Ber að "harma" að menn læri af reynslunni ?

Mjög margar stjórnarskrár landa hafa verið settar í kjölfar hruns eða umróts af ýmsu tagi. Þetta á til dæmis við um stjórnarskrá Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands eftir stríðið, stjórnarskrá Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar og stjórnarskrár Finnlands og Austur-Evrópuþjóðanna eftir hrun Sovétríkjanna.

Stjórnarskrárnar tóku "öðrum þræði", svo notað sé innan tilvitnunarmerkja orðalag Feneyjanefndarinnar, mið af nýjum aðstæðum og þeim lærdómum, sem draga mætti af fortíðinni og gætu komið að gagni.

Hvað frumvarp stjórnlagaráðs varðar var höfð hliðsjón af atriðum, sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis varðandi þörf á betri lögum um upplýsingar, þörf á auka gagnsæi, valddreifingu og valdtemprun,  að styrkja þingræðið, minnka hættuna á ofríki  framkvæmdavaldins gagnvart löggjafarvaldinu sem áratugum saman var búið að kvarta yfir og láta réttindi og skyldur völd og ábyrgð, vegast á.

Leitað var fyrirmynda í þeim stjórnarskrám sem best hafa reynst varðandi myndun ríkisstjórna og traust stjórnarfar.

Það var reynt að læra af reynslunni bæði hér og í öðrum löndum eftir því sem það ætti við, en nú ber svo við að Feneyjarnefndin "harmar" að það skuli hafa verið gert "öðrum þræði."

Sumir hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir að ganga of skammt í beinu lýðræði og gefa of mikinn afslátt gagnvart íhaldssömum sjónarmiðum.

Þannig las Styrmir Gunnarsson mér pistilinn fyrir linku í þessum efnum þegar ég hitti hann síðast.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þjóðfundurinn og þjóðaratkvæðagreiðsla sýndu vilja þjóðar og þings til að læra af reynslunni þar sem það gæti komið að gagni. En Feneyjarnefndin "harmar" það.

Eins og gengur og gerist á vettvangi fjölmiðla er því slegið upp sem kalla megi "alvarlegar athugasemdir" Feneyjanefndarinnar en hitt þykir ekki fréttnæmt sem hún finnur jákvætt.

En það er fengur að því að fá fram umræðu um mismunandi sjónarmið varðandi stjórnarskrána og hefði verið enn meiri fengur að aðkomu Feneyjarnefndarinnar ef leitað hefði verið strax til hennar, en vilji fyrir því kom strax fram innan stjórnlagaráðs meðan það sat að störfum.

Þá hefði strax fengist málefnaleg og þörf umræða um það hvort fara eigi að uppástungu Feneyjanefndarinnar og láta þing eða sveitarstjórnir kjósa forseta Íslands frekar en þjóðina sjálfa, lemstra málskotsrétt hans, draga úr völdum þingsins og minnka valddreifingu og valdtemprun.   


mbl.is Frumvarpið of róttækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að drög að heildar stjórnarskrárbreytingum hafi hvergi verið samin með sama hætti og hér, þ.e. af reiðu fólki í áfalli vegna bankahruns og að megninu til af bloggurum af vinstri væng stjórnmálanna.... og með æðibunugangi.

Nær væri að anda með nefinu og taka fyrir eina grein á hverju þingi (hámark fjórar á kjörtímabili) og vega þær og meta. Vinnuferlið yrði vandaðra og yfirvegaðra og þannig gæti hugsanlega náðst sátt um málið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 11:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
73.408 eða 64,2%."

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 12:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bankahrunið hér varð fyrir rúmlega fjórum árum, haustið 2008.

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 12:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég tapaði ekki einustu krónu á bankahruninu og er ekki reiður út í nokkurn mann.

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 12:17

5 identicon

Ekki má gleyma stjórnarskrá Japans sem varð til með allsérstökum hætti eftir heimsstyrjöldina síðari.

Var hún samin af nefnd sem Mc Arthur hershöfðingi skipaði og mun vera í fullu gildi enn í dag.

Ber þar sérstaklega að minnast "fjölþjóðakonunnar" Beate Sirota Gordon sem átti stóran þátt í kaflanum um mannréttindi en hún lést 30. des. síðastl.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 13:57

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er Feneyjarnefndin ekki hluti varðhunda hins rotna arðránskerfis? Menn komast ekki í svona mikilvægar nefndir nema róandi í sömu átt og elítan held ég.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2013 kl. 14:23

7 identicon

Ég andmæli staðhæfingu Gunnars Th. Gunnarssonar um, að stjórnarskrárfrumvarpið hafi verið samið af "reiðu fólki í áfalli". Hann getur gengið úr skugga um málið með því að kynna sér fundargerðir Stjórnlagaráðs á stjornlagaarad.is og sjónvarpsupptökur af fundum ráðsins. Þar ríkti engin reiði, heldur þvert á móti söngur og gleði, og Ómar átti að sjálfsögðu mikinn þátt í að halda upp fjörinu. Ef frumvarpið hefði verið samið af "reiðu fólki í áfalli", hefði það varla hlotið náð fyrir augum 73 þúsund kjósenda. Mér þykja margir andstæðingar frumvarpsins leggjast æði lágt. Það er umhugsunarvert, að sumir skuli telja kröfur um jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu o.fl. vitna um reiði. Krafan um jafnt vægi atkvæða hefur legið fyrir frá 1849, þegar Fjölnismaðurinn Gísli Brynjólfsson lagði hana fram fyrstur manna. Hannes Hafstein ráðherra tók undir kröfuna að fenginni heimastjórn. Krafan um auðlindir í þjóðareigu hefur hljómað frá því um 1970, þegar hagfræðingarnir Bjarni Bragi Jónsson, Gunnar Tómasson og Gylfi Þ. Gíslason lýstu henni hver með sínu lagi. Engin reiði þar, heldur yfirveguð réttsýni. 

Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 14:52

8 identicon

Með aðkomu Davíðs Oddssonar í landspólitík og skammarlegu hækjuhlutverki Framsóknarflokksins undir leiðsögn Halldórs Ásgrímssonar, hætti Ísland að vera heilbrigt lýðveldi. Það breyttist í lágkúrulegt bananalýðveldi, einkennandi af kleptocracy, nepotism og arrogance þeirra sem líta á sig sem yfirstétt með meiri réttindi en almúginn.

Og of margir innbyggjarar eru svo skyni skroppnir, að þeir styðja ekki tilraunir til að breyta auðræða sjallabjálfanna í alvöru lýðræði.

Pólitískir analfabetar, eins og Jónas orðaði það nýlega.

Mætti segja mér að það þyrfti annað Davíðshrun svo fólk fari að ná áttum og hætti að láta spila með sig.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 15:36

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem sátu heima (um helmingur kjósenda) geta auðvitað sjálfum sér um kennt að þessi rúmlega fjörðungur sem sagði "já" við tillögunum í skoðanakönnun, kalli það "yfirgnævandi meirihluta". Skoðanakönnunin var um brot af tillögubreytingum stjórnlagaráðs, þar sem fæstar þeirra höfðu hlotið almennilega umfjöllum. Enda eru þau handarbaksvinnubrögð að koma í ljós núna.

Þetta er fáránleiki og ekkert annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.2.2013 kl. 15:43

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorvaldur Gylfason hefur af sérstöku lítilræði jafnan litið á sig eins og þann sem rétti Móse sáttmálann á Sinaífjalli, boðorðin 10.  "Hér kemur boðskapurinn, engu má breyta".  Móse var að sögn, fjörutíu daga og fjörutíu nætur á fjallinu að semja við Guð sinn, eða svipaðan tíma og Stjórnlagaráð sat við sína iðju og hlustaði á Þorvald. 

Við hinir dauðlegu teljum hins vegar að hér sé um vinnuplagg að ræða, ekki sáttmála, sem krefst ítarlegrar yfirlegu og varfærni áður en endanleg útgáfa sér dagsins ljós.  Ítrekað hefur verið sýnt fram á það að margt mætti betur fara og annað þarf að skýra betur, til að ekki verði verr af stað farið en heima setið. 

En lítillæti og auðmýkt nokkurra stjórnlagaþingsmanna sem ásamt forsætisráðherra hafa ekkert svigrúm fyrir einhvern tittlingaskít, þar sem þetta er "Sáttmálinn" tilbúinn.  Þetta skal barið í gegn með góðu eða illu. 

Telja menn það virkileg vera réttu sáttaleiðina?

 "6.gr Jafnræði
Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."

Hér er farið á hundavaði yfir jafnrétti og engar tillögur um hvernig ná á fram þessum jöfnuði, t.d. í búsetu.  Er það með endurgreiðslu til íbúa á afskekktum stöðum eða með annarri prósentu á VSK-i og/eða tekjuskatti? 

"39.gr. Alþingiskosningar
Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára.

Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt."

Hér vefst ekki fyrir Stjórnlagaþingi að kveða skýrt að að vægi atkvæða skuli vera jafnt, enda 90% þingheims af stórReykjavíkursvæðinu, sem sogar til sín megnið af tekjum landsbyggðarinnar og síðan þurfa stjórnendur sveitarfélaga að fara sem beiningamenn og slíta út með töngum það sem Reykvíkingar kalla styrki út úr Jöfnunarsjóði. 

Hægt væri að leggja niður þann sjóð og Byggðastofnun, ef fjámunum yrði varið í því sveitarfélagi sem þeir verða til.  Þá mundi hægt og bítandi lagast íbúahalli landsbyggðar og Reykjavíkur. 

Fyrr en jöfnuði er náð í skiptingu fjárins, er tómt mál að tala um jöfnun atkvæða.  Í venjulegum hlutafélugum ræður eign hluthafa í hlutafélaginu, ekki höfðatala.  Þannig ætti jöfnuðurinn að vera í okkar "hlutafélagi", - sem ber nafnið Ísland.

Benedikt V. Warén, 13.2.2013 kl. 15:49

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur skemmtilega málefnanlegur að vanda.  Var þetta ekki sami heillagripurinn (hækjan) og Samfylkingin og VinstriGrænir studdu sig við þegar þeir hófu sína helferð gegn þjóð sinni?   

Benedikt V. Warén, 13.2.2013 kl. 15:55

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Ómar

Seint mun öllum líka það sem gert er. Það er þá kannski betra að gera ekki neitt? Spyr sá sem ekki veit ...

Mér sýnist andstaða frá hægri mönnum gegn stjórnarskrárdrögunum snúast um eitt og aðeins eitt: Auðlindaákvæðið. Væri því sleppt væri þeim nokk sama. Öll stóryrðin eiga að fela þessa einföldu staðreynd, sbr. Gunnar Th. Gunnarsson.

Stjórnarskrá verður aldrei svo öllum líki, né þannig að ekki megi efast um túlkun einstakra atriða. Sumt verður eflaust skýrara, annað kannski ekki, svona er nú málum háttað. En ætli verði nokkuð af þessari stjórnarskrártillögu úr þessu?

Á meðan situr forsetinn og skrifar nýja stjórnarskrá. Það hefur hann gert frá því 2004 með góðum árangri. Hann hefur túlkað greinar núverandi stjórnarskrár eftir sínu höfði og komist upp með það, ergo er túlkun hans orðin að lagalegri staðreynd. Verði núverandi drög að engu mun hann eflaust sæta lags að auka enn völd forsetaembættisins, t.d. með því að spila með stjórnarmyndunarákvæðið. Það verður spennandi að fylgjast með að loknum kosningum!

Við Íslendingar höfum í dag nýja stjórnarskrá, og nýja stjórnskipan, þökk sé Ólafi Ragnari Grímssyni. Arftaki hans verður einn valdamesti maður landsins, næstu forsetakosningar munu litast af stjórnmálatogstreitu í miklu meira mæli enn við höfum séð hingað til. Kannski finnst hægrimönnum það bara fínt? Á ekki Davíð ennþá séns? Hann er ekki nema 74 ára, menn hafa nú orðið bæði keisarar og páfar þótt eldri væru.

Brynjólfur Þorvarðsson, 13.2.2013 kl. 16:33

13 identicon

Kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu með afar lélegri þáttöku vildu nota þetta skjal til grundvallar.

Ekki nota það óbreytt.

Núna nokkrum vikum fyrir þinglok kemur enn ein umsögnin, og eins og flest allar umsagnir hingað til setur alvarlegar athugasemdir við frumvarpið.

Nær allar umsagnir hingað til gefa þessu skjali falleinkunn.

Það þýðir ekkert að neita að horfast í augu við þessa staðreynd, og viðurkenna að þetta verður aldrei lagað að fullu á þessum skamma tíma sem er til kosninga.

Þetta skjal er bara enn eitt verkið sem bætist á afrekaskrá ríkisstjórnarinnar sem fullkomið klúður.

Bætist þar á lista með Icesave, skuldamál heinila og fyirtækja, verðbólguna, ESB umsókn, fyrningarleið í fiskveiðistjórnun og mörgu fleiru.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 17:36

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsætisráðherra hefur þingrofsvaldið, alþingiskosningar verða 27. apríl næstkomandi og enda þótt áætlað sé að Alþingi starfi fram í miðjan mars næstkomandi getur það starfað mun lengur.

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði til þingkosninga 25. apríl [2009] og rauf þing frá og með þeim degi."

"Á vorþingi 2009 var þingrof tilkynnt 13. mars en þingið starfaði fram til 17. apríl og var fjöldi mála afgreiddur á þessum tíma.

Forsætisráðherra tók það raunar fram þegar tilkynnt var um þingrofið að "engar hömlur" væru "á umboði þingmanna á þessu tímabili", unnt væri að leggja fram ný mál, enda þótt tilkynnt hafi verið um þingrof og hægt væri að afgreiða bæði almenn lög og stjórnskipunarlög."

"Þingstörfum var frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag."

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 17:51

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frumvarp Stjórnlagaráðs er hvorki vinstrisinnað né hægrisinnað.

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 17:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér á Íslandi um þegnskylduvinnu árið 1916 var kosningaþátttakan 53%, um Sambandslögin árið 1918 44% og um afnám áfengisbanns árið 1933 45%.

Matthías Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

"43,8% kjósenda greiddu atkvæði [um Sambandslögin 1918]."

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 17:58

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 18:01

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi.

Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Davíð Oddsson
var forsætisráðherra árin 1995 og 2001.

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 18:09

19 identicon

Fyrir mér er það brenglað siðferði að hafa fundist það sanngjarnt að alþýða landsins borgaði Icesace.

Nú hefur þetta sama fólk, með sitt brenglaða siðferði, samið Stjórnarskrá sem er svo heimskuleg og vitlaus að það nær engu tali.

Ekki nóg með það, heldur á að reyna að þröngva þessari dellu í gegnum þingið með sama hálfvitalega yfirganginum og Icesave samningunum.

Allir íslendinga vilja góða og sanngjarna Stjórnarskjá, en það er örugglega mikill minnihluti sem vill sjá stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar sem nýja Stjórnarskrá.      

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 19:32

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

11. október 2008:

"Sama dag var birt svohljóðandi yfirlýsing íslenskra og hollenskra stjórnvalda:

"
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta. Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu.


Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr.

Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.


Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.


Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna."

Fjármálaráðuneytið: Annáll efnahagsmála 2008

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 19:38

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsætisráðherra 11. október 2008 var Geir. H. Haarde.

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 19:42

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.8.2009:

"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."

"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Þorsteinn Briem, 13.2.2013 kl. 19:46

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Frumvarp stjórnlagaráðs hefur ekki verið "heilagra" en það að búið er að fara vel yfir það og útfæra margt öðru vísi en stendur í upprunalega textanum.

Það er rangt að forsetinn hafi meiri völd við stjórnarmyndanir í nýju stjórnarskránni en í núverandi stjórnarskrá. Þvert á móti getur hann skipað utanþingsstjórn upp á eigin spýtur núna, líkt og ríkisstjóri gerði 1942, en ef nýja stjórnarskráin tekur gildi getur hann ekki gert þetta lengur á þennan hátt.

Í núverandi stjórnarskrá er sveitarstjórnarákvæðið afar fátæklegt en miklu er bætt við í þeirri nýju, meðal annars afar mikilvægri "nálægðarreglu" sem skyldar löggjafann til þess að taka tillit til sjónarmiðanna sem Benedikt Warén setur fram.

Það er dálítið skondið að þeir sem hamast mest gegn nýrri stjórnarskrá vilja frekar halda í núverandi stjórnarskrá sem er í mörgum atriðum miklu verri gagnvart sjónarmiðum þessara andófsmanna en sú nýja.

Ómar Ragnarsson, 13.2.2013 kl. 19:52

24 identicon

Hvernig skyldi þessi svokallaða þjóðaratkvæðagreiðsla hafa farið ef einhver efnisleg umræða hefði farið fram áður en hún fór fram eða álit nær allra þeirra sérfræðinga sem hafa tjáð sig hefði legið fyrir eða álit Feneyjarnefndarinnar? Afhverju skyldi þessu vera hagað með þessum hætti?

Reyndar valda hugmyndir um aukið vægi þjóðaratvæðagreiðslna áhyggjum ef þessi kosning á að vera fordæmið. Fólk látið kjósa án þess að hafa fengið þær upplýsingar sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun og orðalag sem hægt er að túlka á nær endalausa vegu eins og dæmin sanna. Mér er t.d. gersamlega hulin ráðgáta hvernig menn geta lagt þann skilning í orðalagið að leggja tillögurnar til grundvallar þýði að þær eigi að fara nánast óbreyttar í gegn þrátt fyrir alla þá annmarka sem bestu menn hafa bent á og eru í reynd öllum augljósar. Og hvar kom það fram í kosningunni að þetta þyrfti að klárast á þessu kjörtímabili og það megi ekki vanda til verka eða leita eftir breiðari sátt? Er það virkilega vilji manna að afgreiða nýja stjóranrskrá frá Alþingi með minnsta mögulega mun. Þetta er stjórnarskrá lýðveldisins sem á að sameina en ekki sundra. Þetta er ekki frumvarp um ormahreinsun hunda.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 20:44

25 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Stefáni Erni.  Og hvar kom það eiginlega fram að þjóðin vildi nýja stjórnarskrá?  Þjóðin bað aldrei um nýja stjórnarskrá og það smíðaða af Jóhönnu og Þorvaldsvaldinu.

Elle_, 13.2.2013 kl. 21:45

26 Smámynd: Elle_

Líka sammála Richard Úlfarssyni.  Ógeðfellt.  En Þorvaldur Gylfason vildi ICEsave, hann sagði það hollt fyrir okkur.  Hann er skaðlegur, og hann er vanhæfur til að vinna að stjórnarskrá lýðveldisins eins og fjöldi manns með honum úr ESB-ICEsave-hópi Jóhönnu.

Elle_, 13.2.2013 kl. 21:52

27 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ótrúlegt hve margir vilja grenja útaf hugmyndum um nýja stjórnarskrá. Það er eins og engu megi breyta nema að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins sem leit lengi á endurskoðun stjórnarskrár sem sitt einkamál! Núverandi stjórnarskrá er byggð upp á valdinu, hver fer með það o.s.frv.

Nýja stjórnarskráin byggist á auknu lýðræði og mannréttindum.

Eftir byltingar, styrjaldir og efnahagslegar kollsteypur hafa þjóðir heims sett sér nýjar stjórnarskrár.

Auðvitað þarf að taka tillit til aths. Feneyjarnefndarinnar. En ætli það séu ekki mest orðalagsbreytingar sem mætti hefla frumvarpið dálítið betur?

Við þurfum nýja og betri stjórnarskrá en þá gömlu!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2013 kl. 23:13

28 identicon

Hvernig fer það saman hjá núverandi ríkisstjórn að vilja ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareigu, en vera á sama tíma að leggja fram fiskveiðifrumvarp um afhendingu kvótans, ekki til eins árs eins og hingað til, heldur til tuttugu ára!

Í fyrsta sinn í sögu kvótakerfisins á að lofa LÍÚ kvótanum lengur en til eins árs í einu.

Sama ríkisstjórn og lofaði okkur fyrningarleið fyrir síðústu kosningar afhendir hann nú til áratuga.

En lýgur því á sama tíma að hún vilji tryggja þettaí þjóðareign??

Sigurður (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 11:19

29 Smámynd: Elle_

Hver er að grenja, Guðjón, nema þið Jóhönnuráðsstuðningsmenn?

Satt hjá þér, Sigurður, og líka í no. 13.  Örfáir innan þessarar hrikalegu stjórnar hafa manndóm og æru, ekki pólitískan allavega.  Þau ljúga mest öllu og svíkja hitt. 

Elle_, 14.2.2013 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband