Eitt af kjörorðum Þjóðfundanna.

Á tveimur afar athyglisverðum Þjóðfundum, þar sem 1000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá settist á rökstóla einn dag, voru nokkur kjörorð lögð til grundvallar um það hvernig ætti að vinna úr Hruninu.

Einnig var unnin gagnmerk og ítarleg skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og ætla hefði mátt að þetta einstaka veganesti hefði átt að skila einhverju.

Meðal kjörorðanna voru heiðarleiki, gagnsæi og virkt lýðræði, en atburðir síðustu vikna eru einmitt dæmi um að á þetta allt skortir enn í stjórnmálum.

Í kjölfar Þjóðfundanna kom mikil vinna stjórnlaganefndar skipaða sérfræðingum, sem skilaði af sér ríflega 800 blaðsíðna grunni fyrir nýja stjórnarskrá sem stjórnlagaráð skilað síðan af sér nýrri stjórnarskrá til forseta Alþingis í júlí 2011. 

Í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 var fylgi við hana í kringum 65-70 prósent ef ég man rétt.

En í dag stöndum við frammi fyrir því að vera í sömu sporum og strax eftir Hrun, að óheiðarleiki, leynd og skortur á lýðræði ráða enn ríkjum að mestu.  

Spurningin "hvað er í gangi?" sem var inntakið í Hraðfréttum rétt áðan, er spurningin um þessar mundir.

Svarið liggur í því að þau valdaöfl, sem reyna að koma í veg fyrir umbætur, hafa í krafti auðs og aðstöðu getað komið fram vilja sínum nú sem fyrr.

Umbótaöflin hafa verið of sundruð og of flækt í atburðarás síðustu tíu ára til þess að ná að sýna samstöðu og vilja til samvinnu.    


mbl.is Vilja reka heiðarleg stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll 6. nóvember 2010.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs, og kynjaskipting var nánast jöfn.
"

Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 20:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 20:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 20:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2015:

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:

    • Málskotsréttur þjóðarinnar, þannig að einhver prósenta þjóðarinnar (til dæmis 5-10%) geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til að draga valdið nær þjóðinni sjálfri, þar sem þingið geti aldrei orðið fullkominn málsvari almennings.

      • Málskotsréttur minnihlutans á Alþingi, þannig að 1/3 þingsins geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mál á Alþingi. Þetta sé hugsað til þess að bæta vinnubrögðin á Alþingi og draga úr óþörfum leiðindum af allri sort, svo sem gerræði meirihlutans og í beinu kjölfari málþófi minnihlutans.

        • Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þannig að ráðherrar megi ekki vera þingmenn á sama tíma og þeir eru ráðherrar.

        Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:

        Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

        Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinnað rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.

        Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.

        Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."

        Þorsteinn Briem, 16.4.2016 kl. 20:40

        5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

        Ef ég man rétt þá voru þjóðþingsmenn ekki bara valdið með slembiúrtaki heldur fengu ákveðnir hópar að senda sína fulltrúa. Er þetta ekki rétt munað hjá mér?

        Jósef Smári Ásmundsson, 16.4.2016 kl. 20:54

        6 identicon

        afhverju skildu menn ekki taka mark á orðinu til grundvallar í þessari athvæðagreiðslu. men vita ekki hvernig hefði farið ef menn hefðu kosið um hina nýju stjórnarskra. sá flokkur sem lagði mikla áherslu á hana fékk ekki mikkið fylgi. enda höfu kjósendur mart annað að hugsa um. nú eiga piratar við vanda að stríða því 57.1 vildi hafa ahvæði um kirkjuna í stjórnarskrá. seinast þegar ég vissi voru þeir lít hrifnir af kirkjuni. þá bera þeir við að þessi kosníng sé bara skoðanakönnun. seinasta hugmind sem ég heirði var að það eigi að standa í nýju stjórnarskráni að sé ekkert ahvæði um kirkjuna í stjórnarskráni. skildi það vera hugmind pírata að ef það hentar mér skal það standa í stjórnarskrá annars ekki. eg er að vísu vitlaus framsóknarmaður. en ég skil ekki hugmindafræðina hjá pírötum. 

        kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 21:45

        7 identicon

        Kristinn Geir. Ættir að láta einhvern óvitlausan framsóknarmann lesa textann þinn og leiðrétta áður en þú "sendir"? 

        Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2016 kl. 23:28

        8 identicon

        Afar sérkennilegt blogg. Það eiga allir að vita, að siðspillta vinstristjórnin var kosin burt í síðustu kosningum, þegar Íslendingar settu heimsmet í höfnun á ríkisstjórn. Í dag er við völd heilbrigð og góð borgarastjórn.

        Annars er það náttúrulega bara hlægilegt að vinstrimenn skuli enn á ný reyna að ljúga því að þjóðinni að þeir séu óspilltir.

        Álfheiður Ingadóttir hvers karl er hrægammur með tengsl við Tortóla, Árni Páll formaður Samfylkingar og fyrrum bankaráðsmaður sem samþykkti gríðarleg lán til Björgúlfsfeðga þegar þeir keyptu Landsbankann, Magnús Orri sem er giftur konu sem mokar inn gríðarlegum tekjum á slitastjórn, Birgitta Jónsdóttir sem liggur undir grun um að hafa ekki gefið upp tekjur í Bandaríkjunumm, og Samfylkingin í heild, sem leigir á kostakjörum af huldufélögum með tengsl við flokkinn, og eru líklega félög í skattaskjólum.

        Já, hræsnin er vinstrimönnum í blóð borin. Fullvaxið fólk man eftir Nixon, og orðunum, I am not a crook!, eftir að hafa hrökklast úr embætti eftir spillingu. Nákvæmlega þannig eru vinstrimenn. Standa stoltir á sviði, með sigurmerki á báðum höndum, og öskra, við erum ekki spillt!

        Hilmar (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 01:26

        9 Smámynd: Jón Valur Jensson

        Ómar, þið setumenn í hinu ólögmæta "stjórnlagaráði" voruð ekki trúir sporgöngumenn Þjóðfundarins 6. nóv. 2010; þið bjugguð til billega aðferð til að fyrirgera fullveldi landsins með snöggum hætti, en Þjóðfundurinn hamraði á mikilvægi þess, að fullveldi og sjálfstæði lýðveldisins skyldi vera tryggilega varið í stjórnarskrá.

        Því miður ertu of mikið í bandi flokks þíns, Samfylkingarinnar, til að vera trúverðugur sem hlutlægur matsmaður á þessi mál. Þrálátar greinar þínar hér um þjóna áróðurstilgangi, ekki þjóðarheiðri og sjálfstæði.

        Jón Valur Jensson, 17.4.2016 kl. 01:51

        10 identicon

        Það getur enginn staðið undir öllum væntingum einhvers annars

        því mun alltaf vera hægt að saka stjórnmálamenn um svik (óheiðarleika)

        þó þeir sem hæst tala um óheiðaleika hafi aldrei kosið

        þá sem um það eru sakaðir

        Grímur (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 08:48

        11 identicon

        haukur: ef menn nenna að lessa texta minn skiptir stafsetníng ekki máli eða form. sumir segja að það séu bara til vitlausir framsóknarmen svo ekki gét ég feingið hjálpfrá þeim

        kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 09:30

        12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

        Ef stjórnlagaráð var svona ólögmætt, af hverju spruttu kærendurnir frá 2010 ekki upp og kærðu skipun þess?

        Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 23:49

        13 Smámynd: Jón Valur Jensson

        Við gerðum það þrír, þú veizt það, Ómar, ég ítrekaði það við þig nýlega. Rökfærsla okkar var óbrigðul.

        Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 14:07

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband