

Þegar íslensku bankarnir voru einkavæddir, var á yfirborðinu rætt um dreifða eignaraðild á sama tíma sem unnið var að því hörðum höndum að skipta bönkunum milli gæðinga þáverandi stjórnarflokka og einkavinavæða þá þannig að þeir yrðu seldir á gjafverði.

Þegar þjóna þurfti þröngum kjördæmahagsmunum annars af tveimur mestu valdamönnum landsins um síðustu aldamót var óhugsandi að fá einkafyrirtæki til þess að fjárfesta í Kárahnjúkavirkjun, - til þess var hugsanlegru arður af virkjunni of lítill og áhættan allt of mikil, samanber þessa lýsingu Landsvirkjunar sjálfrar sem varð að sjálfsögðu ekki opinber fyrr en eftir á:  "...Virkjunin er erfið og áhættusöm jaðarframkvæmd í landfræðilegu-, tæknilegu-, umhverfislegu-, og markaðslegu tilliti, í raun eyland í raforkukerfinu..." 

Á ákveðnum tíma í borun síðasta kafla ganganna munaði svo litlu að hún mistækist að óhugnanlegt er.

Ef það hefði gerst hefði verið búið að ljúka mestöllum öðrum framkvæmdum og tjónið því algert, samtals upp á 3-400 milljarða króna á núvirði. En áhættan var réttlætt með orðunum: "Við ætluðum í gegn þarna hvort eð var."  

Svo vel vildi til fyrir þá Hallór og Davíð að ríkið átti Landsvirkjun og þess vegna var hægt að fara út í þetta mikla hættuspil með fjármuni þjóðarinnar í samningi, sem núverandi forstjóri hefur talið gefa allt of lítinn arð.

Í ofanálag voru ívilnanir vegna framkvæmdirnar yfirgengilega miklar. Til dæmis fór öll raforka Lagarfossvirkjunar ókeypis til Impregilo á meðan framkvæmdir stóðu yfir.

Nú eru aðstæður þannig, að til þess að geta haldið stóriðjustefnunni áfram þarf að helst að selja Landsvirkjun og skiptir þá litlu máli, hver vill kaupa eða hvort ekki verði látið nægja að þjóðin verði sett í pant eins og 2003, heldur líka lífeyrisþegar og gamla fólkið.

Þegar stórgróðahagsmunir eru annars vegar eins og eru til dæmis hjá Alcoa skiptir ekki máli hvort verið er að beita einkavinavæðingaraðferðum eins og við bankasöluna 2002 eða sovéskum aðferðum frá 2003 til að meginhluti arðs af íslenskum auðlindum renni beint út úr landinu.


mbl.is Landsvirkjun og Statoil ekki samanburðarhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, ítrekað upplifi ég að þú sért farinn að eldast, og.....gleyma.

Einkavæðing bankanna í tíð þeirra Davíðs og Halldórs var vissulega ámælisverð. Davíð lagði upp með dreifða eignaraðild en fékk ekki mikinn stuðning. Hvorki frá Halldóri sem vildi selja útvöldum, og síðan Ingibjörg Sólrún sem lagði áherslu á kjölfestufjárfesta. Jóhanna hefur sjálfsagt verið sammála eins og tíðkast í samfylkingunni. Auðvitað gleymist þetta smáræði, en þú rifjar þetta upp með félögum þínum.

 Síðan kom stóra einkavæðingin, sala á KB banka og Glitni. Þá var ekki verið að velja neina smálaxa. Það skildu vera erlendir vogunarsjóðir, og Ómar brosti út af eyrum og dillaði skottinu. 

Það hlýtur að vera gaman þegar allir gelta í kór, það er víst kallað samræðupólitík. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 19:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2001:

"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."

"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.

Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.

Þessar tillögur hefðu allar verið felldar
og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."

Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka

Þorsteinn Briem, 5.2.2013 kl. 19:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 5.2.2013 kl. 19:43

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Steini

Þér til upprifjunar, þá voru það samfylkingin eins og hún lagði sig sem vildi samþykkja Svavarssamninginn. Allnokkur þeirra sammast sín eftirá þó ekki öll. Innan VG studdu Atli Gíslason, Guðfríður Lilja, Ásmundur Daði, Jón Bjarnason og Ögmundur ekki samninginn. Aðrir gerðu það. Vilji menn fá fólk dæmt sem þjóðníðing þá er listinn skýr. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 21:39

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:

"
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.


Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.

Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.


Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.


Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Þorsteinn Briem, 5.2.2013 kl. 21:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.6.2011:

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 5.2.2013 kl. 22:02

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég missist þess að ég las einu sinni tvo eða þrjú innskot frá þér Steini, og ég hugsði heldur hann ef hann skrifar tvö, eðð þrjú svör að hann blokkeri aðra umræðu? Í svorun var ekkert vitrænt, bara bull. Þannig að ég er löngu hættur að lesa það sem þú skrifar. Einnig nú. Nemendur mínir taka þig líka sem dæmi um einhvern sem hafi ekkert fram að færa og að þú vitir það. Ég hef svarað því að það gæti verið að einhvern tímann kæmi eitthvað af viti frá þér. Þá spyrja þeir gagnrýnustu, þekkir4 þú einhver dæmi þess. Verð að jata að ég þekki eingin, en ég bið nemendur mína að benda mér á einhver innlegg, ef það renni af þér vitleysan.

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 22:49

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 5.2.2013 kl. 23:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 5.2.2013 kl. 23:07

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar ég fer í labbitúr með Söru mína er að veja hana af því að gelta að ókunnugum. Þú ættir að fara með Stina í labbitúr. Hann róast eins og Sara.

Sigurður Þorsteinsson, 5.2.2013 kl. 23:59

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tómas Ingi Olrich var einn þeirra sjálfstæðismanna sem stóðu fyrir gríðarlegri ofþenslu hér á Íslandi á síðasta áratug, þannig að hér eru nú gjaldeyrishöft.

Ég veit ekki betur en að Tómasi Ingi hafi verið fylgjandi einkavæðingu bankanna hér á árunum 1998-2002, hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004 og byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2002-2007.

Eða greiddi hann kannski atkvæði á móti öllum þessum aðgerðum á Alþingi og í ríkisstjórn?!

Einkavæðing íslensku bankanna


Efnahagskreppan á Íslandi


Tómas Ingi var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, og ráðherra á árunum 2002-2003.

Og hann var einn þeirra þingmanna sem samþykktu aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1993, þannig að Ísland er nú 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Þorsteinn Briem, 6.2.2013 kl. 00:37

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minnist þess ekki að hafa "brosað út að eyrum og dillað skottinu" við einkavæðingu bankanna, né að hafa gert það yfir því að kröfurnar í þá hafi verið í eigu útlendinga.

Ég brosti heldur ekki né dillaði skottinu yfir því að auðtrúa sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi létu fé sitt óumbeðnir í að standa straum af 40% af byggingarkostnaði Hörpunnar í stað þess að þetta fé ætti að ávaxtast fyrir þá sjálfa eins og eðlilegt hefði verið.

Ég brosti heldur ekki né dillaði skottinu þegar ég skrifaði nafn mitt á undirskriftalista til þess að vísa fyrra Icesave í dóm þjóðarinnar.

Hins vegar "brostu flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og dilluðu skottinu" þegar þeir samþykktu síðasta Icesave ásamt þingmönnum stjórnarflokkanna.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2013 kl. 00:44

13 identicon

Fínn pistill hjá þér Ómar.

Númi (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband