Sérstakar aðstæður um borð í flugvélum.

Það er að ýmsu leyti merkilegt að ekki skuli hafa verið tekin upp sérstök löggjöf um hegðun farþega um borð í flugvélum. Svo mikil er sérstaða farþega í loftförum í samanburði við fólk á jörðu niðri.

Jafnvel þótt um sé að ræða lestir eða rútur tekur ekki langan tíma að stöðva viðkomandi farartæki ef uppivöðslusamir farþegar ógna friði og öryggi um borð.

Undantekning frá þessu eru ákveðnar jarðlestir og hraðskreiðustu lestirnar, sem hugsanlega ætti að setja sérstök lög um.

Fólk í farþegaþotu, sem er stödd yfir úthafi eru augljóslega í allt annarri aðstöðu en fólk á jörðu niðri.

Engin undankomuleið er út úr vélinni og enga hjálp að fá.

Ef flugdólgur eða flugdólgar fara þar hamförum eru þeir í raun að taka alla aðra í flugvélinni í gíslingu við hættulegar aðstæður.

Þrennt gæti hugsanlega komið til greina til þess draga úr þeirri hættu sem flugdólgar valda.

1.

Engum, sem er ölvaður umfram ákveðið magn, sé hleypt um borð.

2.

Engin sala á áfengum drykkjum sé um borð í flugvélum. Neysla áfengis og tóbaks sé bönnuð.

3.

Viðurlög við brotum um borð í flugvélum séu harðari en gagnvart svipuðum brotum á   jörðu niðri.   


mbl.is Flugdólgar eru sívaxandi vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Alþjóðasamtök flugfélaga, ICAO, ályktuðu að frá og með júlí 1996 skyldi banna reykingar í öllu farþegaflugi."

Þorsteinn Briem, 8.2.2013 kl. 18:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt, Steini, en vínið er eftir.

Ómar Ragnarsson, 8.2.2013 kl. 19:43

3 identicon

Það á að banna neyslu áfengis og eiturlyfja um borð í flugvélum.

Gunnar Örn Knútsson (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband