Óðagot á ekki við um ákvörðun, sem hefur áhrif langt fram í tímann.

Greinilegt var á íbúafundi í Árnesi í sumar, hvað umræðan um nýtingu auðlindanna í Árneshreppi var þá skammt á veg komin og er raunar enn í dag skammt á veg komin, ekki bara þar, heldur víða um land. 

Munurinn á virkjun og vernd er til dæmis þessi:hjarta-vestfjarda

Ákvörðun um vernd, - sem gerir ósnortin víðerni að náttúruverðmætum í nokkurs konar Drangajökulsþjóðgarði, "hjarta Vestfjarða", sem skapa fjölmörg störf fyrir fólk sem svona svæði þarfnast, konur á barneignaraldri, - slík ákvörðun heldur opnum þeim möguleika að virkja síðar. Slík ákvörðun er afturkræf. Hjartað á kortinu hér er táknræn túlkun á blaði. Vesturverk, Vestfirðir

Ákvörðun um að virkja með jafn stórfelldum mannvirkjum og umhverfisspjöllum og ætlunin er, - og skapar ekki eitt einasta starf í hreppnum til frambúðar kemur hins vegar í raun í veg fyrir að hægt verði að endurheimta hin ómetanleg náttúruverðmæti sem ósnortin víðernig og fossafjöld fela í sér. Það yrði bæði svo erfitt og dýrt að rífa öll mannvirkin og stíflurnar á þann hátt að engin ummerki sæust, að út í slíka framkvæmd yrði varla ráðist.

Á kortinu hér við hliðina er hins vegar sýnt hið raunverulega virkjunarsvæði 

Á íbúafundinum í sumar var því blákalt haldið fram af stjórnanda mats á umhverfisáhrifum, að víða um heim tíðkaðist það að að virkja inni í þjóðgörðum. 

Aðspurður gat stjórnandinn ekki nefnt eitt einasta dæmi, enda er það næstum 100 ára gamalt fyrirbæri að virkjanir séu gerðar við alveg uppi við þjóðgarða, og slíkt hvergi tíðkað. 

Ég bauð upp á að nefna og lýsa 30 þjóðgörðum í sjö löndum, sem ég hef skoðað,máli mínu til stuðnings, ef með þyrfti, en þögnin ein var svarið hjá stjórnanda umhverfismatsins.  


mbl.is Bíða með ákvörðun um kostamat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar!

Sauðshætti þeirra Strandamanna er viðbrugðið og
kemur engum á óvart sem til þekkir!

Tímatal, hátíðir kirkjuársins og þar fyrir utan taka mið af
sauðkindinni og fyrr ganga þeir sig þráðbeint í gröfina
en að hrókera eða breyta yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut, -
þessir endemis bjöllusauðir, - og smápeð þar vestra!!

Húsari. (IP-tala skráð) 29.12.2017 kl. 03:39

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vandamál hjá Íslendingum, er og hefur alltaf verið, að við skoðum ekki málin frá öllum hliðum.  Menn álíta "hlýnun" jarðar vera staðreynd, og þar með virkjun á þessum stöðum vera "framtíðar" áform.  Menn spyrja sig ekki "hvað ef ... allt fer til helvítis.".  Undan jöklum á Íslandi, koma fram trjárætur ... þannig að í stað þess að trúa á ... eiga menn að skoða staðreyndir, og gera því skóna að kólna muni aftur ... það sem fer upp, kemur aftur niður ...

Ef Vestfirðingar eru ekki með fiskaminni, ættu þeir að skilja spurninguna ... hvernig þessi virkjun fer, ef allt frýs aftur.

Örn Einar Hansen, 29.12.2017 kl. 08:01

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hreppurinn fær skatta og skyldur af virkjuninni. Öruggur tekjustofn fyrir fámennann hrepp sem er ekki með neinar samgönguþjónustu til að takast á við aukna ferðaþjónustu, Auk þess sem þessi fossar eru vart sýnilegir í vetrahörkum yfir svartasta skamdegið

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.12.2017 kl. 08:15

4 identicon

Húsari. (IP-tala skráð) 29.12.2017 kl. 08:55

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er hægt að telja milljónirnar í "skatta og skyldur" á fingrum annarrar handar, sem hreppurinn fær fyrir þessa virkjun, sem skapar EKKERT starf. 

Raunverulegur eigandi, auðkýfingurinn Ross Beaty, býr í Kanada og kann að telja fram til skatts ef að líkum lætur. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2017 kl. 10:48

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hinum megin við Húnaflóann, var reist stórvirkjun í kringum 1990, en hún skapaði tvö störf og í kjölfarið fór mesti fólksflótti sem saga Norðvesturlands kann frá að greina. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2017 kl. 10:50

7 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

"Hinum megin við Húnaflóann, var reist stórvirkjun í kringum 1990, en hún skapaði tvö störf."

Segðu nú satt frá Ómar. Starfsmenn Blönduvirkjunar eru um 15  og svo er fjöldi sumarstarfa, sem hjálpar ungmennum til mennta.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 29.12.2017 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband