Ásóknin í auðlind þjóðarinnar.

Það gat nú verið að enn einu sinni sé hafinn upp söngurinn um að láta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar í hendur einkaaðila, sem í okkar litla kunningjaþjóðfélagi eru oftast frekar réttnefndir einkavinir.

Til að gylla boðið um söluna, er rætt um að söluandvirðið renni í sérstakan auðlindasjóð.

En hvað um tekjurnar af sölunni?IMG_7833

Eða þá um þau náttúruverðmæti sem fórna þarf. Myndin hér á síðunni var tekin í dag úr lofti yfir austurenda hugsanlega fegursta fjallavatns lansins, Langasjávar.

Vatnið er ísi lagt, hægra megin við svonefnd Fögrufjöll, en neðst til vinstri glyttir í Skaftá.

Það er ekki langt síðan einbeittur vilji var látinn í ljós varðandi það að veita hinni aurugu Skaftá inn í þetta vatn, sem er svo heiðblátt á sumrin.

Og ekki bara að gera það drullubrúnt heldur líka að fylla það af aurnum og eyða því.

Er með aðra mynd á facebook nokkru vestar, þar sem svonefnd Bjallavirkjun hefur verið eins og miltisbrandur í áratugi til að umturna hinum fögru Kýlingum, sem svo eru nefndir.

Og helst að einkavinavæða nýtinguna en ekki hafa það eins og Norðmenn með sitt stóra ríkisrekna orkufyrirtæki.

Hið nöturlega við þetta mál er, að sömu valda- og hagsmunaklíkurnar koma við sögu, hvort sem um er að ræða einkarekstur eða opinberan.

Þannig hefði Kárahnjúkavirkjun verið óhugsandi nema með þeirri sovésku aðferð, sem beitt var, og byggðist á því að setja ríkissjóð Íslands í veð fyrir gríðarlegri áhættu, sem tekin var.

Orðrétt hjá lögfræðingi Landsvirkjunar, þegar hann var að koma landeigendum í skilning um það, skömmu eftir að framkvæmdir hófust, að þeir fengju aðeins brot af verðmæti landsins, sem tekið var af þeim:

"...Kárahnjúkavirkjun er erfið og áhættusöm jaðarframkvæmd í landfræðilegu-, tæknilegu, umhverfislegu og markaðslegu tilliti, í raun eyland í raforkukerfinu, - ekki hægt að útiloka að stofnkostnaður fari fram úr áætlunum vegna tæknilegra örðugleika á byggingartíma, - rekstrarkostnaður Hálslóns geti orðið umtalsverður..."


mbl.is Uppskipt Landsvirkjun slæm hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einkaaðilar hefðu aldrei virkjað við Kárahnjúka, enda lá fyrir að framkvæmdin gæti aldrei orðið arðbær. Að þessu þarf að huga þegar rætt er um hugsanlega sölu LV.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.6.2016 kl. 23:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margir alþingismenn styðja að Landsvirkjun verði seld?!

Þorsteinn Briem, 2.6.2016 kl. 23:48

3 identicon

Þú veist vel Ómar að einkavæðing LV hefur lengi staðið yfir.

" Ef að líkum lætur er ætlunin að í kjölfarið fylgi einkavæðing opinberra 

fyrirtækja á þessu sviði"

125. löggjafarþing 1999–2000. 

Og þú veist Ómar að ef TISA samningar verða samþykktir í haust og einkavædd raforkufyrirtæki fara á hausinn í framtíðinni, þá munu þau raforkufyrirtæki vera boðin upp á alþjóða markaði.

Tillogur um nýja stjórnarskrá gæti allt eins verið sniðin að/af erlendum hagsmunum.

L. (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 02:02

4 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Já, vinstri stjórnin sem nú er við öld er föst í moldarkofum en ekki raunhæfum draumum. Ef við bönnum kosningar í Ráðhúsinu og tökum sjálf ákvarðanir um hluti á borð við miðhálendið verður það strax skárra. Ráðhúsið á að vera sameiningartákn en ef fólk vill endilega kjósa á Reykjavíkursvæðinu af hverju ekki nota Hörpu í staðin? Það er gott að vita að allir hafi loksins vaknað við þann vonda draum að vinstri kommúnismi sé enn meðhöndlaður sem einhvers konar tískufyrirbrigði hér á landi. 

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 3.6.2016 kl. 08:58

5 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Við þurfum að banna kommúnistum og múslímum að hafa eignarhlut í fyrirtækjum hérlendis. 

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 3.6.2016 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband