Skrýtið að þurfa að fara til Íslands í sólbað.

Í lok mars er venjulega komið veður í Evrópu sem er svipað sumarveðri á Íslandi. Sólin í Brussel er í svipaðri hæð um hádaginn og í lok júlí á Íslandi.  Þess varð lítt vart í viku dvöl þar. 

Það var því svolítið skrýtið í gær að fara úr snjókomu í Brussel, þar sem varð að afísa flugvélarnar á flugvellinum og koma heim til Íslands í 7 stiga hita og sólskini til að fara í sólbað í hádeginu í dag!  


mbl.is Allt á kafi í snjó næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Brussel Ómar kallinn kól,
þar kvaldist æði mikið,
en hann kom heim í sumarsól,
hér sauð og vall malbikið.

Þorsteinn Briem, 24.3.2013 kl. 23:40

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Grasið er ekki grænna í garði annarra, og það veist þú Ómar minn.

Vatnið er "olíuauður" þessarar aldar, hvort sem fólk vill trúa því eða ekki.

Sumir Íslandsbúar vilja sækja vatnið yfir lækinn, og borga álíka mikið fyrir það, eins og fiskinn úti í búð. Svo mikið liggur á þessum herlegheita-kjörum, að keyra á gallaða og afbakaða afsals-stjórnarskrá í gegn á met tíma, ó-séða/rædda, og án skoðunar almennings á endanlega afsalinu á lýðræðismöguleikanum á Íslandi. Er lýðurinn ekki þjóðin?

Nýjasta dæmið um hræsnina og ólýðræðið í þessum stjórnarskrár-málum, er hvernig Útvarp Saga var útilokuð frá hinu svokallaða "lýðræðisvaktar"-framhalds-spillingarklíku-blekkingarleikhópi! Þar sem óheiðarleiki og blekkingar ráða för, þar er ekki að vænta batavon þessa meðvirkni-sjúka samfélags.

Mikið getur X-L-fólk lagst lágt fyrir sérhagsmunagæslu-pólitíkina! þvílík forheimsku-frekja og siðblinda! Lýðræðisvakt án lýðræðis?

Ábyrgð kjósenda er mikil í næstu alþingiskosningum. Það eru smáatriðin mikilvægu og orðalag, sem afhjúpa hinn "fullkomna" glæp.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband