Að flytja sig að heiman er alþjóðlegt fyrirbæri í íþróttum.

Nær allir þeir, sem vilja komast eins langt í bardagaíþróttum og hugsanlegt er, flytja sig og starfsemi sína til þeirra landa þar sem allt umhverfið er þeim hagstæðast. 

Dæmin eru óteljandi. Tveir bestu þungavigtarmenn í hnefaleikun síðasta áratug, yfirburðamennirnir Klitscko-bræður, fluttust ungir frá Úkraínu til Þýskalands vegna þess að allt umhverfið fyrir feril þeirra var vonlaust í heimalandinu með alla sína spillingu og höft. 

Mexíkóskir hnefaleikarar, sem hafa átt fjölmarga í fremstu röð, flytjast langflestir til Bandaríkjanna til að ná eins langt í íþrótt sinni og mögulegt er, því að aðstaða öll og skattaumhverfi eru svo margfalt betri en í heimalandinu. 

Svipað er að segja um íþróttamenn frá öðrum ríkjum Ameríku og Afríku. 

Íbúar Mexíkó, Puerto Rico og Ukrainu fyrirgefa þessum afreksmönnum, því að þeir halda á lofti uppruna sínum og eru stoltir af honum og landar þeirra heima vita vel um spillingu, höft og ósamkeppnisfært umhverfi, sem þeir geta kennt sjálfum sér um. 

Þeir vita að ef þessi afreksmenn hefðu reynt að halda áfram að gera út heiman frá hefðu þeir aldrei náð eins langt, orðið eins frægir og varpað jafnmiklum ljóma á upprunalegt þjóðerni sitt. 

Við þurfum að sýna Gunnari Nelson og öðrum skilning þótt auðvitað hafi það verið sætt að eiga besta leikmanninn í þýsku Bundesligunni eins og Ásgeir Sigurvinsson var án þess að hann skipti um ríkisfang. 

Þýskir sögðu að hann hefði orðið fyrirliði þýska landsliðsins ef hann hefði skipt um ríkisfang.

Þetta er rétt að hafa í huga þegar hér rísa bylgjur vandlætingar á borð við þá sem reis þegar landi okkar tók þátttöku sína á HM í knattspyrnu í sumar og fá að vera þar spilandi inni á vellinum fyrir Bandaríkin fram yfir það að sitja áfram á varamannabekk í landsleikjum hjá íslenska landsliðinu, sem ekki komst á HM.  


mbl.is Gunnari Nelson ráðlagt að flytja út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nelson hér nú stoppar stutt,
stæltur erindreki,
allt með viti út er flutt,
Íslands spekileki.

Þorsteinn Briem, 16.12.2014 kl. 08:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður, Steini. Getur farið að eiga enn betur við um læknana en hingað til. 

Ómar Ragnarsson, 16.12.2014 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband