Stórkostlegt framlag í viðureign við hræðilegan sjúkdóm.

Þeir eru margir og misjafnir, sjúkdómarnir, sem geta herjað á fólk og dregið það til dauða, en líklega er Alzheimersjúkdómurinn sá sjúkdómur sem flestir vilja sleppa við að fá. 

Raunar á það við um flesta heilasjúkdóma sem ýmist breyta persónuleikaeinkennum fólks eða þurrka þau og vitræna hugsun smám saman út á miskunnarlausan hátt.

Það eru því gleðitíðindi þegar framfarir verða í greiningu og meðferð slíkra sjúkdóma, að ég nú ekki tali um þegar það eru landar okkar sem að því standa.  

Sjálfur hrekk ég stundum við þegar heiti og orð virðast stundum detta út hjá mér, stundum hin ólíklegustu nöfn, eins og gjarnan gerist hjá fólki á mínum aldri.   

Ég hugga mig við það að heili okkar sé líkur hörðum tölvudiski, og að eftir því sem maður verði eldri og meira sé sett inn á þennan disk, sé meiri hætta á því að diskurinn (heilinn) sjálfur taki upp á því að henda einhverju út eða þurrka eitthvað út og þá af tilviljun en ekki endilega því sem fánýtast er að muna og helst mætti missa sín.

Þó fannst mér skuggalega langt gengið um daginn, þegar ég, - maður sem hef lagt á minnið tugþúsundir staðarnafna í landafræðiástríðu sinni, - ók um Kópavog upp á hálsinn handan hans og beygði til vinstri í átt að Smáranum án þess að geta munað nafnið á nesinu sem var á hægri hönd þegar ekið var upp á hæðina.

Ég byrjaði á að fara niður eftir samhljóðunum í stafrófinu, - b -  Baldursnes, Bjarnanes, - d -   Dagverðarnes, Davíðsnes - f -  Fagranes, Flatanes, en ekkert gekk í nokkrar mínútur.

Ég mundi eftir fjölmörgu fólki, mörgu þjóðþekktu, sem átti eða hafði átt heima á þessu nesi, en samt var nafnið á því gersamlega þurrkað út úr heilabúinu.  

Þá mundi ég allt í einu eftir því þegar Ólafur Sigurðsson, skemmtilegur samstarfsmaður minn á fréttastofunni hér í gamla daga, spurði mig einu sínni að því, á hvaða fjallvegi á Íslandi flestum klukkustundum hefði verið eytt í bílum, föstum eða spólandi í ófærð.

Ég vissi ekki svarið en Ólafur svaraði: "Það er Arnarneshálendið". Þetta var að vísu á þeim tíma sem brekkan að sunnanverðu var mun brattari en nú,  en um leið og þessi orðaskipti okkar Ólafs rifjuðust upp var ég búinn að finna hið algerlega gleymda örnefni: Arnarnes.   

 


mbl.is Íslensk rannsókn vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Brandur bílstjóri sem lengi keyrði hjá Vestfjarðaleið og síðar Sæmundi í Borgarnesi ef ég man rétt, kallaði alltaf hálsinn á milli Kollafjarðar undir Esju og Víðiness í Mosfellsdal?, Kollafjarðarheiði.

corvus corax, 13.5.2013 kl. 21:05

2 identicon

Það á að skilda til dæmis sæðisbanka að hafa kannski 10 % kannski 25 % skammtana sem þeir nota með and-Alshæmer gjeninu sem díkód fann um dajinn og þeir sem báru það höfðu alshæmer á 1/5 tíðni annara. Þannig má styrkja útbreiðslu slíkra "góðgjena". Síðan díkód fann þetta gjen hefur engin umræða verið um hvernig megi stirkja útbreiðslu gjensins og þar með bæta upplagsheilbrigði þjóðarstofnsins.

Eugenik (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 05:23

3 identicon

Hvenær getur nokkur einn maður munað allt strax??? Það þarf enga elli eða alzheimer til, - það getur verið stolið úr mun yngri kollum. Og því þá frekar ef þeir eru troðfullir af upplýsingum.
O-seisei, - uhhh....hvað var ég annars að skrifa?

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband