Ógnvaldur allra stórvirkjana nema Blönduvirkjunar?

Ein stærstu rökin fyrir virkjun Blöndu á níunda áratugnum voru þau, að með tilkomu hennar væru egg stórvirkjana á Íslandi ekki lengur öll í sömu körfunni á Þjórsár-Tungnaársvæðinu. 

Bárðarbungu eru eignuð upptökin að stórgosum allt suður á Veiðivatnasvæðið og Friðland að Fjallabaki og innifalin í þeim eru gos sem hafa valdið stórfelldum landbreytingum á þeim svæðum og rennsli hins hrikalega stóra Þjórsárhrauns, sem fór í sjó fram í Flóanum og liggur undir jarðveginum í þeirri sveit. 

Árangur sem náðist í baráttunni við Heimaeyjargosið 1973 segir lítið um það hve vel mönnum myndi ganga að ráða við margfalt stærri hraunstrauma og stórgos. 

Þess vegna má segja að Bárðarbunga sé ógnvaldur allrar stórvirkjanakeðjunnar, sem nú framleiðir um 800 megavött samanlagt en myndi fara vel á annað þúsundið ef virkjað verður áfram við Norðlingaöldu og einnig neðar í ánni.

 150 megavött Blöndu mega sín lítils sem mótvægi og enn minna ef Kárahnjúkavirkjun er skilgreind innan hugsanlegs áhrifasvæðis Bárðarbungu. 

Fremri-Kárahnjúkur er eldfjall, sem tvær af þremur stíflum Kárahnjúkavirkjunar liggja upp að, og hin þriðja er skammt frá.

Í bloggpistli næst á undan þessum er tengingu misgengissvæða á Kárahnjúkasvæðinu við eldstöðvakerfið norðan Vatnajökuls lýst, en reynist Askja og Kverkfjöll undir áhrifum frá Bárðarbungu má segja að hún geti líka verið ógnvaldur stórvirkjana á norðausturhálendinu, en orka þeirra er nú 690 megavött en uppi eru hugmyndir um að bæta við næstum jafnmiklu við með virkjunum í Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti.     


mbl.is Virknin að aukast á skjálftasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef öllum þessum virkjunum yrði ógnað með hraunrennsli þá held ég að staðan væri orðin sú að við þyrftum að hafa áhyggjur af ýmsu öðru frekar en virkjununum!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 11:09

2 identicon

Það er alveg hræðilegt að sjá fjölmiðla rugla saman einungum á afli og orku.

Maður skrifar þetta venjulega á að ritstjórnir fjölmiðla viti ekki betur.

En þú Ómar ættir að gera það. 690 megavött eru ekki orka heldur afl. Og virkjanir framleiða ekki afl heldur afkasta því. Þú verður að margfalda afkastagetu í afli við tímabil.

Ef þú ert spurður hvað þú hafir keyrt langt myndir þú ekki svara 90 km/klst.

Einingin watt (w) er í joule á sekúndu (j/s).

Joule er SI eining orku en dags daglega notum við wattstundir.

Ein wattstund er 3600 joule.

Tryggvi (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband