Mótsagnir í Sviss.

Margir hafa litið til Sviss með aðdáun og skoðað landið sem fyrirmynd varðandi beint lýðræði. Vegna þess hve þjóðaratkvæðagreiðslur um ýmis mál eru tíðar þar og virðast virka vel höfðu margir myndað sér ákveðnar hugmyndir um þær, svo sem þessar:

1. Atkvæðagreiðslurnar sameina þjóðina í hinu beina lýðræði.

2. Með þeim eru málin afgreidd hratt og markvisst.

3. Það, hve atkvæðagreiðslurnar eru tíðar hlýtur að stafa af því að það sé afar auðvelt að skella stórum málum í þjóðaratkvæði.

4. Afleiðing af atkvæðagreiðslunum hlýtur að vera sú að í Sviss ríki meira lýðræði, frjálslyndi og jafnrétti en í öðrunm löndum.

5. Furðulegt er að aðrar þjóðir skuli ekki hafa tekið upp hið svissneska kerfi.

Í stjórnlagaráði var eðilega mikill áhugi á því að kynnast sem best hinu beina lýðræði í Sviss.

Auk upplýsinga, sem hægt var að nálgast á netinu og í fræðiritum, fóru þau Salvör Nordal og Þorkell Helgason í sérstaka ferð þangað til að fylgjast með einni af þessum mörgu þjóðaratkvæðagreiðslum og miðluðu af reynslu sinni. Þegar þetta var tekið saman með annarri vitneskju um svissneska kerfið mátti taka saman hve margar hinum fimm fullyrðingum hér að ofan voru alveg réttar.

1. Atkvæðagreiðslunar sameina svissnesku þjóðina í hinu beina lýðræði.

Þetta er ekki alls kostar rétt. Atkvæðagreiðslan, sem Salvör og Þorkell kynntu sér, var í einni af kantónunum en ekki í öllu landinu, og var ein af þeim atkvæðagreiðslum sem út í frá eru taldar með þegar talað er um þjóaratkvæðagreiðslur í Sviss eins og þær séu allar á landsvísu. Og hugtakið þjóð um Svisslendinga er veikara en í þeim löndum þar sem land og tunga sameina þjóðina, þvi að engin ein tunga er þjóðtunga í Sviss eins og sést á því að meiriháttar rit í landinu eru með tvöfaldan texta, franskan og þýskan.

2. Með atkvæðagreiðslunum eru mál afgreidd hratt og markvisst.  

Hið fyrra, að má séu afgreidd hratt er ekki alls kostar rétt. Atkvæðagreiðslurnar hlíta ströngum reglum og má frekar tala um hægagang en hraðmeðferð.

3. Úr því að atkvæðagreiðslurnar eru svona margar er auðvelt og afar fljótllegt að hrinda þeim af stað.

Svarið við þessu sést þegar skoðaður er sá tími að meðaltali sem líður frá því að krafan um atkvæðagreiðslunni er borin fram og þangað til hún er framkvæmd. Þetta tekur að meðaltali um 3-4 ár. Mjög strangar reglur eru um allan ferilinn frá upphafi til enda og þess vegna er hann ekki auðveldur í framkvæmd heldur tekur langan tíma.

4. Afleiðing af atkvæðagreiðslunum er sú, að í Sviss ríkir meira lýðræði, frjálslyndi og jafnrétti en í öðrum löndum.  

Þetta er að mestu leyti rangt. Þrátt fyrir þetta mikla beina lýðræði ber flestum heimildum saman um það að íhaldssemi og jafnvel misrétti séu réttari lýsingarorð en frjálslyndi og jafnrétti um stjórnarfar og þjóðfélagshætti í Sviss. Nýjasta dæmið um mismunun í aðgangi að opinberum stöðum, aðskilnaðarstefna, sem ekki eru dæmi um í öðrum Evrópulöndum. Og í Sviss fengu konur atkvæðisrétt síðar en í öðrum Evrópulöndum.   

5. Furðulegt er að aðrar þjóðir skuli ekki hafa tekið upp svissneska kerfið í einu og öllu og Íslendingar ættu að gera það.

Atriðin fjögur, sem fyrst voru talin upp, ættu að sýna, af hverju aðrar þjóðir vilji fara aðrar leiðir að beinu lýðræði en hefur verið farin í Sviss. Einnig að útskýra, af hverju stjórnlagaráð vildi horfa til fleiri landa en Sviss þegar fjallað var um beint lýðræði í störfum ráðsins og lagðar fram tillögur um beint lýðræði í nýrri stjórnarskrá, sem myndu marka tímamót hér á landi ef samþykktar yrðu.  

 


mbl.is Sviss tekur upp aðskilnaðarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja Ómar því þetta er dálítið átakanlegt. En kannski get ég byrjað á því að nefna að ég bý í Sviss.

Í heildina litið þá held ég að þú sért fyrst og fremst að blanda saman óskyldum hlutum. Það að Svisslendingar eru almennt séð íhaldssamir á okkar mælikvarða hefur ekkert að gera með hvort að beint lýðræði virkar eða ekki.

Í raun þá sýnist mér þú búa til spurningar í kringum ímyndaðar væntingar fólks til beins lýðræðis í Sviss, og svara þeim síðan með þeim hætti að þær nái að endurspegla þína neikvæðu afstöðu til þessa fyrirkomulags.

En svo ég taki þetta lið fyrir lið:

1) Þú ert að segja okkur að afstaða stjórnlagaráðs til beins lýðræðis helgist af m.a. af því að Salvör og Þorkell gátu ekki einu sinni fundið út úr því að heimsækja Sviss á meðan þar færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Sem fara Guð hjálpi mér fram 4 sinnum á ári. Þess í stað fylgdust þau með atkvæðagreiðslu í ónefndri kantónu sem hlyti samkvæmt óskjalfestri skoðun "almennings" að vera ígildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þú notar svo þá staðreynd að töluð eru mörg opinber tungumál í landinu til þess að rökstyðja að þjóðaratkvæðagreiðslur sameini ekki þjóðina. Þetta er algjör rökleysa. Væri ekki eðliegra að spyrja sig að því hvort að beint lýðræði hefði hugsanlega stuðlað að því að tekist hefði að halda saman 4 þjóðarbrotum í einu landi án átaka um langt skeið?

2) Þetta er rétt. Svisslendingar taka að öllu jöfnu ekki skyndiákvarðanir þó þeir geti á köflum verið fljótir að bregðast við þegar mikið liggur við. Möguleikin á að setja mál í þjóðaratkvæði gerir það að verkum að mínu mati að stjórnmálamenn þeirra eru tregari til þess að reyna að fá eitthvert rugl fest í lög en við eigum að venjast, því þeir geta þurft að horfast í augu við þjóðina í beinni kosningu um málin. Hins vegar er væntanlega ekki mikið því til fyrirstöðu að stytta slíkt ferli í nýrri íslenskri stjórnarskrá kjósi menn að gera það og sjálfsagt ekki vanþörf á því meðan kjósendur eru að aga flokkshollustuna úr íslenskum stjórnmálamönnum.

3) Það er rétt, það getur tekið langan tíma að fá í gegn atkvæðagreiðslu en sjá annars athugasemd við 2).

4) Hverjir í skilningnum "margir" höfðu ímyndað sér þetta? Stjórnlagaráðsfulltrúar?

5) Sama athugasemd og í 4).

Benedikt Helgason, 8.8.2013 kl. 17:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnlagaráð starfaði í aðeins fjóra mánuði og tilefnið til að fara til Sviss var aðeins fyrir hendi í stuttan tíma þegar C-nefndin sem fjallaði um þetta mál, var komin áleiðis með það.

Salvör var formaður ráðsins og Þorkell vann stundum dag og nótt við að leggja mat á mismunandi leiðir í kosningakaflanum. Af þessum sökum var ekki um neitt annað að velja en að þau færu þá helgi sem þau fóru og kosið var viðkomandi kantónu.

Þau ræddu eins ítarlega og kostur var við framkvæmdaaðila kosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslunnar almennt.

Hugtakið "þjóð" hefur verið mjög umrætt í sambandi við stjórnarskrár og jafnvel uppi raddir um það að "þjóð" sé ekki til sem fyrirbæri. Ég er því ósammála að ekki sé hægt að skilgreina og gera gild hugtakið "þjóð" og þegar færð eru rök að því, er allt það tínt til sem getur orðið til þess að ákveðinn hóp fólks megi skilgreina sem "þjóð" vega land, tunga og menning þungt, ásamt sameiginlegum hagsmunum.

Ég efast ekki um að Svisslendingar séu sterk þjóð vegna sögu, menningar, hagsmuna og landfræðilegra ástæðna. En ég fell þó ekki frá því að það myndi styrkja þá enn frekar sem þjóð ef þar væri töluð ein þjóðtunga.

Orðið "margir" hjá mér á við býsna útbreiddar skoðanir í almennri umræðu hér á landi en ekki sérstaklega hjá stjórnlagaráðsfulltrúum.

Því töldum við ástæðu til þess að eftir því sem tími og aðstaða gæfist til, yrði reynt að afla sem bestra upplýsinga um framkvæmd beins lýðræðis í Sviss og öðrum löndum.

Hver kantóna er að sjálfsögðu miklu fjölmennari en Ísland og að því leyti ígildi lands, - fyrirkomulag kosninga þar eftir svissneskri hefð og því nytsamlegt að nota þetta eina tækifæri sem gafst.

Ómar Ragnarsson, 8.8.2013 kl. 18:39

3 identicon

Takk fyrir Benedikt að taka af mér ómakið og svara lélegum og "tendentious" pistli Ómars um Sviss. Ég bý í Sviss og er svissneskur ríkisborgari.

Það gleymist oft að vekja athygli á því sem einkennir svissneska pólitík og kallast "Concordance system" (sjá link). Og þeirra tengsla sem eru á milli beins lýðræðis "Direct democracy" (sjá link) og "concordance" kerfisins. Án þessara tengsla mundi beint lýðræði líklega ekki virka eins vel að það gerir í Sviss.

Sú fullyrðing Ómars að "multi lingualism" Svisslendinga veiki þjóðernisvitund þeirra er fáránleg, þvert á móti, það styrkir hana. Þýskan er nefnilega tungumál Þjóðverja, franskan Frakka og ítalskan Ítala. Svissneska er ekki til. Flestir Svisslendingar tala hinsvegar bæði þýsku og frönsku og ófáir tala einnig ítölsku.  

Þjóðrækni er Svisslendingum afar þýðingarmikil, þjóðremba hinsvegar síður.

https://en.wikipedia.org/wiki/Concordance_system

http://en.wikipedia.org/wiki/Direct_democracy

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 19:31

4 identicon

Ég bjó í Sviss í nær fimm ár, 1977-1981. Á þeim tíma sá ég margar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar áttu það allar sameiginlegt að snúast um frekar ómerkileg málefni, t.d. hvort gefa ætti frí í skólum á laugardögum í stað fimmtudaga. Þátttakan í þeim öllum var frekar léleg, þetta 10-15%.
     Á grundvelli þessarar reynslu mæli ég ekki með því að gera það auðvelt að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi.

Björn Matthíasson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband