Á þessu svæði ætti að finna víkingaskipi stað.

Það er dæmigert fyrir þrönga hugsun í sambandi við skipulagið á þeim stað, þar sem Ingólfur Arnarson lagði að landi að kalla svæðið "Landsbankareitinn" og hugsa í þúsundum fermetra af skrifstofuhúsnæði. 

Ingólfur Arnarson kastaði öndvegissúlunum fyrir borð við flæðarmálið svo þær ræki á land á þeim stað á Íslandi sem líkastur var Hrífudal í Noregi. Súlurnar voru heimilisguðir eða heimilisvættir Ingólfs og í flæðarmáli hefur væntanlega farið fram trúarleg athöfn þar sem heimilisvættirnir friðmæltust við landvættina.

Þegar sagan er skrifuð,  meira en 200 árum síðar, er þau tvö atriði að vísu rétt að Ingólfur hafi kastað súlunum fyrir borð og þær hafi rekið á land í Reykjavík. En vegna hafstrauma gat hann ekki hafa kastað þeim fyrir borð annars staðar en mjðg skammt frá þeim stað þar sem þær rak á land.   

Það er skömm fyrir Reykjavík að hafa látið Keflavík taka að sér það hlutverk varðandi landnámið og víkingatímann, sem Reykjavík hefði fyrir löngu átt að þjóna og vanrækir enn stórlega.

Til Reykjavíkur sigldu Ingólfur og Hallveig, dönsku konungarnir stigu hér á land, svo og Nóbelskáldið og Þorbergur Þórðarson og Nelson og Lindberg lentu við höfnina.

Ekkert markvert er hins vegar vitað um, sem hafi komið á land í Keflavík, ekki einu sinni Svartadauði! Með þessu er ég ekki að hnýta í Keflvíkinga. Þeir eiga heiður skilið fyrir það að hafa sinnt því sem höfuðborgin vanrækti.  


mbl.is Landsbankareiturinn til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bestu búsetuskilyrðin hér á Íslandi eru í Reykjavík og þar af leiðandi valdi Ingólfur Arnarson að setjast þar að.

Meðalhiti á Íslandi eftir mánuðum 1961-1990 - Kort


Meirihluti landsmanna býr við sunnanverðan Faxaflóa vegna þess að þar eru bestu fiskimiðin við landið og veðurskilyrði hagstæð.

Hver eru helstu fiskimiðin við Ísland?


Hver eru bestu fiskimiðin í Faxaflóa?


Í
Kvosinni þar sem Ingólfur bjó, og næsta nágrenni, 101 Reykjavík, eru mestu gjaldeyristekjurnar á landinu skapaðar en Landnám Ingólfs náði frá Ölfusá að Hvalfirði og töluverð kornrækt var stunduð á Reykjanesskaganum á Landnámsöld.

Ingólfur Arnarson var útrásarvíkingur, enda átti að reisa nýtt Landsbankahús þar sem hann kom að landi í Reykjavík.


Landnámabók, 6. kafli - Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land. Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði


Hitafar hérlendis frá landnámi (bls. 23) og hafstraumar hér við land (bls. 26) - Öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar gátu ekki borist með hafstraumum frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 2.5.2013 kl. 23:55

3 identicon

Bestu búsetuskilyrði? Tja, - ágætis skilyrði fyrir takmarkaða miðaldarbyggð, - lélegt land en gott hafnstæði og laugar. Veðurfar temprað. Stutt í einhverja vatnaveiði.
En...Ingólfur eyddi sínum fyrsta vetri annars staðar....
Mestu gjaldeyristekjurnar? Þær skapAST víðast hvar annars staðar, á fikislóð allt í kring um landið, með ferðamenn allt í kring um landið, og með orkulindum allt um land. Það væri líka hægt að skrá þetta í Dubai, og segja að verðmætasköpunin eigi sér stað þar, - en "afgirt" getur Reykjavík ekki skapað mikil verðmæti, - það þarf landið og miðin til þess.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 07:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... "afgirt" getur Reykjavík ekki skapað mikil verðmæti ..."

En hvað með "afgirtan" íslenskan bóndabæ, Selfoss, Heimaey, Grindavík, Akureyri, Ísafjarðarbæ og Reyðarfjörð?

Þorsteinn Briem, 3.5.2013 kl. 12:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eru allar dráttarvélar og aðrar búvélar framleiddar á íslenskum bóndabæjum, olía, tilbúinn áburður og heyrúlluplast, öll mjólkin og sauðfjárafurðir seldar þar, öll slátrun, mjólkinni komið á afurðastöð, unnin, pökkuð og komið á markað?!

Fyrir þetta allt greiða íslenskir neytendur
í matvöruverslun í sinni heimabyggð og þeir búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig með
gríðarlegum styrkjum til íslensks landbúnaðar.

Og allir íslenskir bóndabæir eru að sjálfsögðu hlaðnir úr torfi og grjóti.

Þorsteinn Briem, 3.5.2013 kl. 12:52

6 identicon

Tja, Steini, best að svara:

"En hvað með "afgirtan" íslenskan bóndabæ, Selfoss, Heimaey, Grindavík, Akureyri, Ísafjarðarbæ og Reyðarfjörð?"

Prófaðu "afgirta" Heimaey sem sjálfstæða lendu með sama auðlindarbrúk og í dag. Helv. yrði maður fljótur að flytja.  En punktinn minn fattar þú líkast til aldrei, -verðmætin sem verða til á landinu og á miðunum eru"keyrð" í gegn um Reykjavík (það munaði ekki miklu að það yrði Eyrarbakki), en það þarf enga Reykjavík til þess að þau verði til. Það leitar utan að og í kvosina í okkat "settöppi" eins og ljón sem lendir í gryfju. En ekki varð það til í gryfjunni.

"Eru allar dráttarvélar og aðrar búvélar framleiddar á íslenskum bóndabæjum, olía, tilbúinn áburður og heyrúlluplast, öll mjólkin og sauðfjárafurðir seldar þar, öll slátrun, mjólkinni komið á afurðastöð, unnin, pökkuð og komið á markað?"

Hvers lags aulaspurning er þetta? Auðvitað ekki, nema að hluta. Þetta eru aðkeypt aðföng, og eru þau óþægilega mikill hluti seldra afurða, sem oftar en ekki eru unnar skammt frá. Mesta verðmyndunin á sér svo venjulega stað á síðustu skrefunum, og jafnvel innan Reykjavíkur.

"Einnig með gríðarlegum styrkjum til íslensks landbúnaðar."

Tja, eitthvað eru þeir reyndar rýrari en í ESB. En það vita fæstir. Mæli með því að prófa landbúnaðarvinnu í ESB eins og ég gerði, hehehe. En í alvöru, styrkir eru ekki sérdeilis miklir, og það er skoðanavilla að tala um beingreiðslur sem styrki. Það liggur í því, að einu sinni fór varan á markað, og var niðurgreidd til að fá hana ódýrari oní neytendur. Svo var brugðið á það að lækka verð til bænda (lambakjöt & mjólk) um ca helming (verðákvörðun kemur að ofan), og borga restina með niðurgreiðslufénu. Urðu þar bændur skyndilega "styrkþegar" í stað neytenda. Þá fór varan ódýrari út á markað, og hefði það skilað sér vel (þar sem viðbætur eru margar í prósentum), en markaðurinn og smásalan brástvið með hærri álagningu til að fá eins margar krónur. Þar varð til verðmætaköpun í Reykjavík, ojá :)

"Og allir íslenskir bóndabæir eru að sjálfsögðu hlaðnir úr torfi og grjóti"

Merkileg tilviljun,  -er að vinna í þiljun á torfhúsi núna. Það er no. 6 hjá mér síðustu nokkur ár, - no. 5 síðan 2010. Nota reyndar ekki grjót. Mæli með torfi til bygginga og garðaprýði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 13:50

7 identicon

Er það bara ég, eða eiga fleiri í erfiðleikum með að skilja sumar athugasemdir hér að ofan?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 13:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Keflavík er í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem náði frá að Ölfusá að Hvalfirði.

Reykjavík og Hafnarfjörður
voru stærstu bæjarfélögin á Reykjanesskaganum vegna þess að þar voru og eru stórar og góðar hafnir.

Á Akureyri er einnig góð höfn en höfnin í Vestmannaeyjum gæti lokast vegna hraunrennslis. Innsiglingin í Grindavíkurhöfn hefur oft verið erfið og mun meira skjól er fyrir norðan Reykjanesskagann, í Faxaflóa.

"Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi."

Í Reykjavík var hins vegar fimm sinnum meiri botnfiskafla landað en á Akureyri og fjórum sinnum meiri en í Hafnarfirði árið 2008.

Hveragerði er innan Landnáms Ingólfs og mörg hundruð gróðurhús eru á svæðinu frá Hveragerði að Mosfellsbæ.

Í Landnámu og Sturlungu var getið um notkun heitra lauga til baða. Konur í Reykjavík gengu Laugaveginn að Þvottalaugunum í Laugardal og Reykjavík heitir eftir gufunni sem steig upp af laugunum.

Hitaveita Reykjavíkur
, nú rúmlega 80 ára gömul, nýtti fyrst heitt vatn úr borholum við laugarnar í Reykjavík og heitt vatn var notað í ullarverksmiðju í Mosfellssveit.

Og nautgriparækt og mjólkurframleiðsla er í Kjósinni.

12.11.2012:


"Miðdalur í Kjós er afurðahæsta kúabú landsins síðustu tólf mánuði."

Alþingi Íslendinga
var stofnað árið 930 á Þingvöllum, innan Landnáms Ingólfs Arnarsonar.

Í Þingvallavatni er silungsveiði og laxveiði í Soginu.

"Föst búseta hófst í Vestmannaeyjum seint á Landnámsöld, um 920, [hálfri öld síðar en í Reykjavík] en eins og segir í Sturlubók (Landnámu eftir handriti Sturlu Þórðarsonar) "var þar veiðistöð og lítil veturseta eða engin" fyrir þann tíma."

Og frá öðrum landshlutum
fóru menn á vertíð í Landnámi Ingólfs Arnarsonar.

Vertíð

Þorsteinn Briem, 3.5.2013 kl. 14:44

9 identicon

Er Reykjavík sem sagt orðin að landnámi Ingólfs?
Búsetuskilyrði um landnám, þar sem er bæði gott útræði og volgrur er óvíða betra en í Reykjavík. Hins vegar er þrengra um ræktunarland og beitiland. Það eru mjög margir staðir á landinu sem voru mjög búsetuvænir um landnám, enda landið numið á hlýskeiði.
Landnámsbýlin eru oftast á afar góðum stöðum hvað varðar samgöngur, beitilönd, skjól, útsýni, og hlunnindi. En færri geta skartað eins margbreytilegum möguleika með skipalendingu eins og svæðið báðum megin við Reykjavíkurtotuna.
Því er þetta ansi rétt hjá Ómari, - besti staður fyrir víkingaskip ætti að vera í Reykjavík ,- en maður verður bara að láta sólfarið duga til að sýna túristunum....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 15:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ.

Meirihlutinn af
fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar INNFLUTTA ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en Jón Logi heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 3.5.2013 kl. 15:28

11 identicon

Leggðu mér aldrei orð í munn, og ég má segja með fullri sanni að fýlutaugin þín er þarna að henda þér út í rökræðu sem þú ræður ekkert við, mr. Briem.

Hvar skal byrja? Jú, - á endurtekningu. Íslensk framleiðsla notast á við erlend aðföng í mismunandi mæli, - en til þess að geta keypt þau, þarf að framleiða fyrir meira, - það þarf líka að brúa íslensku kostnaðarhliðina. Er það torskilið? Hvað sagði ég í #6:
"Þetta eru aðkeypt aðföng, og eru þau óþægilega mikill hluti seldra afurða"
Án íslenskrar framleiðslu verður ekkert keypt.Menn lifa jú á mismuninum á því sem fæst og til þarf að leggja. Capiche?

"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu."

So what? Íslenskir bílar eru einnig allir smíðaðir í útlöndum og brenna útlendu eldsneyti. Útlent smíðuðu fiskiskipin (flest í dag, en minn fyrsti túr á togara var á skipi smíðuðu á Akureyri) skafa hins vegar upp nóg af afla til að halda þessum blikkbeljum og þeirra fóðri aðgengilegu.

Bjartur og hans fólk fluttu svo út lýsi (sem einnig var notað á lampa), vaðmál og fisk,- þess þurfti við fyrir það að geta keypt hitt. Því miður var það verðákvörðun hins aðilans sem réði hvað fékkst fyrir hvað.

Svo er það kexbrandarinn. Farðu nú út í búð, eða í eldhússkáp eigir þú slíkan með bökunarvörum, og lestu utan á pakka af kornax hveiti. Þar stendur skýrum stöfum, og það á fleiri stað en einum:
"ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA"
Þú finnur engan bónda sem trúir þessu, enda haugalygi á Reykjavíkur pakkningu utan um innflutt hveiti. Eina hveitið á markaði sem íslenskt telst er undan fjöllunum, hvar ræktunarskilyrði eru óumdeilt hagstæðari en í Reykjavík, - eða í landnámi Ingólfs yfirhöfuð.
Þú finnur hins vegar jafnvel þúsundir af borgarbúum sem halda að morðprísinn á brauði og korni sé vegna íslenskra bænda. Bjartur & Bjartur & co.
Þeir eru saklausir kalla-greyin, en einhverra hluta vegna er mjölvara, unnin eða óunnin, verulega dýr hérlendis.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur "íslenskur" landbúnaður einnig af"

En "cool" hjá þér. Ekki alveg rétt þó, því að það síðasta til að leggjast af væri landbúnaður og strandveiði og vatnaveiði. Allir aðrir væru dauðir á undan...

Landbúnaður er nefnilega lykilinn að siðmenningu, og mikilvægasta atvinnugrein í heimi.

Post-apocalypse mode off.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 17:25

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningstekjur eru ekkert síður skapaðar á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi en á landsbyggðinni.

Reykjanesskaginn, Landnám Ingólfs Arnarsonar, er einungis 1% af Íslandi og telst nú varla til landsbyggðarinnar, enda er Keflavíkurflugvöllur langstærsti millilandaflugvöllur okkar Íslendinga.

Og það væri nú harla einkennilegt ef menn héldu því fram að litlar eða engar útflutningstekjur af vörum og þjónustu séu skapaðar í París, höfuðborg Frakklands, mestu ferðamannaborg heimsins.

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu
og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009


Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar en þá bjuggu þar 63% landsmanna.

Fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands er Hallgrímskirkja í Reykjavík
og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í Landnámi Ingólfs eru til að mynda Bláa lónið og Þingvellir.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.800 manns á dag að meðaltali.

Þeir gista langflestir á höfuðborgarsvæðinu
og kaupa þar á ári hverju vörur og þjónustu fyrir marga milljarða króna, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík.

Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum
, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Og
bestu fiskimið okkar Íslendinga eru í Faxaflóa.

Við gömlu höfnina eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Landsvirkjun
, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga.

Og
meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki má nefna til dæmis Nesjavallavirkjun, sem framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku, en uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.

Íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk og lambakjöt
og þeir sem greiða hér tekjuskatt búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Auk þess eru hafnir og vegir hérlendis greiddir af skattgreiðendum.

Ekkert íslenskt lambakjöt og mjólk yrði framleidd ef engir væru neytendurnir og þeir búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki er fjöldinn allur af útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, verksmiðjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda Marel, CCP, Hampiðjan, Grandi, Actavis, Lýsi, Ístex, Össur hf. og álverið í Straumsvík.

Þorsteinn Briem, 3.5.2013 kl. 17:31

13 identicon

París er ekkert án "province", og veruleikafirring Parísar gagnvart sínu landi kostaði allmörg toppstykki, líkt og veruleikafirring Rómarveldis gagnvart því sem var bakland þeirra kostaði ósigur í baráttu við tiltölulega frumstæða þjóðflokka.

Það vildi svo til að Reykjavík var valin sem höfuðstaður, en það hefði getað farið öðruvísi. Jafnvel á 20 öld var Siglufjörður líflegri en Reykjavík, og á þeirri 19. var Eyrarbakki inni í myndinni sem höfuðstaður landsmanna. Akureyri er og mjög góður staður sem höfuðstaður, - um margt betri en Reykjavík.

Útflutningur? No 1 var síðast er ég gáði, sjávarafurðir, no 2 seld þjónusta (lesist ferðaþjónusta) , og no 3 seld orka, ATH að þó að ál sé skráð sem seld vara á hagstofuvefnum, þá er það ekki í eigu íslendinga. Iðnaðarvörur?

 "Fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands er Hallgrímskirkja í Reykjavík"

Eins og hún er flott, þá dreg ég þetta mjög í efa. Heimild?

"Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík."

Búinn að prófa þetta. Aðal stöffið ku þó vera Húsavík, og farið út á íslensk-smíðuðum eikarbátum. Gaman að þessu þó.

"Og meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu"

Því miður.

"Íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk og lambakjöt og þeir sem greiða hér tekjuskatt búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu. "

Íslenskir neytendur fá niðurgreiddar mjólkurvörur og lambakjöt. Þeir geta étið hrossakjöt óstyrkt, og nautakjöt vægt styrkt ef lyst er á. Styrkir þessir eru hjóm eitt miðað viðö vel massaða og vel falda styrki í ESB, og þar sem ég er nú búinn að basla svolítið í búskap þætti mér ósköp vænt um að finna alla þessa styrki sem ég ætti að vera að fá.
Álverið í Straumsvík? Heyrir undir Hafnarfjörð og fær orkuna úr Þjórsá, og síðast er ég vissi rann sú ekki um Reykjavík.
áttu fleiri strá Steini?

"Ekkert íslenskt lambakjöt og mjólk yrði framleidd ef engir væru neytendurnir og þeir búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu"

Eins gott að borgarbörnin fái eitthvað að éta. En landsbyggðarbúar éta líka, og nýverið var verið að skammast yfir því að of mikið væri flutt út, þannig að ekki væri hægt að ganga að því vísu að alltaf væri til nóg fyrir höfuðborgarsvæðið.

"Þar að auki er fjöldinn allur af útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, verksmiðjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda Marel, CCP, Hampiðjan, Grandi, Actavis, Lýsi, Ístex, Össur hf. og álverið í Straumsvík"

Marel gæti starfað hvar sem er á landinu, og innanlandssalan fer mest út á land.
CCP gæti starfað hvar sem er.
Hampiðjan....aðal þjónustan við sjávarútveginn, sem er um landið allt.
Actavis....verði oss að góðu.
Grandi? Dúndrandi fiskvinnsla. Eins og víðar.
Ístex? Ull? Ég er meir að segja hluthafi, í gegn um ullarsölu. En fáar kindur á höfuðborgarsvæðinu, þannig að Ístex getur verið hvar sem er, en ekki kindurnar.
Össur? Gæti starfað hvar sem er.
Lýsi? Sama. Þurfa óhemju af fisklifur, sem berst víða að. Búinn að rista margan fiskinn og kippa úr lifrinni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 23:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri hér á Íslandi eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640.

Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.


Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600.

Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga.

Hingað til Íslands kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, um 1.800 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Þar að auki koma hingað til Íslands árlega um áttatíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum og þau koma langflest við í Reykjavík.

Skemmtiferðaskip á ytri höfninni í Reykjavík


Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta eru seldar erlendum ferðamönnum fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þorsteinn Briem, 3.5.2013 kl. 23:22

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einstaka vörutegundir gætu lækkað í verði um allt að 25% við aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Eva Heiða Önnudóttir sérfræðingur í Evrópumálum, en mest yrði verðlækkunin á landbúnaðarvörum.

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

22.11.2008:


"Kíló af íslenskum kjúklingabringum með 30% afslætti kostar í Bónus á Íslandi 1.554 íslenskar krónur (merkt verð 2.220 krónur).

En kíló af hollenskum kjúklingabringum með engum afslætti kostar í matvöruverslun í Hollandi 4-5 evrur (680-850 krónur á núverandi gengi).

Verð á íslenskum kjúklingabringum á Íslandi er því þrefalt hærra en verð á hollenskum kjúklingabringum í Hollandi.
"

Þorsteinn Briem, 4.5.2013 kl. 00:01

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hlýjasti veðurathuganastaður á Íslandi í júlímánuði er Elliðaárstöð. Ástæðan er skjólið, sem Esjan  veitir. Örnefnin, sem enduðu á "holt" sýna, að Seltjarnarnes var skógi eða kjarri vaxið við landnám Ingólfs. ("Holt" er sama orðið og "holz" á þýsku, samanber orðtakið "oft er í holti heyrandi nær.") 

Í Reykjavík er minnsta úrkoma við sunnanverðan Faxaflóa vegna skjóls af Reykjanesskaganum fyrir algengustu vindáttinni, suðaustanáttinni. 

Í Kollafirði voru gjöfular fuglabyggðir og fiskur vakandi í sjónum. 

Ingólfur siglir vestur með suðurströndinni og finnur ekkert hafnarstæði, sambærilegt við Hrífudal við Dalsfjörð, fyrr en hann kemur fyrir Seltjarnarnes. 

Útsýnið úr Hrífudal yfir Dalsfjjörð er nákvæmlega það sama og í Reykjavík. 

Sérkenni Ingólfsfjalls er Kögunarhóll, sem stendur einn við fjallshornið. Hann hefur vafalaust heitið Inghóll í upphafi, en síðan hefur nafnið umbreyst úr náttúrunafni yfir í mannanafnsörnefni vegna þess að Inghólsfjall og Ingólfsfjall eru eins borin fram, og það  kallar á að á 200 árum verður til sagan um að Ingólfur verið á ferð við Ingólfsfjall, sem er algerlega órökrétt.

Hann var siglingamaður og sigldi einfaldlega vestur með suðurströndinni og inn í Faxaflóa í einum rykk til að finna sitt fyrirheitna landnám.  

Ómar Ragnarsson, 4.5.2013 kl. 00:24

17 identicon

Landnám Ingólfs náði frá Ölfusá til Hvalfjarðar, þannig að eitthvað var hann nú á ferðinni kallinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 07:31

18 identicon

""Kíló af íslenskum kjúklingabringum með 30% afslætti kostar í Bónus á Íslandi 1.554 íslenskar krónur (merkt verð 2.220 krónur).

En kíló af hollenskum kjúklingabringum með engum afslætti kostar í matvöruverslun í Hollandi 4-5 evrur (680-850 krónur á núverandi gengi)."

Magnað.....alið á innfluttu fóðri sem rennur í gegn um 101, og svo með ódýrara vatn og orku en í Hollandi. Eiginlega iðnaðarframleiðsla. Óstyrkt hér en ekki í ESB.
En, farðu til Hollands og taktu góðan labbitúr um kjúklingabú, - það gæti skeð að þú hættir að éta kjulla....
En mjólkin? Íslenska mjólkin er í sama klassa og "Alpenmilch",- aðeins betri reyndar. Verðsamanburður?

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 07:37

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.

Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000.
"

[Valio Group greiddi hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]

"In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk [73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009.
"

[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13  kr/l."]

Valio Group key figures 2010 - All of Valio's profit goes to its milk producers

Þorsteinn Briem, 4.5.2013 kl. 10:34

20 identicon

Jahá. Finnskir borga bændum hærra. En þá er styrkjakerfið eftir, og það er gjörólíkt. En mun meiri styrkir innan ESB, að því tilskildu að móðurríkið skili mótframlagi. Ekkert mótframlag, - enginn mótstyrkur á móti. Þetta tókst Svíum að brenna sig á. There are no pennies from heaven....
En blessuð mjólkin okkar...hún er klassi fyrir sig. Lengi var því haldið fram að hún væri sú besta í heimi. Það var svo tekið fyrir og rannsakað fyrir þó nokkru síðan, - gerlatal, frumutal, ryk, skordýr, þungmálmar, sýra, þvottaefnisleifar og guð veit hvar. En niðurstaðan var sú að mjólk úr Himalayjafjöllum hafði vinninginn með hreinleika. Við vorum næst, og með mun meiri framleiðslu.
Ekki var kafað ofan í fóðurbakgrunn mjólkurinnar. En sannleikurinn er sá, að hann skiptir miklu máli með efnamagn. Nú er byrjað að selja mjólk sem er úr kúm sem engöngu fá beit og verkað gras. Það er nærri normi hér á Íslandi. Meiri partur gras & hey.
Í Bandaríkunum kostar mjólk úr kúm sem éta mestallt bara gras & hey ca. 4-5 dollara á líterinn. Sama kalíber og hjá okkur, - eða a.m.k. hjá mér, hehe.
Slíkar afurðir upp í 100% má reyndar kaupa vottaðar og eru þær frá Kristjáni á Hálsi í Kjós. Hann er reyndar með reksturinn skráðan í Reykjavík, þannig að verðmætasköpunin hlýtur að eiga sér þar stað.  Reyndar 112 en ekki 101.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 12:03

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 5.5.2013 kl. 12:11

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

Útflutningurinn
er miklu meiri nú en þá.

Sérstaklega er þó útflutningsverðmætið meira en það var.

Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

Útflutningurinn hefur með öðrum orðum aukist hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 5.5.2013 kl. 12:20

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum falla niður og þar af leiðandi yrði hægt að stórauka útflutning héðan frá Íslandi á fullunnum landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Á móti kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis en þeir sem vilja áfram kaupa íslenskt nautakjöt geta að sjálfsögðu gert það.

Og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á lambakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Geymsluþol nýmjólkur er of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina með flugvélum.

Þorsteinn Briem, 5.5.2013 kl. 12:41

24 identicon

Þó að búðin mín sé á Hvolsvelli, þá þarf ég bara að kíkja oní frystinn til að sjá útlent nautakjöt. Ekki er íslenskt í boði. Sem sagt, engin samkeppni. Bara frosið útlent í boði. Búðin er skráð í Reykjavík, þannig að hugsanleg kaup mín væru þar. Það er þó hægt að kaupa á sveitamarkaðnum svona heima-kjöt frosið. Eða bara beint ú sláturhúsi. En ég fer bara í kistuna hjá mér og ét mitt, - það eina er þó að rafmagnið er mér selt úrReykjavík til að kæla skapnaðinn, og er því sú verðmætasköpun skráð þar.
Lít ég nú á mjólkurfötuna. Um geymsluþol nýmjólkur og hennar almennu gæði er ég hræddur um að enginn Briem geti mér sagt þar nokkuð til.  Það væri lítið mál að flytja inn ferska mjólk, en heldur dýrt. En ferskmjólkin er eingöngu helmingur eða jafnvel minna af því sem til verður. Allt annað er mun geymsluþolnara. ca 50% af mjólk er nýmjólk & súrmjólk, - restin er ostur og jógúrt ogallslags annað.
Veistu annars Steini, - af hverju er osturinn svona dýr???

'

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 15:14

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.1.2004:

"Verðkönnun Neytendasamtakanna, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, leiðir í ljós að ostar eru miklu dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum.

Neytendasamtökin gerðu verðkönnun hér á landi, í Danmörku, Hollandi, Belgíu og Frakklandi."

"Af hverju er ostur svona fáránlega dýr á Íslandi? Tvær skýringar blasa strax við.

Í fyrsta lagi er engin samkeppni í íslenskri ostaframleiðslu."

"Í öðru lagi er við lýði kerfi innflutningstakmarkana og ofurtolla á ostum eins og svo mörgum öðrum innfluttum landbúnaðarafurðum."

Ostur er afarkostur - Ritstjórnargrein í Morgunblaðinu

Þorsteinn Briem, 5.5.2013 kl. 15:33

26 identicon

Skrítið er það. Það vill svo til að ég fer árlega í innkaupaferðir í ESB ríkjum, aðallega Þýskalandi, en síðast á Bretlandi.
Ég fer sumsé að kaupa í matinn.
Mér fannst alltaf fyndið að sjá, að margt það sem hér er skrækt yfir var dýrara eða a sama verði og úti. T.d. mjólk & ostur.
Ekki er það samkeppnisleysið, því hér er reyndar samkeppni í ostaframleiðslu.
En, ekki fæ ég út úr mr. Briem af hverju ostur er dýr mjólkurafurð. Kannski ekki hægt að peista það?
Svo er það álagningin og ávöxtunarkrafan. Osturinn sem ég kaupi er sæmilega álagður, og sá partur skráist á Reykjavíkursvæðinu sem verðmætasköpun.
Til allrar hamingju er ég með kú í bakgarðinum, og frúin er lunkin ostameistari. Reyndar óstyrktur ostur, og ekki með ESB vottun. En....góður....

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 18:26

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er í mörgum tilfellum fákeppni og engin samkeppni.

"Fákeppni nefnist það þegar fáir aðilar eða fyrirtæki hafa yfirburðastöðu á tilteknum markaði og hafa einhvers konar samvinnu sín á milli til að hafa áhrif á verðmyndun á þeim markaði."

9.1.2004:


"Í ljós kemur að osturinn er dýrastur hér á Íslandi í nánast öllum tilvikum og munar þar oft æði miklu."


Neytendasamtökin - Verð á ostum á Íslandi, í Danmörku, Hollandi, Belgíu og Frakklandi


"Í fyrsta lagi er engin samkeppni í íslenskri ostaframleiðslu."

"Í öðru lagi er við lýði kerfi innflutningstakmarkana og ofurtolla á ostum eins og svo mörgum öðrum innfluttum landbúnaðarafurðum."

Ostur er afarkostur - Ritstjórnargrein í Morgunblaðinu

Þorsteinn Briem, 5.5.2013 kl. 22:15

28 identicon

Ekki það einasta getur þú ekki látið þér detta í hug af hverju ostur er dýr, heldur peistar þú inn 9 ára gamla verðkönnun.
Prófaðu endilega eitthvað nýrra.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 10:19

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er í mörgum tilfellum fákeppni og engin samkeppni.

"Fákeppni nefnist það þegar fáir aðilar eða fyrirtæki hafa yfirburðastöðu á tilteknum markaði og hafa einhvers konar samvinnu sín á milli til að hafa áhrif á verðmyndun á þeim markaði."

Dæmi um slíkt eru íslensku olíufyrirtækin og íslenskur landbúnaður.

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 12:50

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐHÆKKANIR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM HÉRLENDIS.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hækkaði hér verð á eftirtöldum vörum miðað við verðlag á öllu landinu á 18 mánaða tímabili, frá ágúst 2008 til febrúar 2010:

Nýmjólk
um 19%, úr 91 krónu í 108 krónur lítrinn,

súrmjólk
um 28%, úr 125 krónum í 160 krónur lítrinn,

skyr
um 13%, úr 260 krónum í 295 krónur kílóið,

smjör
um 19%, úr 471 krónu í 560 krónur kílóið,

mjólkurostur
(26% brauðostur) um 13%, úr 1.105 krónum í 1.253 krónur kílóið,

egg
um 19%, úr 463 krónum í 549 krónur kílóið,

heill frosinn kjúklingur
um 19%, úr 463 krónum í 552 krónur kílóið,

súpukjöt
(dilkakjöt) um 18%, úr 542 krónum í 640 krónur kílóið,

vínarpylsur
um 14%, úr 1.008 krónum í 1.153 krónur kílóið,

lifrarkæfa
um 7%, úr 1.242 krónum í 1.327 krónur kílóið,

gúllas
(nautakjöt) um 2%, úr 1.816 krónum í 1.846 krónur kílóið,

skinka
um 10%, úr 2.254 krónum í 2.479 krónur kílóið,

hangikjötsálegg
um 6%, úr 3.562 krónum í 3.785 krónur kílóið.

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 13:23

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 13:47

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki


Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki evrum.

Og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 14:01

33 identicon

Hö-hömm.

Hlekkurinn þinn með verðsamanburð gefur þetta:
"Í könnuninni nú var verðlag hæst í Noregi, 54% hærra en meðaltalið, í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi."
Danmörk, Finnland, Svíþjóð eru ESB ríki. Landkostir þar, fjármagnskerfi, og styrkjakerfi er mun hagstæðara en hérlendis fyrir landbúnað.
Matur og drykkjarvörur eru keyptar í krónum, en helmingurinn af þeim er keyptur að utan, í annarri mynt. Nú væri gaman að sjá verðsamanburð við hið innflutta. ATH að talsvert af því er tollað inn í ESB með sömu og jafnvel meiri prósentu en Ísland. Prófaðu hrísgrjón, hveiti, o.fl.......
Og af hverju er ostur dýr vara?

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 16:39

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Noregur er olíuríki með sterkan gjaldmiðil, há laun, hátt verðlag og litla samkeppni í landbúnaðarvörum, enda er Noregur ekki í Evrópusambandinu.

Noregur og Sviss eiga hins vegar mest viðskipti við önnur Evrópuríki, rétt eins og Ísland.


Í Noregi, Sviss og evruríkjunum hefur verið mun minni verðbólga en hér á Íslandi.

Við "íslenska" matvælaframleiðslu eru notuð erlend aðföng í miklum mæli og þegar gengi íslensku krónunnar lækkar gagnvart til að mynda evrunni hækkar verð hér á Íslandi í íslenskum krónum.

Og hér á Íslandi er lítil eða engin samkeppni í mörgum greinum, til að mynda landbúnaði, eins og sjá má á háu verði "íslenskra" landbúnaðarvara hérlendis og ekki einungis háu verði á osti.

Laun hér á Íslandi eru hins vegar lág og kaupmáttur minni en í mörgum öðrum Evrópulöndum.

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 18:15

35 identicon

Misstir þú ekki af einhverju Steini?

" í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi"

Það er engin rekstrargrunnur sem gerir íslenskum landbúnaði kleyft að halda sig á pari við Svíþjóð. Eina skýringin er sú, að bændur hér eru á sveltiröndinni.
Eins og þú orðaðir það sjálfur, - varla matvinnungar. Nú er misskilningur alegengur gagnvart því orði. Það er brúkað í niðrandi merkingu, - sá sem er ekki einu sinni matvinnungur er bara aumingji o.s.frv. En merking orðsins á við um þann, sem vinnur fullt en fær ekkert að launum nema kostinn.
Sjálfur getur þú skýrt hvað þú þá áttir við, en íslenskir bændur eru líkast til flestir á matvinnungskosti, og tekst með því að hafa sína vöru á sænsku ESB verði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 18:24

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fimm milljarðar króna af stuðningi við íslenskan landbúnað eru greiddir hér árlega í matarverði.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.


Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum
en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið
og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, bls. 9

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 18:52

37 identicon

Hvar skal byrja?
Þú grefur upp tölur. Já....1986-1988. Þau árin var varan niðurgreidd til neytenda. Engar beingreiðslur til bænda. Einhverjir voru styrkir til nýræktar og grænfóðurs. Svona klínk. Ég var með grænfóður 1988, en enginn var styrkurinn. En af hverju kemur þú ekki með tölur sem eru nýlegar? Eru þær of óhentugar?
Bein fjárframlög og tollavernd er stunduð alls staðar. Þetta er með öðru sniði hér en í ESB. Hér er þetta frekar gegnsætt, en í ESB ekki. (sniðugara kerfi hjá þeim). Enda tekst ESB ekki að gera samþykktan ársreikning, og hefur svo lengi verið.
Svo kemur þú aftur með hákrónu-árið 2004.....hversu slappur ertu. Kannski upptekinn við ostaspurninguna?

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 20:16

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.

Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, bls. 9

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 21:52

39 identicon

Aftur 2004 (Hákróna) og svo 2000-2002, og tilvitnun í tölur ESB sem ekki geta skilað ársskýrslu.
tsk tsk......og hvað með ostaverðið?

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 21:59

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer
ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU.

Total støtte til landbruket
i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 22:00

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

"By virtue of Article 142 of the accession treaty, the Commission has authorised Finland and Sweden to pay long-term national aid to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas
C1–C4.

Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).

Northern aid
scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.

In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.

Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."

Finland - Ministry of Agriculture and Forestry

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 22:12

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

"- matprisene falt i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 6.5.2013 kl. 22:24

43 identicon

Ekki er þetta alsæla hjá Finnum. Fyrir það fyrsta lentu þeir í því að fá ekki kornstyrki í upphafi, þar sem finnsk þúsundkornavikt náði oftast ekki ESB staðli. Einhvern tíma tók að laga það, - ég man ekki hvort að reglum var hliðrað, eða þeir breyttu ræktun, - skiptu um kvæmi og saa videre.
Matarreikningur Íslendinga hefur færst úr 1. sæti niður í 3., - Húsið og bíllinn kemur fyrst. Dágóður slatti af því eru vextir.  Hálfur matarreikningurinn er innfluttur, og svipað hlutfall af hitaeiningum.
Aftur ertu svo að skarta tölum sem enda á 2004.
Og ekki búinn að fatta af hverju ostur er dýr. Ég keypti ost á Enflandi í fyrra, og var verðið aðeins hærra en hér. Þetta var Tesco.
Ári fyrr í Þýskalandi,- sama saga. Bara brauðostur.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 10:22

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er meira en nóg komið af þessari steypu þinni, Jón Logi.

Engu máli skiptir hvað þér finnst um allar þær staðreyndir sem ég hef nefnt hér að ofan.

Ég gæti haldið áfram lengi vel að tína hér til staðreyndir studdar alls kyns gögnum um þessi málefni en nú er mál að linni.

Nenni ómögulega að lesa meira af þessari endalausu þvælu þinni.

Þorsteinn Briem, 7.5.2013 kl. 12:30

45 identicon

Ég er hissa á stundum að þú komist í gegn um ruslpóstvörnina Steini. Það kemur lítt frá þér hugsað, bara kíttað. Staðreyndirnar þínar og gögnin eru forn gögn, og handvalin, - upp á ensku "cherry-picked". Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir tekst  þér eigi að hugsa þig í gegn um einföldustu atriði, né láta af því að drulla upp einhverjum eldgömlum tölum.
Niðurlag þitt eru svo upphrópanir eins og "Þvæla", en þú getur nú átt hana sjálfur, enda sú sennilega með sama póstnúmer og þú.

Hérna kemur ostahlekkur handa þér:

http://www.ciao.de/Hochland_Sandwich_Scheiben_Gouda_leicht__2075093

Ódýr gerð af Gouda í Þýskalandi. :þetta eru ný gögn. Ekki frá 2004 eða fyrr. Mér sýnist fljótt á litið vera um 2000 kall á kílóið, sem er eitthvað kunnugleg tala hér heima.
En hvað um það....þýðingarlaust v. þess að nú er mál að linni. Synd, þar sem ég hef reynt að uppfræða þig pínu smá. Og ekki tókst þér að svara spurningunni. Kannski pirrandi?

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband