Löngu horfið viðhorf erlendis lifir góðu lífi hér.

Sjá má á bloggsíðum andmælt því að ástæða sé að amast við akstri utan vega á borð við þann, sem mynd náðist af við Vatnsfellsvirkjun. Sjá má setningar eins og "þetta verður horfið í næsta sandroki". Krepputunga. akstursskemmdir

Þetta viðhorf hefur fyrir löngu verið kveðið í kútinn hjá siðmenntuðum þjóðum, meira að segja í landi frelsisins, Bandaríkjunum. 

Þar er víða lögð 130 þúsund króna sekt við því að kasta svo miklu sem einum sígarettustubbi eða einu karamellubréfi frá sér á víðavangi. 

Fyrir bragðið er hægt að vera gestur á milljón manna flughátíð í heila viku án þess að sjá svo mikið sem sígarettustubb eða tyggjóklessu neins staðar. 

"En þetta er nú bara sandur og dropi í hafið á víðlendum auðnum Íslands" er sagt. 

En þá horfa menn framhjá því að þúsundir jeppa eru á ferð um hálendi Íslands á hverju sumri og ef leyfilegt er að aka þeim öllum eins og hverjum sýnist hvar sem er, hvenær sem er og hve oft sem vera vill, verður það allt útbíað í svona spjöllum, sem eru, þrátt fyrir talið um að þetta sé "bara sandur" alger eyðilegging á þeirri upplifun af hálendinu sem sóst er eftir. 

Á meðfylgjandi mynd hér á síðunni sjást spjöll eftir spól í ljósum vikri, þar sem undirlaginu, svörtum vikri, var rótað upp yfir hvíta vikurinn. 

Hugsanlega mun það taka mörg ár eða jafnvel áratugi að svona jafni sig, og því furðulegt að sjá því haldið fram, að það væri bara hið besta mál að öllum væri leyfilegt að spóla þetta svæði, Krepputungu, út á þennan hátt. 

Þar að auki er umhverfið þarna algerlega einstakt og inni í Vatnajökulsþjóðgarð. 

 

 


mbl.is Utanvegaakstur náðist á mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband