Enn einn snjólétti veturinn á hálendinu.

Það er ekki aðeins minni snjór á Langjökli, Hofsjökli og vestanverðum Vatnajökli en í meðalári heldur er alveg einstaklega lítill snjór á sunnanverðu hálendinu, svo snjólétt, að enda þótt undanfarnir vetur hafi verið snjóléttir, er þetta það minnsta sem menn hafa séð. 

Þetta segir mér Þór Ægisson, kvikmyndatökumaður Sjónvarpsin, sem er einn af stofnfélögum 4x4 klúbbsins og fer í hálendisferðir á hverjum vetri.  

Það skiptir talsverðu máli hvenær snjóar. Ef mikil snjóalög koma snemma vetrar, þjappast snjórinn saman og bráðnar seinna af þeim völdum.

Fyrstu mánuðir ársins voru einstaklega hlýir og snjólitlir, og því stærri hluti snævarins, sem komið hefur undanfarnar kaldar vorvikur.

Það má því búast við að hann hafi ekki náð að verða þéttur og að fjölförnustu hálendisleiðirnar geti orðið færar í fyrra lagi, jafnvel þótt svona kalt hafi verið og sé enn.

Nú um hvítasunnuna er spáð hlýindum og má búast við miklum leysingum norðan Vatnajökuls.  


mbl.is Minni snjór á Langjökli og Hofsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég keyrði norður í land á föstudaginn var, Öxnadalurinn var svo  hvítur þá svo varla sást í bera jörð, svo má einnig segja um fjöllin í kringum Akrueyri allt fannahvítt. Kornbændur þarna geta ekki sáð þetta sumarið vegna snjóa,

svona er nú þessu misskipt.  Við skulum bara rétt vona að það verði mikil bráðnum svo að orkulónin fyllist og Álverið fyrir austan þurfi ekki að slökkva undir kerjunum hjá sér.Vandræðalegur

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband