Kanarnir og Sádarnir ráða miklu.

Yfirivöld í Sádi-Arabíu með öllu sínu alræði spilltrar ættar og mannréttindabrotum ráða mestu um það að "ungu fólki er ýtt út í úthverfin" eins og segir í fyrirsögn á tengdri frétt á mbl.is. 

Sádarnir ráða mestu um olíuverðið á heimsmarkaði og það að það er auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér gamlan ódýran bíl og búa í úthverfi þar sem íbúðaverð er lægra, heldur en að kaupa íbúð miðsvæðis vestan Elliðaáa þar sem það er hæst er afleiðing af ástandi sem við höfum ekki stjórn á. 

Meðan utanríkisstefna BNA, mesta herveldis heims, byggist á því að halda eldsneytisverðinu niðri, verður þetta svona. 

Í merkilegri skýrslu með samanburði á 16 borgum á Norðurlöndum, sem samtök norrænna borga gáfu út fyrir næstum 20 árum, en var stungið undir stól, kemur margt áhugavert í ljós. Meðal þess er þetta: 

1. Reykjavík, höfuðborgarsvæðið, er álíka dreifbyggð og borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndum en verr skipulagt varðandi almenningssamgöngur. Undantekning er Stavanger, þar sem meginbyggðin er aðkreppt af sjó. Dreifð byggð Reykjavíkur er þvi ekki eins einstæð hvað snertir dreifða byggð og haldið hefur verið fram, heldur er dreifð byggð afleiðing af áhrifum lágs eldsneytisverðs. Samanburður á Reykjavík og gömlum og grónum stórborgum Evrópu er út í hött, en honum er alltaf hampað.  

2. Íbúðarými á hvern íbúa er langstærst í Reykjavík. Enda vetrarveðrin þannig og sumarhitinn það lágur að fólk eyðir meiri tíma inni við og vill meira rými innan dyra.

Er þetta þá allt gott og blessað?

Nei, því að fyrr eða síðar á þessari öld munu þær olíulindir jarðarinnar, sem hagkvæmt er að nýta, þverra og miklu dýrara verður að ná í olíu. Við Íslendingar erum í einstæðri aðstöðu til þess að flýta óhjákvæmilegum orkuskiptum og skipta yfir okkar eigin hreinu orkugjafa svo að öllum vandamálum verði ekki velt á afkomendur okkar.

Nýta þarf betur það svæði, sem borgin er nú byggð á. Merkilegt er til dæmis að horfa á Keldnalandið óbyggt, aðeins þrjá kílómetra frá stærstu krossgötum landsins. Nýja hverfið, sem á að reisa við Elliðavog er dæmi um það sem þarf að gera.

Einhver kann að segja sem svo að hækka eigi eldsneytisverðið svo mikið að hvatinn til að búa í úthverfum hverfi. En það mun valda kjararýrnun og fólk mun þá bara flytja til nágrannalanda þar sem eldsneytisverðið verður lægra.

Kanarnir og Sádarnir ráða.  


mbl.is Ungu fólki ýtt í úthverfin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... það er auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér gamlan ódýran bíl og búa í úthverfi þar sem íbúðaverð er lægra, heldur en miðsvæðis vestan Elliðaáa þar sem það er hæst."

Fólk vill yfirleitt búa sem næst sínum vinnustað og spara þannig meðal annars mikinn tíma í ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, mikil bensínkaup, slit á bílum og jafnvel kaup á öðrum bíl á heimili.

Og flestir Reykvíkingar starfa vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Þorsteinn Briem, 17.7.2015 kl. 01:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015:

"Mikil uppbygging framundan á Kirkjusandsreit:"

"Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta en við gerum ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu og Reykjavíkurborg mun ráðstafa um 180 af þeim, meðal annars til eflingar leigumarkaðar."

Þorsteinn Briem, 17.7.2015 kl. 01:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gísli Marteinn hefur stöðugt haldið því fram að helmingur Reykvíkinga starfi vestan Kringlumýrarbrautar. En það þýðir líka að helmingur Reykvíkinga starfi austan Kringlumýrarbrautar. 

En þú og hann talið alltaf um Reykjavík út frá þröngum hreppasjónarmiðum. 

Auðvitað á að miða við allt höfuðborgarsvæðið, sem er ein atvinnuheild. 

Ómar Ragnarsson, 17.7.2015 kl. 01:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015:

"Um miðjan október á síðasta ári skrifaði ég ykkur um það að hugmyndasamkeppni um RÚV-lóðina í Efstaleiti væri í undirbúningi.

Nú eru samningar um það í höfn ásamt tveimur öðrum sem við samþykktum í borgarráði áðan.

Í fyrsta lagi gerðum við samkomulag um að 20% af byggingarrétti á svæðinu renni til Reykjavíkurborgar til uppbyggingar á leiguhúsnæði, stúdentaíbúðum eða búseturéttaríbúðum."

Þorsteinn Briem, 17.7.2015 kl. 01:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Þorsteinn Briem, 17.7.2015 kl. 01:19

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott og vel. En hvað verður verð þessara íbúða hátt?

Ómar Ragnarsson, 17.7.2015 kl. 01:28

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður rétt hjá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.

Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.

Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.

Og öllum kjördæmum landsins.

Þorsteinn Briem, 17.7.2015 kl. 01:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með því að búa skammt frá sínum vinnustað sparar fólk mikinn tíma í ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, mikil bensínkaup, slit á bíl og jafnvel kaup á öðrum bíl á heimili.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa skammt frá vinnustað, enda þótt íbúðir þar séu dýrari en langt frá vinnustaðnum.

Og einnig hagstæðara þjóðhagslega vegna minni innflutnings á bensíni og varahlutum, svo og fyrir viðkomandi sveitarfélög vegna minna viðhalds á götum en ella.

Þorsteinn Briem, 17.7.2015 kl. 02:25

9 identicon

Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður rétt hjá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.

Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.

Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.

Og öllum kjördæmum landsins.

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:43

10 identicon

Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður rétt hjá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.

Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.

Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.

Og öllum kjördæmum landsins. ?????! 

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:45

11 identicon

Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður réeykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.

Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.

Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.

Og öllum kjördæmum landsins.  Og hana nú Ómar ha,ha.ha, viltu meira?  Þrjú hjól undir bílnum hvað. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:52

12 identicon

Smá viðbót í tilveruna,

Norðaustan 3-10 m/s, en 8-13 með S- og SA-ströndinni í fyrstu. Skýjað og lítilsháttar væta N- og A-lands, en bjart með köflum S- og V-til. Skýjað og þurrt um landið N- og A-vert í dag, en dálítil væta þar í kvöld. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast SV-lands en kaldast á annesjum fyrir norðan.
Dagur að kveldi komin

Steini Briem

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 02:58

13 identicon

Dreifing byggðar á höfuðborgarsvæðinu var lengi vel merkilega mikil og stór svæði óbyggð á milli, þótt það sé reyndar að breytast ört nú um stundir. Orsökina fyrir þessu má skilja til muna betur ef maður les hið merkilega rit Eggerts Þórs Bernharðssonar, (sem lést alltof snemma nú um hátíðarnar). Eftir lestur hennar er manni ljósara en áður hvað sveitamaðurinn í sumum íbúum Reykjavíkur framan af síðustu öld var ríkur þáttur í að verðmætt byggingarland var tekið frá til landbúnaðarnota, þótt fyrir því væru engin rök nema frekja og íhaldssemi tiltölulega fámenns hóps fólks.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 07:04

14 identicon

Það er alger óþarfi að kenna útlendingum um lóðauppboðsstefnu R listans sem leiðir til hækkunar á íbúðarverði sem einkum ungt fólk ræður ekki við.  Hátt fasteignaverð bitnar hins vegar á öllum, hvort sem þeir kjósa að eiga sitt húsnæði eða leigja.  Þessi lóðauppboðsstefna gagnast tiltölulega fámennum hópi en ansi frekum.  Þetta eru ójafnaðarmenn.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband