Í landi frelsisins er víða 120 þús. kr. sekt við að fleygja rusli.

Í Bandaríkjunum, sem margir nefna land frelsisins, er víða þúsund dollara sekt við því að fleygja karamellubréfi eða sígarettustubbi. 

Þetta er gert á grundvelli þess að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. 

Með því að henda rusli er framið nokkurs konar ofbeldi, - afleiðingunum af gerðum eins er þvingað upp á þann, sem lendir í því að þrífa upp eftir sóðann.

Bandaríkjamenn telja frelsi þess, sem vill fá að vera í friði fyrir sóðaskap annarra, vera meira virði en frelsi þess, sem veldur óþrifnaðinum.

Þess vegna sást aldrei svo mikið sem sígarettustubbur eða karamellubréf á þeim þremur flughátiðum með milljón gestum hver, sem ég fór á þar í landi og stóðu í marga daga.

Strax að kvöldi dagskrár Menningarnætur í Reykjavík varð maður að klofa yfir rusl af ótrúlegasta tagi á leið frá flugeldasýningunni og mér er sagt, að þegar nóttinni lýkur, séu yfirgengilegir haugar af drasli um alla miðborgina.

Þar með er það fjarri því að Menningarnóttin rísi undir nafni, heldur hefur hún breyst í andhverfu sína, ómenningarnótt.   


mbl.is Vilja banna fólki að fleygja rusli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég var í þessu útlandi fyrir skömmu, og sá fjölmörg skilti þar sem mér voru tilkynnt hræðileg viðurlög við því að henda rusli.

... og það var rusl úti um allt.

Það er hægt að setja eins margar reglur og menn vilja, meða hvaða viðurlögum sem er, annað er að framfylgja þeim.

"Þar með er það fjarri því að Menningarnóttin rísi undir nafni, heldur hefur hún breyst í andhverfu sína, ómenningarnótt. "

Menning: það sem menn hafast að.  Svo... það sem þú sást var menning.  Kannski ekki menning sem þér líkaði, en menning engu að síður.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2016 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband