Enn og aftur spurning um stjórnarskrárákvæði.

Á tveimur og hálfa ári, sem liðið hefur síðan yfirgnæfandi meirihluti fékkst í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið, hefur skortur á ákvæðum í núverandi stjórnarskrá æ ofan í æ komið uppp á yfirborðið.

Meðal þessara atriða er auðlindaákvæði í stjórnarskrá, sem sérstaklega var spurt um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og hlaut yfirgnæfandi brautargengi.

Forsetinn hefur sagt að lög um auðlindir henti vel til þjóðaratkvæðagreiðslna þegar um er að ræða réttindi til margra ára.

Fróðlegt verður að sjá hve margir muni skrifa undir áskorun til hans nú og hvernig hann muni meta makrílfrumvarpið ef mjög mikill fjöldi muni skora á hann.  


mbl.is Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það stendur reinda " viltu að í nyri " stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki er í einkaeigu þjóðareign. síðan á eftir að útfæra tilöguna og kjósa aftur. þá er ekki vist að niðurstaðan yrði sú sama gét varla sagt að makríllin einn og sér fari í þjóðarathvæði. því þettað eru ekki heildarlög um stjórn fiskveiða. heldur sérlög. svo géta menn deilt um útfærlsuna. 

ps 

 ágætur stykluþáttur  í hvöld. hvaðan er orðið nýifoss í farinu komið. þegar það kom fyrst í umræðuna kanaðist ég ekki við nafnið og nágraninn sem hefur lifað hér og smalað svæðiðí áratugi kannaðist ekki við nafnið. ekki slæmt nafn en ef ómar kann hvernig nafnið varð til væri ágæt að vita það

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 22:15

2 identicon

Í þessum ógildu sérhönnuðu kosningu vinstrimanna, kaus 35% kosningarbærra já, í spurningu sem alveg eins hefði getað verið "Viltu að öll dýrin í skóginum séu vinir?"

Vinstrimenn hafa þá einkennilegu lífssýn, að þeirra skoðanir séu þjóðarvilji.

Hilmar (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 23:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta stjórnagaráðsklúður dró nú ekki meirihluta kjósenda á kjörstað.

Þrátt fyrir sífelldan áróður meðvirkra fjölmiðla náðist það ekki.

Svo fekk almenningur bara að svara sérvöldum spurningum Þorvaldssinna.

Enginn kostur gafst á að greiða atkvæði um fullveldisframsals-ákvæðið í þágu Evrópusambandsins (111. grein draganna frá "ráðsmönnunum" ekkigóðu), hvað þá heldur um 67. greinina sem bannað hefði þjóðinni að krefjast atkvæðagreiðslu um að segja upp aðildarsáttmála við Evrópusambandið þar sem kveðið hefði verið skýrt á um það fullveldisframsal.

Allt var þetta stjórnlagaráðs-rugl byggt á svindli og lögbrotum, stofnað til þess af minnihluta alþingismanna þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlagaþing.* Eðlilegt að margir sátu bara heima í stað þess að krossa við valdar spurningar Valgerðarstýrðrar stjórnlaga- og eftirlitsnefndar Alþingis.

* Sjá hér: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1249242/ og hér: http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263362/ og hér: http://www.dv.is/blogg/adsendar-greinar/2012/10/9/jon-valur-var-athaefi-stjornarlida-vid-skipan-stjornlagarads-verjanlegt/

Jón Valur Jensson, 4.5.2015 kl. 01:13

4 identicon

jón valur. þettað er vilji þeira sem komu á kjörstað það verður að taka tilit til þess. þó meirihluti kjósenda hafi ekki komið á kjörstað virkar lyðræðið svona þeir sem kusu ekki er alveg sama. þó ég sjálfur er lítið hrifin af þessari athvæðagreiðslu. vil ég að lýðræðið ráði. og lýðræðið er þeir sem koma á kjörstað ráða. það var eingin sem hvatti fólk til að mæta ekki á kjörstð svo það að mæta ekki á kjörstað hafði einga þýðíngu  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 09:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Kristinn Geir, allt þetta fyrirbæri var ÓLÖGLEGT, í andstöðu við úrskurð Hæstaréttar og þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlagaþing; m.a. þess vegna vildu margir ekki mæta á kjörstað, þgar kosið var um hinar gróflega róttæku og víðtæku tillögur "ráðsins" ólögmæta. Þar að auki var það þvert gegn ítrekuðum orðum Þjóðfundarins að breyta stjónarskrá FRÁ fullveldisvernd TIL billegs leyfis til að framselja með einfaldri aðgerð fullveldi landsins til stórveldis.

Jón Valur Jensson, 4.5.2015 kl. 10:08

6 identicon

jón valur þakka fyrir. nú man ég ekki eftir því að athvæðagreiðslan hafi verið dæmd ólögleg hitt er anað ef jón valur á við kosníngu stjórnlagaþíngs sem var nokkuð skrítin kosníng. þá kemur það í sjálfri ekki athvæðagreiðsluni við. þær athvæðargreiðslur sem hafa komið á undan þessari þurfti ekki sérstaks ferlis. menn komu sér saman um niðurstöðuna sem síðan var send til athvæða. en það var ekkert skilirði.það var engin stjórnmálaflokkur eða samtök sem hvöttu menn til að mæta ekki á kjörstað ef ég man rétt. svo það að svo það að mæta ekki á kjörstað hafði einga þíðíngu. las nú þessa svo kölluðu niðurstöððu nemdarinar. en í kosníngunum er tala um að hafa til hliðsjónar það er eingin niðurstaða bara rándýr skoðanakönun. nema það með kirkjuna þar sem  niðurstaðan var að menn vildu hafa þjóðkirkju. nú eru píratar að reina að komast framhjá enu öruggu niðurstöðu kosníngana það er mikkil ást á lýðræði á þeim bæ.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband