Allt sem fer upp hlýtur að koma aftur niður.

Allt sem fer upp hlýtur að koma niður aftur er þekkt orðtak, - á frummmálinu í söng hljómsveitarinnar Blood, sweat and tears":  "What goes up must come down / spinning wheel / gotta go around...". 

Uppgangsár Kínverja hafa um margt minnt á bankabóluna miklu hér á landi, en auðvitað er kínverska hagkerfið svo mörgum sinnum stærra að áhrifinna gætir eins og í Tsunami um allan heim. 

Mest kemur á óvart hve seinir til og sofandi ráðamenn eystra hafa verið, eins og þeir annað hvort trúi því varla að bólan sé að springa eða fallist hendur vegna ráðaleysis. 

"Svarti mánudagurinn 1987" var að vísu svipaður og mánudagurinn nú, en samt kom í ljós að mánudagurinn 1987 varð engin endurtekning á hruninu í Wall street 1929. 

Einhvern veginn virðist vera svo óskaplega erfitt að greina stöðuna hverju sinni rétt að illmögulegt sé að spá um framvinduna. 

En miðað við rányrkju auðlinda jarðarinnar er næsta víst að verði ekki hrun núna, verður það bara gálgafrestur. 


mbl.is „Svarti mánudagurinn“ enn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

Hlutabréf álframleiðenda hríðfalla

Þorsteinn Briem, 24.8.2015 kl. 23:40

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

ER allt að fara til fjandans, Ómar ?

Bloggvinsrkvrðja,

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 25.8.2015 kl. 05:39

4 identicon

"En miðað við rányrkju auðlinda jarðarinnar er næsta víst að verði ekki hrun núna, verður það bara gálgafrestur."

Hárrétt hjá Ómari. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 08:04

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var talað við einhvern íslending sem þekkti til í Kína, og hann virtist vera að lýsa ástandinu að sumu leiti eða stmemmingunni á svipaðan hátt og var hér með hlutabréf.

Man fólk kannski ekki eftir fíflaganginum með hlutabréf hér?  Það áttu allir að kaupa hluabréf.  Það var enginn maður með mönnum nema hann keypti hlutabréf í einhverjum framsjallafyrirtækjum og það var barið inní höfuð innbyggja með própaganda.

Það var meir að segja þáttur á RUV, sjálfu Ríkisfjölmiðlinum, þar sem fólki var ráðlagt með hlutabréfakaup og hvatt áfram.  Einhverjir sjallabjálfar sáu um þáttinn.

Hvað um það, að þá lýsti íslendingurinn sem þekkti til í Kína ástandinu þar þannig að minnti á hér í eina tíð.

Hann sagði að það væru ótrúlega margir að kaupa hlutabréf.  Og það er mikill fjöldi í Kína, þarf ekkert stór prósentu til að skapa svaka bólu.  Hann vildi meina að verð á kínverskum hlutabréfum væri oftast nær langt, langt yfir raunvirði.  Og vegna þessa breiða kaupvilja eða eftirspurnar margra kínverja undanfarin ár.

En jú jú, markaðskerfi virkar svona. En það er önnur umræða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2015 kl. 09:38

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Það er ýmislegt sem maður áttar sig ekki alveg á varðandi hlutabréfaeign íslendinga í svokölluðum framsjallabönkum hérna fyrir framsjallahrunið, - að eiga þeir þá ekki kröfu á hina föllnu banka?

Þ.e.a.s. að þeir sem sjallar og framsóknarmenn pötuðu til að leggja fé í þessi fjárglæfrafyrirtæki sín, - að misstu þeir bara allt?  

Eig þeir ekki kröfu á þrotabúið?

Og nb. það var fullt af íslenskum einstaklingum sem keyptu þessi bréf.

Og svarið þessu sjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2015 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband