Hver fann upp auðlegðarskattinn? Svar: Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins 1949.

Nú ryðjast menn fram á ritvöllinn og hafa allt á hornum sér varðandi auðlegðarskatt. 

Segja að verið sé að endurvekja "uppfinningu" stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. 

En það er rangt. 

Auðlegðarskattur, sem þá hét reyndar stóreignaskattur, var uppfinning ríkisstjórnar, þar sem Sjálfstæðismenn voru einir í stjórn, stjórn Ólafs Thors, sem settist að völdum haustið 1949. 

Stjórnin var að vísu minnihlutastjórn en engu að síður önnur tveggja slíkra stjórna, sem setið hafa síðan Ísland fékk ríkisstjóra árið 1941. 

Stóreignaskatturinn var geirnegldur í mars 1950 þegar samsteypustjórn Sjalla og Framsóknar tók við af stjórn Ólafs Thors og siglt var inn í tímabil svonefndra "helmingaskiptastjórna", sem stóð fyrst frá 1950 - 1956, síðan frá 1974-1978 og loks frá 1995-2007. 

Það má reyndar færa rök að því að auðlegðarskatturinn sé miklu eldri, því að tíundin sem kirkjan lagði á fyrir níu öldum var af svipuðum toga.  En á okkar tímum voru það þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem "fundu hann upp."  


mbl.is VG vill stórfelldar skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Man einhver eftir sykurskattinum, co2 skattinum eða gistináttaskatti? 

Brátt kemur netskattur; hvert bæti verður talið.

Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2016 kl. 18:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 18:56

4 identicon

Hvað með Panama- eða Tortólaskatt?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 19:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tollar á innfluttar matvörur eru einnig matarskattur.

Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 20:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að stórauka útflutning héðan frá Íslandi á fullunnum landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.

Það á einnig við um fullunnar sjávarafurðir, þannig að atvinna í fullvinnslu í þessum greinum eykst hér á Íslandi með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum - Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 2009, bls. 11-12


10.10.2011:


"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 20:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 21:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskar sjávarafurðir verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörur frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 21:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 21:09

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað ætli margir ellilífeyrisþegar hafi orðið fyrir barðinu á stóreignaskattinum, á því herrans ári 1949? Hvað voru margir lífeyrissjóðir á Íslandi, á þessu herrans ári 1949? Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli "sakaður" um að hafa "fundið upp" skatt á stóreignafólk, á sínum tíma, getur varla talist annað en rós í hnappagat hans. Heyrast margar raddir, nú til dags innan menntaelítunnar, um að skattleggja skuli menningu, eða menningartengda starfsemi? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2016 kl. 22:55

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar þú tekur næst fyrir hverjir  stóð að framsali aflaheimilda í sjávarútvegi

Sigurður Þorsteinsson, 23.11.2016 kl. 05:48

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru nokkur ár síðan 1949, og ekki bara hefur tíðin breyst, menningin og heimurinn, heldur hefur flokksmönnum verið skift út nokkrum sinnum í millitíðinni, og með nýjum mönnum hafa komið nýir siðir.

Eða svo er mér sagt.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.11.2016 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband