1976 var líka merkisár á Íslandi.

Íslendingar og Bretar eiga það sameiginlegt að árið 1976 gekk mikil hitabylgja yfir bæði löndin. Víða á Íslandi, þar á meðal í Reykjavík, voru slegin hitamet. Í fyrsta sinn komst hitinn í Reykjavík langt yfir 20 stig, mældist rúmlega 23 stig þegar heitast var.

Ég minnist þenn enn með ánægju þegar ég fór um Vestfirði í slagtogi við Sumargleðina og þrjú elstu börnin fengu að fara með. Enn gleður augað myndin, sem var tekin af fáklæddum meðlimum Sumargleðinnar þar sem setið var úti og drukkið kaffi á Ísafirði.

Þetta sumar komst á sú skipun Sumargleðinnar sem lengst var óbreytt með tilkomu Bessa Bjarnasonar og Þuríðar Sigurðardóttur í fjögur ár.

Um vorið vannst sigur í síðasta þorskastríðinu og magnaðasti viðburður allra stríðanna, viðureign Falmouth og Ægis, gerðist fyrir suðaustan land, þar sem Falmouth lagði Ægi á hliðina sem rétti sig við og klippti trollið úr togara.

Þegar Falmouth kom stórskemmd til Bretlands sáu Bretar, að þeir höfðu ekki nægan flota til að halda stríðunum áfram án þess að geta beitt fallbyssum og það átti áreiðanlega stærstan þátt í því að þeir gáfu eftir í samningum þetta vor.

 

Árið bauð einnig upp á dökkar hliðar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin náðu hámarki, nokkurs konar galdraofsóknir okkar tíma, og Flosi Ólafsson endaði árið með Áramótaskaupi, sem tók á þeim málum af meiri dirfsku en dæmi hafði verið um áður í sjónvarpi.


mbl.is 1976 var hamingjuríkasta árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Skerjafjörðinn var tólf stiga hiti, súld og gríðarleg gróðurangan klukkan fjögur í nótt.

Það hlýtur að hafa verið hryllingur og nauðaómerkilegt, að mati Ómars Ragnarssonar.

Þorsteinn Briem, 21.7.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband