Annað hljóð en hjá Özuri.

Özur Lárusson hefur í tveimur blaðagreinum í Morgunblaðinu mælt gegn því að horft sé til bifreiðaflotans varðandi minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Hann og Sigríður Andersen og fleiri hafa veifað því að losun fólksbíla á Íslandi sé aðeins 4% af heildarlosun landsins og að þetta sé svo lág tala, að láta eigi fólksbílana í friði, það muni hvort eð er svo sáralítið um þá.

Lága talan fæst út með því að taka möguleika til að endurheimta votlendi inn í dæmið.

Annað hljóð er í strokknum hjá Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs, sem setur fram töluna 19,2% sem hlutfall samgagna af útblæstrinum hér á landi og reiknar það að sjálfsögðu út eftir sömu aðferð og gerð er í öllum öðrum löndum, þar sem minnkun losunar samgöngutækja er talin áhrifaríkasta aðferðin.

Um er að ræða bókhald þar sem annars vegar er kredit hlið með tölum um beinan útblástur og samgöngur eru með 19,2% upphæðarinnar þeim megin.

Hinum megin er debet hlið þar sem hugsanlega má ná mótvægi með endurheimt votlendis og ræktun skóga.

Þegar menn athuga útgjaldahlið í ársreikningum skoða þeir möguleika á að lækka útgjöldin, í þessu tilfelli útblásturinn vegna notkunar jarðefnaeldsneytisins.

Samgöngurnar vega 19.2% á útgjaldahliðinni en ekki 4%. Vegna þess að stóriðjan gefur ekki færi á að lækka töluna á þessari kredithlið liggja samgöngurnar beinast við og í þeim efnum eigum við Íslendingar betri möguleika en nokkur önnur þjóð til að slá margar flugur í einu höggi, minnka útblástur, draga úr gjaldeyriseyðslu og setja fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem færir okkur orðspor, sem getur aukið viðskiptavild á ýmsum sviðum.

 


mbl.is Auðvelt að ná 40% minni losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband