"Skipulögð vitfirring", - aldar gamalt fyrirbrigði.

Fyrir rúmlega öld fór spenna vaxandi á milli stórveldanna í Evrópu með stofnun tveggja ríkjabandalaga og stigvaxandi vígbúnaði og vopnakapphlaupi.

Á báða bóga var á nútímamáli um það að ræða, að hernaðarbandalögin tvö væru skilgreind sem ógn við þjóðaröryggi hvort annars. 

Svo var komið í ársbyrjun 1914, að í nýjársársávarpi leiðtoga Breta lýsti hann vopnakapphlaupinu sem "skipulagðri vitfirringu."

Efling vígbúnaðar Þjóðverja var ógn við Frakka og Rússa og Þjóðverjum fannst vaxandi iðnaðarmáttur Rússa og þó einkum hröð fólksfjölgun í Rússlandi þess eðlis, aö ef á annað borð kæmi til styrjaldar við þá væri betra að það drægist ekki. 

Ástandið núna stefnir í eina átt eins og á árunum í aðdraganda Fyrri heimsstyjaldarinnar og ætti að hringja bjöllum hjá ráðamönnum stórveldanna.


mbl.is Bandaríkin ógna þjóðaröryggi Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin ógna hvorki öryggi Rússlands né öfugt.

Og það vita að sjálfsögðu bæði ríkin.

Þorsteinn Briem, 3.1.2016 kl. 02:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það kann að vera rétt en yfirlýsingarnar á báða bóga um ógn eru samt gefnar og farið eftir þeim.

Ómar Ragnarsson, 3.1.2016 kl. 03:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.

Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.

Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.

Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.

Þorsteinn Briem, 3.1.2016 kl. 03:41

4 identicon

Erum við ekki að tala um Bandaríkin og Sádi Arabíu sem leiðir nú hernaðarbandalag 34 landa annars vegar og Rússland, Íran, Írak og Sýrland hins vegar.  Það er skrítið að fylgjast með þeim sem einblína á Trump og skilgreina teygjubyssur almennings sem sérstaka ógn rembast við að horfa framhjá þessu nýja hernaðarbandalagi.    

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/12/15/hernadarbandalag_34_landa/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 10:12

5 identicon

Bandaríkin eru vandamálið, allstaðar róandi undir og skiptandi sér af, í lögguleik og bófahasar. Held að ekkert ríki hagi sér svona, drepandi fólk i öðrum löndum með drónum og öðrum ísmeygilegum aðferðum.Og njósnandi um allt og alla,Vandræða ríki.

þorsteinn (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 10:20

6 identicon

Verðum við ekki að tala um Bandaríkin og Sádi Arabíu í sama pakkanum.  Donald Trump þekkir væntanlega fjandsamlega yfirtöku þegar hann sér hana.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 10:46

7 identicon

Sæll Ómar.

Fer ekki eggið fram úr hænunni að þessu sinni!

Mér sýnist greining Steina Briem á stöðunni
næsta skotheld; Bandaríkin og Rússneska sambandslýðveldið
hafa sameinast um sameiginlegan óvin úr austri.

Húsari. (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband