Þótt fyrr hefði verið að merkja betur!

Það er ekki hægt annað en að hafa samúð með þeim erlendu ferðamönnum, sem vöruðust það ekki að vegarkaflinn sem þeir voru að aka inn á bjó yfir hættu, sem hægt er að jafna við það að aka inn í fellibyl erlendis.

Það hefur lengi verið landlægt hjá okkur að láta skorta á upplýsingar utanhúss, ekki aðeins fyrir útlendinga, heldur líka okkur sjálf.

Allir kannast við það, hve erfitt er að finna mörg hús á Íslandi af því að húsnúmer vantar eða að húsum er raðað niður á hreint ótrúlega ólíkan hátt í hverfunum, þannig að ekkert samræmi ríkir frá hverfi til hverfis.

Hrein afturför hefur orðið í þessu efni frá mínum unglingsárum þar sem göturnar voru beinar og talið til austurs fyrir austan læk og til vesturs fyrir vestan læk, og oddatölurnar vinstra megin en jöfnu tölurnar hægra megin.

Nú er þetta sums staðar þannig að engu er líkara en ætlast sé til þess að allir viti alls staðar hvar allt er.

Og alveg dæmigert að erlent fólk eigi að vita það að "ófært" þýði "closed."

Það vekur athygli að á á skiltinu sem myndin er af á tengdri frétt á mbl.is er orðið "closed" með gulum stöfum. Af hverju ekki með rauðum stöfum?    


mbl.is „Closed“ kemur í stað „Ófært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt að bæta enskunni við, en samkvæmt frétt Vegagerðarinnar hefur íslenskunni þannig verið útrýmt, sem hlýtur að teljast mjög vafasamt. Það hlýtur að vera hægt að hafa bæði tungumálin, t.d. til skiptis á 5 sekúndna fresti. Ef ekki, þá hlýtur íslenskan að vera mikilvægari en enskan, annað er fáránlegt og myndi varla líðast í öðrum Evrópulöndum - þó víðar væri leitað.

Þorfinnur Ómarsson (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 20:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hann er alveg trylltur,
allt er merkingarlaust,
kallinn á Guðsvegum villtur,
vesen bannsett hvert haust.

Þorsteinn Briem, 17.9.2013 kl. 20:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er ég viss um að allir Íslendingar viti hvað það merkir að vera "fyrir austan eða vestan læk", enda þótt þeir myndu treysta sér að öðru leyti til að "læka" þennan pistil.

Og margir þeirra sjálfsagt betri í enskunni en íslenskunni.

Veit þó ekki með Guðna "læk".

Þorsteinn Briem, 17.9.2013 kl. 21:25

4 identicon

Sammála. Það er ekkert annað en tilræði að hleypa  fólki, tala ekki um erlendu, inn á  Mýrdalssand og austur um í fárviðri - að hausti/vetri til!

Þjóstólfur (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 22:05

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Auðvitað ætti þetta að vera með rauðum stöfum  - og blikka stöðugt

Þórir Kjartansson, 17.9.2013 kl. 22:27

6 identicon

Svo finnst mér líka umhugsunarvert að fólk skuli sitja uppi með tjónið á bílalaigubílum. Fulltrúi Sjóvá sagði á Bylgjunni eitthvað á þá leið að fólk yrði að gæta varúðar! Þetta væri því ekki bætt. Þetta eru aðstæður sem venjulegir erlendir ferðamenn hafa ekki hugmyndaflug um að séu yfirhöfðuð til hvað þá að þeir geti varast þær nema að fá mjög góðar upplýsingar. Á ensku a.m.k.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 22:35

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég tek undir með Ómari, að stafirnir í skiltinu með fréttinni ættu auðvitað að vera með rauðum stöfum-enga hálfvelgju hér !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.9.2013 kl. 05:28

8 identicon

Er alveg sammála þér Þorfinnur, það er hlálegt ef að þeir hafa ekki bæði málin.

Rúnar Valsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 10:28

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Skiltið sem sýnt er á myndinni er almennt upplýsingaskilti Vegegerðarinnar sem er með gulum ljósstöfum. Trúlega er ekki einfalt að láta það sýna rauða stafi án töluverðs tilkostnaðar.

Ódýr lausn og ódýr væri kannski að vera með rautt skært blikkandi ljós ofan á skiltinu (eða framan á) sem dregur athyglina að því þegar á því stendur "closed" eða "closed - ófært"

Ágúst H Bjarnason, 18.9.2013 kl. 11:09

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það datt upp úr mér, að það hefði nú átt að hafa upplýsingar á ensku, að sjálfsögðu, og íslensku líka.

Þá kom góð athugasemd frá einum af ungu kynslóðinni, að íslendingar kynnu ensku.

Þá sagði hún gamla ég, að sumt gamla fólkið á Íslandi kynni ekki ensku.

Þá komu þau ágætis rök frá ungu kynslóðar einstaklingnum, að þeir gömlu íslensku einstaklingar fylgdust með veðurspám, áður en þeir færu af stað.

Þetta fannst mér góður rökstuðningur. Rökræður borga sig alltaf.

Aðalatriðið er að allir séu rétt upplýstir á ábyrgan hátt. Og greinilega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.9.2013 kl. 12:02

11 identicon

Það er vitaskuld ekki sæmandi þjóð sem ekki vill láta kalla sig taglhnýtinga erlendrar menningar að hafa skilti og tilkynningra á erlendum tungum en ekk á móðurmálinu.  Sá hugsanagangur að ekkert geri til þótt íslenskuna vanti því „allir“ kunni útlensku og þeir sem svo illa kunni að vera komið fyrir geti bara skoðað veðurspána, leiðir vitaskuld til þess að ástæðulaust verður að halda í sérstöðu íslenskrar þjóðar.  Og þar með er íslensk þjóð ekki lengur til því það sem gerir þjóð að þjóð er ekki útlitið heldur menningin.  Að sönnu er íslenska þjóðin engu merkilegri í sjálfu sér en aðrar þjóðir, en hún er þjóðin mín, Önnu, Ómars, Steina Briem og Gunnars Th og allra hinna, og mér þykir vænt um hana. 

Þess vegna vil ég ekki sjá hana renna saman við engilsaxneska menningu og hverfa síðan sporlaust eins og t.d. Íslendingarnir sem fluttir voru til Alsír árið sem Guðbrandur biskup dó. 

Þess vegna verður áletrunin að vera á íslensku þótt útlenska megi svosem vera þarna líka fyrir þá sem ekki skilja ástkæra ylhýra málið.  Þes vegna finnst mér það líka óþolandi lágkúra þegar við „borgarhlið“ Reykjanesbæjar stendur:  Center Keflavík.

Og hana nú!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 16:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.9.2013 (í dag):

""CLOSED" birtist á ljósaskiltum í stað "ÓFÆRT" á fáum stöðum og til bráðabirgða á meðan unnið er að annarri og varanlegri lausn."


"Unnið er að lausnum á vandamálum varðandi ljósaskiltin með framleiðanda þeirra erlendis þannig að hægt verði að nota þar bæði íslensku og ensku til að koma boðum til vegfarenda um lokaða eða ófæra vegi."

"Reynslan síðustu daga sýnir að auðvelt er að ná til Íslendinga eftir hefðbundnum leiðum og þá fyrst og fremst með fjölmiðlum.

Öðru máli gegnir með útlendinga og því er farið í þessa bráðabirgðalausn til að freista þess að ná til sem flestra erlendra ökumanna."

Breyting á ljósaskiltum er til bráðabirgða - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 16:38

13 identicon

Steini Brím er eðal piltur

er á bloggi mikils virtur

hann vísar mönnum rétta vegin

er homblest gott öðru megin?

BMX (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 19:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að þúfutittlingarnir hétu AMX.

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 19:16

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorvaldur S. Sumir eru uppteknir af þjóðrembu-skýringum og einhverjum álíka áherslu-atriðum. Ég hef oft verið talin með þeim, að ósekju í sumum tilfellum, og réttlætanlegum í öðrum tilfellum. Það hefur farið eftir því hverra augu sjá hvað, og í hvaða samhengi, miðað við upplýsingar fjölmiðla á Íslandi og víðar.

Ef gamla og nýja kynslóðin fær ekki viðurkennt svigrúm til að rökræða saman, um gamla og nýja tímann, þá glatast dýrmætir kostir beggja hópa, reynsla þeirra og þekking, í ófriðarbálinu tortímandi og pólitíska.

Ef við ólíku kynslóðirnar viljum frið, réttlæti, sátt og samstöðu, þá þurfum við öll að hafa einhverskonar siðmenntað umburðarlyndi, vilja og þroska, til að gefa sanngjörnum og rétt upplýstum rökræðum tækifæri.

Ef við gamlingjarnir lokum á rökvisku-umræður unga fólksins, þá eigum við ekki mikla virðingu skilið frá því ágæta fólki. Það sama gildir um unga fólkið ef það lokar á rökvisku þeirra gömlu, að Það unga fólk á ekki virðingu skilið.

Gagnkvæm virðing hefur týnst í þessu sundraða, kerfisstýrða og spillta spretthlaupa-metnaðarofsa-samfélagi.

Þá er ekki mikil mannúðar-samfélags-friðarvon. Og hvað er þá eftir? Innistæðulausir lífsgæðakapphlaups-gervipeninga-bankar og glæpafjármálafyrirtæki? Hver er stefnan? Hvað segja EES-reglurnar?

Eru börnin, fjölskyldan og heimilin dýrmætasta eign almennings á Íslandi (allra þjóða), eða á að telja almenningi á Íslandi trú um að þessum dýrmætum skuli fórnað á lottó-báli glæpafyrirtækja (enskumælandi), sem hafa höfuðstöðvar í EES/ESB-sambandi?

Menntunar-mannauður Íslands er ekki mikils virði, ef enginn hefur lært svarið við þessum grundvallar-spurningum. Og ekkert minna en svar á Íslensku tungumáli er ásættanlegt. (þjóðrembingur? Ég veit það ekki.) Það er ekki til teningur með einungis eina hlið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.9.2013 kl. 21:22

16 identicon

Ég get virt og hlustað á skoðanir ungs fólks þótt ég taki ekki undir það að enska eigi að vera rétthærri íslensku á Íslandi.  Slíkar skoðanir hrek ég með rökum en lúffa hvergi.  Vitaskuld má halda því fram að heppilegast sé að allir tali sama tungumálið og auðvitað yrði það ódýrast.  En það sem eykur fjölbreytni er betra en það sem úr henni dregur.  Hver vill blanda öllum málningarlitum í eina fötu og mála svo veröldina með þeirri blöndu?  Og hvernig yrði sá litur sem úr því kæmi?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband