Hvernig getur "Gnæfandi eldsvíti" orðið til í raunveruleikanum?

Svonefndar hamfaramyndir eða stórslysamyndir urðu vinsælar fyrir um 40 árum og þóttu bæði misgóðar og misjafnlega trúverðugar. Bruni í London

Ein þeirra hét "Gnæfandi eldsvíti" (Towering inferno") og sumir efuðust um að jafn ofboðslegur atburður gæti átt sér stað og sýndur var í þeirri mynd. 

Myndin var samt að mörgu leyti ágætlega gerð miðað við tölvubrellutækni þess tíma og hlaut margar Óskarsverðlaunatilnefningar og nokkra Óskara. 

Samt verður að segja, að hinn raunverulegi eldsvoði í London fari svo langt fram úr því sem sjá mátti um myndinni um eldsvítið mikla 1974 að sú hamfara- eða stórslysamynd sýnist hjóm eitt. 

Og ekki síður er hægt að segja svipað um hrun Tvíburaturnanna í vítislogum 11. september 2001. 

Hér á landi hefur byggingum, sem eru hærri en tíu hæðir, fjölgað á síðustu árum. En þær elstu eru að verða sextíu ára gamlar og spurning vaknar um eldvarnir í öllum þessum húsum, yngri og eldri þegar annað eins sést, og birst hefur allri heimsbyggðinni á sjónvarpsmyndum í dag. 

Ég var einn þeirra sem vann við að reisa háhýsið að Austurbrún 2 og vann við járnabindingar sem voru að sjálfsögðu mjög mikilvægar og vandasamar. 

Á fyrstu hæð lentum við í vandræðum vegna þess hve miklu meiri bindingar voru í veggjunum þar en á hæðunum fyrir ofan. 

Þegar hella þurfti steypu í mótin, komst hún víða ekki niður í þau vegna þess hve bindingajárnin voru þétt. 

Varð að grípa til þess þegar mótin voru slegin utan af, að fylla víða upp í stór ófyllt rými, einum í kringum miðju hússins. 

Að sjálfsögðu veikti þetta burð veggjanna og mér varð stundum hugsað til þess síðar, að í stað þess að þessi þungamiðja hússins væri sterkasti hluti þess, gæti hún verið ansi veik. 

Á annarri hæð vönduðum við okkur alveg sérstaklega og töluðum um það eftir á að ef 1. hæðin hryndi í jarðskjálfta, yrði 2. hæðin svo sterk að það eina sem myndi gerast væri að húsið lækkaði um eina hæð!


mbl.is Kastaði barni út um glugga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enn ekki vitað, hvernig eldsvoðinn byrjaði, hugsanlega út frá gasi, en hitt er vitað, skv. lýsingum sjónarvotta, að eldurinn breiddist út með leifturhraða þökk sé nýju zink-klæðingunni, sem átti að fegra bygginguna að utanverðu, en virkaði sem farvegur fyrir eldinn.

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.6.2017 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband