Vetrardekk ekki notuð. En bílbelti?

Vetrardekk voru ekki undir rútunni sem valt í hálku í morgun. Líkur eru á því að það hafi átt þátt í því að rútan valt. 

En fleira getur valdið því að þeir, sem eru um borð, slasist. 

Þegar ég keppti í ralli á sínum tíma lenti ég tvisvar í því að bíllinn hafnaði utan vegar og hafnaði á hliðinni. 

Fór út úr bílnum í bæði skiptin og velti honum á réttan kjöl með Jóni, bróður mínum. 

Báðir ómeiddir á bæði skiptin.

Hvernig mátti það verða?

Jú, við vorum báðir í fjögurra punkta bílbeltum og með hlífðarhjálma á höfði.

Hjálmarnir minnka líkur á höfuðmeiðslum, en bílbeltin minnka líkur á ÖLLUM meiðslum.   

 


mbl.is Rútan var á sumardekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.2015:

"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
gerði nýlega könnun í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum um öryggisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum.

Í ljós kom að í viðkomandi tilvikum fylgdu allir gildandi reglum um notkun öryggisbelta. Verður það að teljast mjög ánægjuleg niðurstaða.

Gott er að taka fram að skylda er fyrir alla aldurshópa að nota bílbelti í hópferðabifreiðum, séu þau til staðar.

Farþegar eldri en 15 ára bera sjálfir ábyrgð á því að nota öryggisbelti í bifreiðum sem hafa slíkan búnað en ökumaðurinn ber ábyrgð á þeim sem yngri eru.

Bifreiðarnar voru stöðvaðar á meginleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Rætt var bæði við ökumenn og farþega."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 19:55

2 identicon

Enda ekki kominn 1. nóvember og nagladekk því "bönnuð" eins og það er orðað!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 20:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt lögum ber ökumaður ábyrgð á því að aka á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni, óháð árstíðum."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 20:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ekkert sérstakt tímabil gildir fyrir vetrardekkheilsársdekk eða harðkornadekk og má keyra á þeim allan ársins hring."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 20:18

5 identicon

Það er mikill og þung ábyrgð að keyra hópferðabíl með fullan bíl af fólki á íslenskum vegum við íslenskar aðstæður þar sem skin og skúrir ráða veðri með snjóívafi inn á milli þar sem hitinn getur verið mínus 2 til plús 2 fer eftir því hvort það sé hæð eða lægð framundan á veginum sem dæmi.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 21:44

6 identicon

Tími til kominn fyrir Íslendinga að segja skilið við nagladekkin og nota í staðinn alvöru vetrardekk eins og gert er í Alpalöndunum. Góð vetrardekk eru jafnvel betri en óvönduð og því ódýr negld dekk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 22:03

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kínverjar fara ekki í skoðunarferð á Íslandi, með fjögurra punkta bílbelti og hjálm á hausnum. Slys eru slys og þessi sökudólgaleit er ef til vill ekki réttmæt. Snjókomuskotið í morgun kom öllum jafnmikið á óvart. Gott að enginn fórst og vonum að þeir tveir, sem lentu á gjörgæslu, renni þaðan út sem fyrst. Íslendingar stóðu sig vel og sýndu enn á ný að við getum ýmislegt, óstudd erlendri hjálp. Við erum hér og ekkert erlent eða fjölþjóðlegt vald kemur hraðar á slysstað, en við sjálf.

" Get my point"?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2016 kl. 00:07

8 identicon

Góð vetrardekk eru jafnvel betri en óvönduð og því ódýr negld dekk

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Nú eru góð dekk orðin betri en óvönduð dekk. Ætli þau séu líka betri en léleg dekk?

Það er hins vegar þannig held ég að dekk séu yfirleitt ekki framleidd með nöglunum í, hins vegar eru mörg vetrar- og snjódekk framleidd með götum fyrir nagla. Þeir sem það kjósa og aka við þannig aðstæður að það eykur öryggi geta þá látið negla þau.

Gallinn við naglabannið er hins vegar þeir sem kjósa að hafa nagla undir vetrardekkjunum eiga fæstir að auki naglalaus vetrardekk til að nota á þessum tímum enda talsvert í lagt að vera með þrjú sett af dekkjum (margir eiga bara eitt, keyra allt árið á vetrardekkjunum og kalla heilsársdekk).

ls (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 08:12

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sem leigubílstjóri og ökukennari á Austfjörðum hvarflar ekki að mér annað en að nota nagladekk á veturna. Ég prófaði á leigubílnum að vera einn vetur á harðkornadekkjum og það mun ég ekki gera aftur. Harðkornadekkinn virka mjög vel í frosti en um leið og bloti kemur í hálkuna eru þau mun verri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2016 kl. 09:12

10 identicon

Is (08:12) er með útúrsnúninga. Það sem ég var að segja er að á Íslandi eru flutt inn ódýr vetrardekk, þau síðan negld og seld sem “vetrardekk” fyrir íslenskar aðstæður. Þetta er draslið sem eyðileggur alla vegi. Í stað þess að flytja inn fyrsta flokks vetrardekk, sem eru auðvitað dýrari, en það góð að ekki þarf að negla þau. Eru jafngóð ef ekki betri en ódýr, negld vetrardekk, sem menn nota hér á skerinu. Sér aðstæður heitir það, bullshit. Í Ölpunum eru nagladekk bönnuð og þar geta aðstæður ekki síður en hér verið prekär. Hef mikla reynslu af akstri í Ölpunum við erfiðustu aðstæður.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 14:20

11 identicon

Ég er ekkert að snúa út úr neinu.

Góð dekk eru betri en léleg það vita allir.

Léleg dekk verða ekki góð við að fá nagla, það vita líka flestir a.m.k.

Naglar gera ekkert gagn við ýmsar algengar aðstæður en við sumar eru þeir það eina sem virkar. Þó það sé oftast betra að vera á góðum naglalausum dekkjum en lélegum á nöglum eru til tilvik þar sem jafnvel léleg dekk með nöglum virka betur en hvaða naglalausu dekk sem er.

Góð vetrardekk eða snjódekk með nöglum er það sem ég vel helst en hins vegar er mér slétt sama hvað þú velur undir þinn bíl.

Allt þetta hefur ekkert með Alpana, Hellisheiðina eða Suðurskautslandið að gera.

Slit á götum er svo allt annað mál, getur þú kannski sagt okkur hvers vegna ekki þurfti að endurnýja slitlag í Hvalfjarðargöngunum í tæpa tvo áratugi?

ls (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband