Þarf ekki að vera rándýr munaður.

Það er algengt að heyra talað um hálendisferðir, jöklaferðir og húsbílaferðir sem einhvern munað, sem aðeins hátekjufólk geti veitt sér. Renault_Estafette_rhd_1966_reg

Húsbíll Guðbjargar Gissurardóttur og ódýrir jeppar og jöklajeppar afsanna þetta.

Í fréttinni af húsbíl Guðbjargar sýnist mér þetta vera fornbíll, Renault Estafette "Franskbrauð" eins og það var kallað á sinni tíð.

Sá bíll var tímamótabíll þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmri hálfri öld.

Fyrsti bíllinn af þessu tagi, sem náði verulegri sölu, var Volkswagen "Rúgbrauð", sendi- og fjölnotabíll með vél og drif aftur í.

Renault fór hins vegar aðra leið og setti vél og drif fremst í bílinn, svo að allt gólfið fyrir aftan stjórnklefann gat verið flatt og lágt og því bæði meira rými í Franskbrauðinu en Rúgbrauðinu, heldur einnig miklu auðveldara að ferma og afferma bílinn.UAZ 452 húsbíll

Það tók Volkswagen og Fiat verksmiðjurnar tvo áratugi að beygja sig fyrir því að "Franskbrauðið" var rétta lausnin.

Húsbíll er, eðli málsins vegna, sáralítið notaður bíll, ekki hvað síst ef hann er fornbíll, en gefur þeim mun meiri gleði og ánægju, fellir af honum opinber gjöld og lækkar tryggingar, eðli málsins samkvæmt. 

Ég á einn slíkan "forn-húsbíl", rússneskan UAZ 452 árgerð 1972, ódýrasta fjórhjóladrifna húsbíl landsins og hann hefur veitt mér bæði ómælda ánægju og verið notadrjúgur sem "hótel Norðausturland" í nokkur ár, staðsettur á Akureyri, og þar af leiðandi á ferðinni allan hringveginn og allt upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum og til Borgarfjarðar eystri.

Síðustu ár hefur hann staðið ónotaður vegna fjárskorts, - það þarf að gera smá lagfæringar á hemlum, en kemst vonandi fljótlega aftur í gagnið.   


mbl.is Húsbíllinn er eins og gleðipilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband