Hin eilífa hringrás lífsbaráttunnar.

Frá örófi alda hefur staðið yfir linnulaus barátta allra lífvera jarðarinnar fyrir lífi sínu, allt frá smæstu örverum til stærstu hvala. 

Lífríkið byggist á því að hver lífvera er öðrum háð og að dauði eins er annars brauð. 

Þegar hver uppgötvunin rak aðra á síðustu öld, einkum um miðbik hennar þegar sýklalyf voru fundin upp og lyf gegn fjölmörgum sjúkdómum, kviknaði von um að maðurinn væri að ná yfirhöndinni í baráttunni við sýkla og veirur. 

En auðvitað var þetta tálsýn, sem byggðist á því að maðurinn gæti breytt einu helsta lögmáli lífs á jörðinni, hinni eilífu innbyrðis baráttu lífvera jarðar þar sem hver um sig þróast undir lögmálinu að þeir hæfustu lifi og viðhaldi stofninum. 

Í ljós kom að ekki þurfti nema eina breytingu eða stökkbreytingu á bakteríu eða veiru til þess að til verði nýtt afbrigði, sem þoli sýklalyfin betur. 

Tvennt er varasamast varpðandi lyfin að sögn sérfræðinga.  

1. Ofnotkun þeirra, neysla að óþörfu, sem eykur hættuna á því að sýklar og veirur myndi þol gegn þeim. 

2. Óregluleg notkun þeirra, þar sem í stað þess að nota lyfið nógu reglulega og lengi til að drepa sýklana að fullu, myndist gloppur í ferlið sem kalli fram þolnari. Það eru einkum tveir þjóðfélagshópar sem skapa mestu hættuna á þessu, dópistar og gamalt fólk, sem gleymir að taka lyfin eða man ekki hvort þau hafa verið tekin.  


mbl.is Ofurörverur gætu valdið heimskreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Some bacteria are naturally resistant to certain antibiotics, others can acquire resistance through mutations in some of their genes when they are exposed to an antibiotic. This resistance, natural or acquired, can spread to other bacterial species since bacteria can easily exchange genetic material from one to another, even if they are from different species.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2016 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband