GAGA: Fyrirbyggjandi árás.

GAGA, skammstöfun fyrir "Gagnkvæm altryggð gereyðing allra" - á ensku MAD, "Mutual assured destruction", var aðal kennisetning Rússa og Bandaríkjamanna í Kalda stríðínu.

Þá eyddu þessar tvær fjölmennustu kristnu þjóðir heims stjarnfræðilegum upphæðum í að virkja ítrustu tækni og getu færustu vísindamanna sinna í að koma sér upp kjarnorkuvopnabúrum, sem tryggt væri að gæti eytt öllu mannkyni og lífi á jörðinn 

Hjá báðum aðilum var forsendan að hinn gæti treyst því að vopnin yrðu notuð ef í odda skærist, jafnvel þótt það þýddi gereyðingu allra, "assured destruction."

Í raun er slík stefna "ógnarfriðar" í hrópandi mótsögn við boðskap kristinnar trúar og líka sú staðreynd, að báðar þessar þjóðir eiga áfram gereyðingarvopnin "til öryggis".  

1983 munaði hársbreidd að gereyðingarstríð skylli á þegar bilun í tölvukerfi Sovétmanna sýndi að eldflaugar væru lagðar af stað frá Bandaríkjunum í áttina yfir Kyrrahafið.

Samkvæmt kennisetningunni GAGA eða MAD, þýddi það sem lesa mátti af tölvunni hjá Rússunum, að Bandaríkjamenn væru að hefja það sem kallað var "fyrirbyggjandi árás", þ. e. nægilega margar kjarnorkueldflaugar til þess að fyrirbyggja að Rússar gætu svarað.

Eina leiðin til þess að fyrirbyggja að þessi fyrirbyggjandi árás heppnaðist, var að Rússar sendu enn öflugri eldflaugaskothríð strax af stað í sinni eigin "fyrirbyggjandi árás" og fresturinn til ákvörðunar var skelfilega stuttur, talinn í mínútum frekar en klukkustundum.

Greint hefur verið frá því í fréttum að heræfing Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna lúti að því að gera "fyrirbyggjandi innrás" inn í Norður-Kóreu, leggja landið undir sig og steypa hinum firrtu valdhöfum og kúgurum Norður-Kóreumanna. Fyrirbyggja að þeir gætu notað kjarnorkuvopn sín.

Að því leyti eru harkaleg viðbrögð þessara valdhafa skiljanleg, - þau eru dæmigerð og örvæntingarfull Kaldastríðs viðbrögð óttasleginna manna sem hafa risið gegn öllu alþjóðasamfélaginu og sjá ekkert annað svar við útskúfun og refsiaðgerðum þess, en að ógna með kjarnorkuvopnum og jafnvel að hefja "fyrirbyggjandi stríð" sjálfir.

Að þessu leyti ríkir staðbundið kalt stríð á Kóreuskaga og það minnkar ekki spennuna hve tiltölulega örstutta leið þarf að senda kjarnorkuflaugar á Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, til að gereyða þessari 24 milljóna manna borg.

Slík árás myndi verða réttlætt sem "fyrirbyggjandi árás" í varnarskyni, rétt eins og sú innrás í Norður-Kóreu sem nú er æfð árlega sem liður í þeim "ógnarfriði" sem þarna ríkir.    


mbl.is Stærsta heræfingin til þessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Skövde er háskóli, stór Volvo-verksmiðja og mikil fullvinnsla landbúnaðarafurða.

Ekkert slíkt er í Kópavogi, næststærsta bæ hér á Íslandi.

Undirritaður var í háskólanámi í Skövde, þar búa jafnmargir og í Kópavogi og um tvisvar sinnum fleiri en á Akureyri.

Þar að auki liggur meginjárnbrautarlínan á milli stærstu borga Svíþjóðar, Stokkhólms og Gautaborgar, í gegnum Skövde, sem er vel í sveit sett í Svíþjóð:

Fil:Sweden railways.png

Þorsteinn Briem, 13.3.2016 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband