Ruglkennd fyrirsögn: "Varað við viðskiptaþvingunum."

Fyrirsagnir frétta, eins og til dæmis þeirri, sem þessi pistill er tengdur við, getur gefið alranga mynd af efni fréttarinnar. 

Þegar ég sá fyrirsögnina án þess að hafa lesið fréttina, hélt ég að einhver sérfræðingur eða áhrifamaður væri að vara Vesturveldin við að beita Rússa viðskiptaþvingunum.

Nei, það er þveröfugt, Vesturveldin eru að vara Rússa við því, að þau muni beita þá viðskiptaþvingunum.

Í fyrirsögn, þar sem sagt er að varað sé við einhverju, felst ósk um að það sem varað er við, sé ekki framkvæmt.

Ef sagt er: Varað er við að fara nálægt einhverju, til  dæmis Sólheimajökli, er merkingin ljós, sú ósk að fólk fari ekki nálægt jöklinum.

Ef við setjum viðskiptaþvinganir inn í staðinn fyrir Sólheimajökul, er varað við því að beita slíkum þvingunum.

Ef hins vegar er sagt: "Rússum hótað viðskiptaþvingunum" er merkingin augljós. Af hverju var fyrirsögnin ekki orðuð þannig?  


mbl.is Vara við viðskiptaþvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt! Þú sparaðir mér nöldrið.

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 15:45

2 identicon

Mogginn reynir krók á þá Omma og Þodda. Þeir breyttu þessu í: Varað við "hertum" viðskiptaþvingunum. Er ekki eins hægt að vara við hertum þorskhausum?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband