Sérkennilegt ástand á þessu sviði afbrota.

Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því að stolið hefur verið frá mér verðmætum á býsna óvenjulegan hátt og jafnvel ótrúlega bíræfinn.

Í öll skiptin hef ég ekki aðeins leitað til lögreglunnar heldur reynt að upplýsa málin sjálfur.

Ég var svo nálægt því að upplýsa bíræfinn þjófnað á bíl mínum af stæði á bílasölu fyrir nokkrum árum, að ég var með nöfn viðkomandi í hendi.

En fingrafar, sem gat orðið lykilatriði í málinu, reyndist ekki alveg nógu skýrt.

Og stuldurinn á bakpoka mínum inni í sjálfum Landsbankanum, aðalbanka, sl. haust, með fjölda vitna í návist öryggisvarðar og með skýrri mynd í öryggismyndavél, var sérstaklega bíræfinn en er samt óupplýstur.

Það, sem er athyglisverðast, finnst mér hve furðu margir virðast þekkja hina ýmsu afkima og afbrigði í "undirheimunum" ótrúlega vel.

Sérhæfing þjófa og þjófagengja virðist vera mikil.

Og við ófullkomnar kannanir mínar hefur komið í ljós, að það skolast til manns ýmis konar vitneskja eftir óhefðbundnum leiðum, ef nota má það orð.

Ekki síst virðist þetta eiga við í fíkniefnaheiminum.

Um þetta gildir viðkvæði við brag, sem Brynjólfur Jóhannesson flutti hér í gamla daga:

 

Svona gengur það  / 

og svona er það.  /

Allir vita það /

en enginn sér það.


mbl.is Mál gegn lögreglumanni fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt innanhúsmál lögreglu. Sagt er að maðurinn hafi verið í einelti innan lögreglu eða voru aðferðir lögreglumannsins gagnrýnisverðar?

Hvenær má beita óhefðbundnum leiðum? Mál 214, Guðmundar og Geirfinnsmálið óútkljáða byrjaði með óhefðbundnum leiðum. Tilgátum og síðan bætt við í það endalausa af þeim er rannsökuðu.

Nálgun þín er óhefðbundin og ekki komið að efninu. 

Sigurdur Antonsson (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 08:35

2 identicon

Sama má segja um læknadópið sem flæðir hér um allt.  Það dettur þó engum í hug að setja lækna á bak við lás og slá enda eru þeir svo óskaplega mikið menntaðir.  Sérhæfðir og löggiltir dópsalar sem sjá um uppþurrkun og uppdópun alka á kostnað ríkisins.  Þetta er náttúrulega bara brandari.  Síðan á að refsa einhverjum einum lögreglumanni?  Þetta minnir á skyndilega og asnalega umræðu vinstri manna um Írak núna.  Þeir hamra á þessu Írak Írak en Nató er áfram heilaga beljan þeirra. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 09:59

3 identicon

Svo er líka sérkennilegt að sumir þurfa að sitja inni á meðan aðrir þurfa alls ekkert að sitja inni.  Væri ekki hægt í nafni vestrænnar samvinnu, samkeppni og samvinnu stéttanna að gefa fólki kost á að afla sér einhverra tekna á þessu sviði?  "Tek að mér að sitja inni fyrir fólk."  Er það nokkuð svo galið?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband