Ömurleg orðanotkun.

Nú er okkur sagtí netfrétt að gera eigi tilraun til að fljúga í einum legg yfir Kyrrahafið. 

Í hvers konar fæti eða löpp á flugmaðurinn að fljúga? 

Eða ætlar hann vegna hinnar löngu flugleiðar ao leysa ákveðið vandamál með því að fljúga í þvaglegg?

Charles Lindberg flaug fyrstur manna einn í einum áfanga yfir Atlantshafið frá New York til Parísar árið 1927. 

Hann flaug ekki í neinum andskotans legg, fyrirgefið orðbragðið. 

Það verður að gera lágmarkskröfur til fjölmiðlafólks um málakunnáttu þess og enda þótt kunnátta í ensku sé nauðsynleg og að það sé gaman að slá um sig með því að troða enskum orðum alls staðar inn þar sem mögulegt og ómögulegt er til að sýna kunnáttu í því máli, er enn nauðsynlegra að hafa vald á eigin móðurmáli og misbjóða því ekki. 

Eða verður næsta skref í "hreinsun" íslenskrar tungu að breyta einni hendingunni í laginu Sprengisandi og syngja: "...Drottinn leiði drösulinn minn. /  Drjúgur verður síðasti leggurinn"?


mbl.is Mun ekki snúa við úr þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvað sem öllu tali um leggi eða áfanga líður þá er fréttin náttúrulega röng því ekki er flogið í einum legg/áfanga yfir Kyrrahafið ef millilent er í Hawaii á leiðinni. Leggurinn/Áfanginn frá Hawaii til Phoenix liggur náttúrulega líka yfir Kyrrahafið.

PS: En þér er náttúrulega fullkunnugt um að oft er talað um leggi í fluginu, ef flogið er langa leið með millilendingum. En slíkt tal er náttúrulega sletta.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.6.2015 kl. 10:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kannast að sjálfsögðu við það að sletta í kæruleysi þegar rætt er um flugleið og segja til dæmis hvar annar eða þriðji leggur sé eða sletta þessu enska orði í samanburði á áföngum.

En "að fljúga í legg" hef ég ekki heyrt áður, og nú hringja bjöllurnar hjá mér, því að með sama áframhaldi verður orðinu áfangi alveg útrýmt og í staðinn flýgur fólk, ekur og hjólar í leggjum.

Og þegar hjólreiðafólki verður kalt í leggjunum í leggjunum er komið langt út yfir öll skynsamleg mörk í ruglinu til þess eins að þjóna takmarkalausri undirgefni okkar við enska tungu og viðleitninni til þess að slá um okkur með því að sýna fram á hvað við kunnum mikið í því tungumáli.   

Ómar Ragnarsson, 29.6.2015 kl. 11:09

3 identicon

„Hann flaug ekki í neinum andskotans legg ...“

Déskoti vel orðað. Stundum þarf að byrsta sig svo nýliðarnir skilji.

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 17:17

4 identicon

Skrítið að fólk skuli fá hland fyrir hjartað og hræðast að eldri orðum verði útrýmt þegar nýtt bætist í flóruna, sérstaklega skrítið þegar nýja orðið er afspyrnu ljótt.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.6.2015 kl. 19:07

5 Smámynd: Alfreð K

Tek heilshugar undir með Ómari, það verður að gera lágmarkskröfur til fjölmiðla um að þeir tali/skrifi móðurmálið okkar rétt, ég reyndar kenni minnkandi kröfum í menntakerfinu okkar um hvernig komið er (og hvert stefnir), með hverri nýrri kynslóð virðist fjölga slettum ýmiss konar (dæmi: „fíla,“ „snappa,“ „meika sens,“ „enívei“) og hvimleiðar málfræðivillur og mállýti breiðast út sem aldrei fyrr (dæmi: „fara erlendis,“ „Keyptu og þú gætir unnið ...!,“ „mér vantar,“ „versla raftæki,“ „loka hurðinni“).

Svo er verið að stytta nám til stúdentsprófs með tilheyrandi gengisfellingu, það og hitt t.d. að skólabörnum (í Rvík a.m.k.) sé ekki lengur gert að læra margföldunartöfluna segir kannski allt sem þarf um viðhorf ráðamanna til menntunar hér á landi nú um stundir.

Alfreð K, 29.6.2015 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband