Hin endalausu "túrbínutrix."

1970 var því sem ég hef kallað "túrbínutrix" beitt í Þingeyjarsýslu.

Virkjanamenm ákváðu stórfellda stækkun Laxárvirkjunar í krafti svonefndrar Gljúfurversvirkjunar, en lokastig hennar var að veita hinu auruga Skjálfandafljóti úr farvegi sínum ofan Aldeyjarfoss, sem þurrkaður yrði upp, yfir í Kráká og þaðan í upphaf Laxár í suðvesturhorni Mývatns og niður í Laxárdal, sem sökkt yrði í miðlunarlón.

Stjórn Laxárvirkjunar pantaði tvær stórar túrbínur, og stillti heimamönnum í Mývatnssveit og Laxárdal upp við vegg: Ef þið farið ekki að vilja okkar munum gera ykkur ábyrga fyrir tjóninu af því að túrbínurnar verða ekki notaðar.

Sigurður Gizurarson, lögmaður landeigenda, sneri dæminu við í málsvörn sinni: Með því að vaða svona áfram í málinu eiga virkjanamenn sjálfir að bera ábyrgð á flumbrugangi sínum, frekju og yfirgangi.

46 árum seinna svifur andi túrbínutrixins enn yfir vötnum: Gerðir eru samningar og byrjaðar framkvæmdir á Bakka á grundvelli risaháspennulínu, sem upphaflega var ákveðin með tíu sinnum stærri stóriðju í huga, og heimamönnum stillt enn og aftur upp við vegg: Ef þið gerið ekki eins og við viljum gerum við ykkur ábyrga fyrir því tjóni, sem hlýst af því að við getum ekki staðið við að afhenda orkuna.

Landvernd snýr dæminu við eins og Sigurður Gizurarson forðum og segir: Þið eigið sjálfir að bera ábyrgð á afleiðingunum af flumbrugangi ykkar, frekju og yfirgangi.

Það lá fyrir 2012, fyrir fjórum árum, að allt aðrar og breyttar forsendur voru fyrir lagningu háspennulínu eftir að álver á Bakka var slegið af.  Landsnet ákvað samt að vaða áfram með risalínuna með miklum og óafturkræfum umhverfisspjöllum í stað þess að setjast niður og finna aðra lausn.  

Þetta fyrirtæki er óforbetranlegt, veður áfram bæði fyrir norðan og sunnan í anda hinna endalausu túrbínutrixa.  


mbl.is Tafir heimatilbúinn vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsnet hefur siglt í strand áformum um reisningu 220kV loftlína frá: Hafnarfirði til Njarðvíkur,

Blöndu til Akureyrar,

Frá Kröflu um Þeystareyki til Húsavíkur.

Astæðan er alltaf sú sama, -fyrirtækið neitar að taka til skoðunar notkun jarðstrengja um viðkvæmustu svæðin og stærð mannvirkjana hefur ekki verið í samræmi við raunveruleikann.

Af þeim sökum hafa línulagnirnar ekki notið stuðnings skipulagsyfirvalda og illu heilli hefur Landsnet verið staðið að því að gefa rangar upplýsingar um kostnað við strenglagnir. 

Kerfisáætlun Landsnets miðar að þvi að byggja umfangsmiklar loftlínur til þess að flytja raforku frá virkjunum sem vitað er að verða aldrei reistar og orkufyritæki sem höfðu umrædd svæði á sinni könnu hafa slegið af með formlegum hætti. Besta dæmið er Hveralíðarvirkjun sem OR hefur formlega slegið af og notar tiltæka gufu þaðan til þess að halda dampi á Hellisheiðarvirkjun. Landsnet áformar samt enn að reisa flutningsmannvirki fyrir fjölda gufuvirkjana sem reyndust innistæðulausar.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 21.8.2016 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband